Færsluflokkur: Dægurmál

Má ekki auka hámarkshraðann þarna?

Fáránlegt að það sé ennþá sami hámarkshraði þarna og hann var áður en vegurinn var tvöfaldaður og akreinarnar aðskildar.

Mætti alveg vera 100-110 km/klst hámarkshraði þarna núna hið minnsta að mínu mati.


mbl.is Mikið um hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunun eftir búsetu ?

  Er ekki verið að mismuna eftir búsetu með því að banna fyrirtækjum utan Evrópu að fjárfesta hérna á meðan fyrirtæki innan Evrópu mega það?.  Væri þetta svona mikið vesen ef þetta hefði verið Sænskt orkufyrirtæki eða Norskt sem hefði keypt HS Orku.

  En neii..  af því að Kanadískt orkufyrirtæki langaði að fjárfesta hérna en mátti það ekki beint og ákvaðu að nýta sér það að mega fjárfesta í gegnum Evrópskt fyrirtæki sem þeir stofnuðu til þess þá verða allir brjálaðir.  Ekkert sem segir að fyrirtækið í Svíþjóð þurfi að vera með einhverja starfsemi,  frekar en hellingur af fyrirtækjum hérna á klakanum sem eiga hitt og þetta en hafa enga starfssemi fyrir utan að fanga ryk í skúffu á einhverri lögfræðistofu.  Á að fara að skammast yfir þeim næst?

Hefði þetta verið svona mikið mál ef Magma hefði leigt sér kjallaraholu í einhverju iðnaðarhverfi og ráðið til sín ritara á grunnlaunum bara til þess eins að hafa "starfssemi" í Svíþjóð?.


mbl.is Íhugar að kæra málið til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætti þá að koma í staðinn ..

.. spyrja sumir.

(Veggur af texta á leiðinni)

Ekki að það þurfi eitthvað að koma í staðinn fyrir ESB, en núna er kjörið tækifæri fyrir stórar breytingar í kerfinu/samfélaginu, hvort sem það sé innganga í ESB eða eitthvað annað.

Ég var byrjaður að skrifa niður eina pælingu hjá mér sem ég ætlaði að svara við eitthvað blogg við þessa frétt þegar ég sá að þetta var orðið ágætlega langt svo alveg eins hægt að skella þessu bara í sér bloggfærslu .. so here it goes.

Óraunhæfar og syfjaðar vangaveltur um framtíðina

 Núna þegar ESB umræðan er virkilega að fara af stað þá verða umræðurnar oft heitar (ég viðurkenni fúslega að mér getur orðið heitt í hamsi þegar ég tjái mínar skoðanir um ESB ) og þá er vert að viðra þá hugmyndafærslu eða fræði (rétt orð?) sem segir að það sé engin ein skoðun "rétt" og á það sérstaklega vel við um skoðanir á málefnum líðandi stundar.  Aðeins tíminn getur sagt til hvort einhver ákveðin skoðun hafi verið "rétt" eða "röng" miðað við afleiðingar.  Gott dæmi um þetta er þegar þorskkvótinn var skertur fyrir nokkrum árum,  þá voru margir á þeirri skoðun að það væri rangt að skerða þorskkvótann og ekki þörf á því. Núna hefur svo komið í ljós að þorsk stofninn hefur stækkað og dafnað vel og er það rakið til ákvörðunarinnar um að skerða kvótann.  Því var "rétt" að skerða kvótann því núna getum við veitt meiri fisk. Þetta gildir líka um ESB nema það mun líða lengri tími þangað til hægt verður að segja til um hvort ákvörðunin sem verður tekin varðandi ESB hafi verið rétt eða röng.

Mín skoðun er sú að hag Íslendinga sé betur borgið utan ESB,  ég get haft rangt fyrir mér en tíminn verður bara að leiða það í ljós.  Einsog málin standa þá eru 60% Íslendinga sammála minni skoðun ef eitthvað er að marka þessa könnun.

Þá spyrja sumir : Ef ekki ESB, hvað þá?

 Augljósa svarið er væntanlega óbreytt staða,  en við lifum á áhugaverðum tíma sem býður uppá tækifæri fyrir stórvirkar aðgerðir útaf stóru hruni á kerfinu.  Bara verst að við stöndum uppi með "gamaldags" ríkisstjórn þar sem 2 útbrunnir pólitíkusar eru fremstir flokki og því eru litlar líkur á að lagt verði í einhverjar nýjar og algjörlega óreyndar æfingar (reyndar þegar ég fer að pæla í þessu þá er þetta ósanngjarnt af mér þar sem ég efast um að nokkur flokkur á þingi núna eða í framtíðinni myndi leggja útí þetta á annað borð).

  Þetta sagt, þá er hérna er hugmyndin sem hefur verið að krauma hjá mér með smá áhrifavöldum frá ýmsum aðilum, fréttagreinum og bókum.  Ég veit að þetta er algjörlega óraunhæft og nákvæmlega 0% líkur á þessu en í stuttu máli má segja að þetta gangi útá allherjar endurskoðun og svo "endurræsingu" á samfélaginu.

 Til að byrja með þá höldum við að okkur höndum í nokkur ár (segjum 5-7 ár til að hafa einhvern tímaramma), á meðan þá viðhöldum við gjaldeyrishöftum og notfærum okkur þau efnahagstól sem eru í boði til að viðhalda efnahagnum eins stöðugum og best verður á kosið.

 Á þessum tíma förum við í algjöra endurskoðun á öllum innviðum samfélagsins,  skoðum hvert einasta hálmstrá og athugum hvernig hægt er að gera hlutina betur þegar horft er til framtíðar, þá sérstaklega gagnvart tækniþróun því einsog allir vita þá er algjör firra að vera að nota gamla og úrelda tækni þegar við getum verið að nota nýja, þróaðri og betri tækni.

 Allt verður endurskoðað, sem dæmi þá eru hérna pælingar sem skutu upp í kollinum á mér þegar ég ritaði þetta :

  • Endurskoða Stjórnarskránna
    • Halda Stjórnlagaþing sem er skipað fulltrúum almennings frá öllum stigum þjóðfélagsins
    • Fara yfir öll ákvæði stjórnarskrárinnar og athuga hvort þau passi inní nútíma samfélag.
  • Endurskoða alla Íslensku löggjöfina einsog hún leggur sig.
    • Gömul/úreld/ónothæf ákvæði verða felld úr gildi.
    • Ný og þörf ákvæði sett inn.
    • Loðnar reglugerðir sem má túlka á marga vegu verði gerðar skýrari
    • Refsiramminn verður allur endurskoðaður til að refsingin endurspegli glæpinn sem var framinn.
      • Mín skoðun er sú að refsing fyrir asnalega glæpi einsog meiðyrði eigi stórkostlega að minnka (enginn á að fá fleiri hundruð þúsund í skaðabætur af því að einhver kallaði hann fífl í bloggi fyrir 1 árum) og refsingar fyrir alvarlega glæpi einsog t.d. Líkamsárás, Morð og kynferðisglæpi (t.d. barnamisnotkun og nauðganir) eigi að þyngja verulega.
  • Dómskerfið verður skoðað
    • t.d. setja á laggirnar millidómsstigi einsog margir hafa verið að tala um uppá síðkastið.
  • Alþingi tekið í gegn
    • t.d. Fækka þingmönnum niður í segjum 31.
    • t.d. Endurskoða kjördæmi og fjölda þingmanna til að vægi hvers atkvæðis verði jafnað, en samt ekki svo mikið að það skerði rétt hvers landsfjórðungs til umboðs á Alþingi (*wink* Vestfirðir *wink*) hérna væri hægt að horfa til ákvæðis ESB um lágmarksfulltrúa á þingi.
      • Vitað er að Suðvesturland yrði með yfirgnæfandi meirihluta á þingi ef það væru ekki einhverjar takmarkanir svo til að nefna einhverja tölu sem lágmark þá skulum við segja 6 þingmenn í lágmark.
    • t.d. Reglur og vægi útstrikana verði ennþá betra þannig að það þurfi færri útstrikanir til að hafa áhrif á röð þingmanna á lista.
    • t.d. Virkja persónukjör fyrir Alþingi.
  • Koma á alvöru þrískiptingu valds.
    • Þá á ég sérstaklega við að aðskilja Löggjafarvaldið og Framkvæmdarvaldið.
    • Taka af ráðherrum atkvæðarétt.
    • Hafa persónukjör fyrir Ráðherrasætin og aðskilja það alveg frá Þinginu.
  • Greiða veginn fyrir Þjóðaratkvæði um hin ýmsu mál
    • Í raun þá þyrfti þetta að vera eitt af því fyrsta sem væri gert til að þjóðinn gæti gefið sitt álit á hinum ýmsu málum sem kæmu upp í hinu stóra endurskipulagi.
    • Tæknin er til staðar til að innleiða rafræna þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri einföld og fljótlegt.
      • Það eru hellingur af pælingum til með þeta.  Hérna er einsog ég sé þetta fyrir mér : í grunninn þá væri þetta sambland af Rafrænum skilríkjum svipað og bankarnir eru að nota í dag fyrir netbanka þjónustuna og svo "kjörklefum" sem væri hægt að koma fyrir á opinberum stöðum,  t.d. hjá sýslumönnum, lögreglustöðum, sjúkrahúsum etc, þar sem fólk gæti skroppið inn, notað rafræna skilríkið sitt (eða annað auðkenni sem væri hægt að innleiða,  t.d. fingrafaraskanna eða augnskanna) og kosið og farið aftur. Hægt er að gera kerfið það einfalt að meira að segja gamalt fólk (já ég veit að þetta eru fordómar) gæti notað það :), til þess eru viðmótssérfræðingar.
  • Og alveg helling af fleiri atriðum sem mér bara dettur ekki í hug núna,  eflaust flestir sem eru með einhverjar skoðanir á því hvað eigi að endurskoða í samfélaginu.

  Ég veit ekki hvað þetta tæki langan tíma,  segjum 3-4 ár ef það verður farið í þetta af dugnaði og enginn hálfkætingur væri í gangi og nóg af mannafla fæst í þetta.   Þegar þessu er lokið og almenn sátt ríkir þá verður farið í að leggja drög að langtíma stefnu fyrir landið,  þá á ég ekki við eitthvað 4 ára plan heldur nokkra áratugi,  20-30 ár. 

 Horft verði til þess hve heimurinn stefnir og hvernig við getum mótað okkar sess í "samfélagi þjóða" (einsog Samfylkingin kallar þetta) og aðaláherslan hvað varðar stórar og áhrifaríkra ákvarðana verður að horfa á framtíðina.  Nokkrar pælingar sem ég hef um ýmis málefni.

  • Álver. Álver breyta súráli í vinnanlegt ál og áliðnaðurinn er orkufrekur og þar sem við erum með hreina og ódýra orku þá er það "win-win-win" staða (gott fyrir okkur að fá atvinnu og selja orkuna, gott fyrir álfyrirtækin að fá orku á góðu verði og gott fyrir umhverfið (ekki að tala um aumingja moldina sem fer undir stöðulón í virkjunum heldur þá einföldu staðreynd að ef ekki hér þá annarstaðar, annarstaðar verður þetta knúið af "óhreinni" orku)).  Það er ekki fyrirsjáanlegt að eftirspurn eftir áli muni minnka stórkostlega þar sem enginn raunhæfur staðgengill fyrir ál er í sjónmáli,  svo ál verður ennþá notað í flugvélar og bíla og þessháttar framleiðslu.  Hinsvegar þá erum við nú þegar með slatta af álverum og því er ekki svo vitlaust að hlusta á VG (útaf öðrum forsendum reyndar) og vera ekki að byggja fleiri álver,  eða einsog það var orðað að setja ekki öll eggin í eina körfu.
  • Olíuhreinsistöð/vinnslustöð á vestfirði.  Ágætis pæling, myndi styrkja atvinnulífið á vestfjörðum og örugglega draga úr þörf fyrir innflutning af olíu þar sem við gætum keypt hana þarna ? Hinsvegar ef við lítum til framtíðar þá þarf að skoða stöðuna vel,  Núna eru margir vísindamenn á þeirri skoðun að olíubirgðir í heiminum séu að tæmast og svo eru aðrir vísindamenn sem segja að hinir hafi rangt fyrir sér. Hvernig sem heimsolíubirgðamálið fer þá er ljóst að fyrirtæki leggjast ekki í margmilljarða fjárfestingu af gamni sínu svo ef þeir vilja byggja stöðina hér þá má nú búast við að hún starfi í amk 10-20 ár til að hún nái að skila hagnaði.  Svo eru aðrar vinklar á málinu.  Allt í kringum okkur virðist um þessar mundir vera mikil áhersla á að draga úr notkun olíu og fara í síauknu mæli yfir í "alternative" eldsneyti einsog Metan, Vetni og Rafmagn.  Ef við horfum til framtíðar þá hvað kæmi okkur best og myndi gera okkur sjálfbærri (rétt orð fyrir self-dependant?),  væri hægt að koma hér upp Metanframleiðslu, eða vetnisframleiðslu .. við vitum nú þegar að við getum framleitt rafmagn.  Svo verður að taka tillit til þess að firðirnir á vestfjörðum eru ekki breiðir og að fá hingað helling af risastórum skipum gæti verið hættulegt ef það er ekki gengið rétt að verki varðandi öryggisþáttinn. Væri hægt að koma stöðinni fyrir annarsstaðar?  Ljóst er allavega að ákvörðun varðandi olíuhreinsistöð þarf að vera vel ígrunduð með tillit til áhrifa í langtímaáætlun í huga.
  • Gróðurhús.  Veit ekki hvort þetta telst til iðnaðar en þetta er allavega orkufrekt.  Ég held að flestir geti verið sammála um að Íslenskt grænmeti er gott (þótt ég persónulega borði ekki mikið af því), betra en það innflutta.  Af hverju er ekki hægt að hefja grænmetisræktun á stærra plan og huga að útflutningi í staðinn fyrir innflutninginn.  Hugsið ykkur gróðurhúsin á Selfossi bara margfalt, margfalt stærri.  Við erum með nóg pláss undir gróðurhúsin og nóg rafmagn. Þetta myndi líka stuðla að því að við værum minna háð innfluttningi.
  • Framleiðsla á rafmagni fyrir sölu á neytendamarkaði í Evrópu.  Áhugaverðar pælingar sem komu fram fyrir nokkru um að leggja rafmagnssæstreng til Evrópu og selja rafmagn til neytenda.  Það voru einhverjir sem tóku sig til og sýndu frammá að það væri hægt að reka þannig ævintýri með hagnað þótt ég skoðaði skýrsluna þeirra ekki mikið.  Þetta er þó áhugaverð pæling og vert að skoða hana með tilliti til framtíðaráforma nágrannalanda í rafmagnsframleiðslu og hvort þetta væri fýsilegt til langtíma litið
  • Gagnaver.  Við erum núna með 4 sæstrengi (Cantat, Farice og Danice. Var nokkuð búið að hætta við Hibernia strenginn?) svo gagnasamband við umheiminn er orðið nokkuð stöðugt svo pælingar um að reisa hér Gagnaver eru raunhæfar,  Bjöggi útbrenndi útrásarvíkingurinn, er víst með puttana í gagnaverinu sem á nú þegar að reisa svo það hlýtur að vera rekstrargrundvöllur fyrir þessu.  Spurning hvort það það væri fýsilegt að fá hingað einhverja stóra (og þá meina risastóra) aðila um hvort þeir vilji ekki reisa hér risastór gagnaver. Gallinn við Gagnaver er að þau eru ekki mannaflsfrek í rekstri svo þau væru ekki svakalega atvinnuskapandi þótt þau eru vissulega rafmagnsfrek.
  • Skipamiðstöð. Ef það er eitthvað að marka vísindamenn þá er hitastigið á jörðinni að hitna og pólarnir að hverfa.  Nýlega  hefur borið á því að skip hafa verið að sigla í gegnum pólsvæðið og er ýmsir aðilar að spá að eftir nokkur ár/áratugi þá verður þessi leið greið og þar með mun opnast mikilvæg ný siglingaleið og hafa einhverjir nefnt að Ísland gæti orðið mikilvæg skipamiðstöð. Ef það reynist satt væri þá hægt að koma hér upp aðstöðu fyrir nýja höfn og (mjög) stórt gámasvæði og gera Ísland að "stoppistöð" fyrir fraktskip?
  • Alþjóðlegur Flugvöllur. Núna eru 2 stærstu flugvélaframleiðendurnir að leggja áherslu á sitthvora hugmyndafræðina; Airbus með "Mikið af farþegum, drífur langt" og Boeing með "lítið af farþegum, stuttar vegalengdir". Einsog er þá hefur Airbus forskotið enda er A380 þegar komin í almenna notkun en Boeing með Dreamlinerinn ekki ennþá komið í notkun en hinsvegar þá er búið (AFAIK) að panta fleiri Dreamlinera en A380. Ef hugmyndafræði Boeing verður ofaná væri þá ekki raunhæf pæling að koma hér upp stórum alþjóðlegum flugvelli til að flugvélar gætu millilent hér á landi á leiðinni milli Norður-Ameríku og Evrópu.
  • Framtíðar orkugjafar.  Þótt við búum yfir mjög mikið af náttúrulegri orku sem hægt er að binda og nýta í formi fallvatnsvirkjana og jarðvarmavirkjana þá er sú orka ekki endalaus, og þegar til framtíðar er litið þá er óskynsamlegt að virkja hvern einasta foss í landinu. Ekki bara útaf einhverjum náttúruverndarsjónarmiðum heldur þá fer yfirleitt mjög stórt landsvæði undir stöðulón og það þarf að horfa til framtíðarnotkunargildis svæðisins.  Ekki núna á morgun, ekki á næsta ári heldur 10-20 ár fram í tímann. t.d. að passa að stöðulón sem muni taka yfir stór landsvæði sé ekki að flæða yfir staði þar sem hugsanleg byggð eða iðnaður gæti risið í fyrirsjáanlegri framtíð,  það verður að meta það skynsamlega í hvert skipti.  En hvað gerist þegar við erum búin að virkja allt og við viljum stækka ennþá meira sem samfélag?.. Hvert eigum við að horfa til næsta aflgjafa? Nokkrar vinsælar rafmagnsvirkjanir eru vindmyllur, kolabrennsla, olíubrennsla, kjarnorkuver, sólarorkuver, og svo eru ný tækni að ryðja sér rúms.. til dæmis sjávarfallsvirkjanir sem gæti hugsanlega virkað vel á Íslandi. Svo er það ímyndin,   Ísland útvarpar "hreinni" ímynd,  hreint land, hreint loft, hreint vatn.  því efast ég um að almenningur tæki það í mál að byggja hér kola eða olíubrennslu.  Sólarorkuver er gagnslaust hér á landi þar sem það er bara nothæf sól hérna 3-4 mánuði á ári svo við erum með eftir Vindorku og Kjarnorku og eitthvað af nýju tæknunum.   Gallinn við Vindorku er að hún er óstöðug og ekki gott að byggja upp stoðir iðnaðar á óstöðugri rafmagnsframleiðslu svo hún væri best til þess fallin að sjá almennum neytendum um rafmagn.  Það eru vissulega til staðir á landinu sem virðist alltaf vera hvasst (undir hafnarfjallinu sem dæmi) og það mætti vissulega skoða með að reisa þar vindmillur.  Svo er það pæling með Kjarnorkuver,  Kjarnorkuver menga ekkert enda kemur ekkert úr þeim annað en vatnsgufa. Hinsvegar er alveg hrikalega, hrikalega dýrt að byggja þau, og svo þarf að hafa í huga að úrgangur úr Kjarnorkuverum er geislavirkur og því þarf að ganga frá honum sérstaklega vel.  Ýmsar leiðir eru til þess en hvernig sem fer þá verður erfitt og kostnaðarsamt að ganga frá úrganginum á Íslandi nema við förum útí atvinnurekstur með að farga geislavirkum efnum (bara ef það væri hægt að henda þei ofaní næsta eldfjall og vera þannig laus við það :)) en slík förgunarstöð myndi án efa skaða ímynd okkar um hreinleika.
  • Flotastöð.  Hérna er ein rugluð (crazy) hugmynd (sérstaklega miðað við að við "rákum" BNA úr Keflavík), fyrst ESB er að fara að sameina herafla allra ESB landanna í einn her (eða stofna nýjan) gætum við þá ekki boðið þeim að koma upp flotastöð í Faxaflóa, Breiðfirði eða Húnaflóa svo þeir geti staðsett sig miðsvæðið í Atlantshafi.  Flotastöðvar eru svakalegt batterý og myndi skapa atvinnu fyrir mjög marga, auk þess gætu þeir veitt Landhelgisgæslunni aðstoð svona þegar þyrlurnar okkar eru í viðgerð og svona.  Ef ekki ESB, þá NATO ?... já ég sagði að þetta væri rugluð hugmynd.

Þegar búið er að taka samfélagið í gegn og langtímaáætlunin um hvert við viljum stefna er komin á borð þá getum við ýtt á "restart" takkann og séð hvernig okkur tókst til.  Annaðhvort verður þetta "epic fail" einsog sumir netverjar myndu kalla það ef okkur tekst ekki ætlunarverkið eða samfélagið verður betra fyrir vikið.  Eftir endurræsinguna þá er hægt að skoða skoðað stöðuna gagnvart ESB og hvort við viljum gerast félagar í ESB klúbbnum eða hvort við viljum halda áfram í nýja kerfinu sem við vorum að smíða og sjá hvert það tekur okkur. Þótt við verðum ekki aftur "Alþjóðleg Fjármálamiðstöð" með Range Rovera í hverri heimreið eða þótt við verðum ekki lítið útibú ESB í Atlantshafi þá er mín skoðun sú að við gætum vel unað við okkar litla land ef vel til tekst.

Jæja, ég er búinn að þurrausa hausinn á mér. Nenni ekki að lesa þetta allt yfir svo ég vona að það sé eitthvað áhugavert í þessum vegg af texta.


mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert útspil

Þessi setning í fréttinni er nokkuð athyglisverð.

"Ástæðan fyrir því að Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið sendu út tilmælin í dag er sex mánaða uppgjör bankanna en öðrum ársfjórðungi lýkur í dag. Að öðrum kosti hefði uppgjör þeirra verið í lausu lofti."

 Þannig að ákveðið var að miða við "bestu" lausnina gagnvart lánveitendum til að Ársfjórðungsuppgjörið myndi lýta betur út?

Í staðinn fyrir að setja úrlausn á þessu máli í flýtimeðferð hjá Hæstarétti þá var bara ákveðið að miða þetta við það sem er best fyrir lánveitendur og láta þetta svo fara venjulega og tímafreka leið í gegnum dómskerfið svo það kemur ekki endanleg úrlausn fyrr en eftir marga mánuði.

Athyglisvert útspil hjá FME og Seðlabankanum.


mbl.is Niðurstaða dómstóla í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4 ár þangað til ..

.. þessi ungi maður verður orðinn snillingur (Expert) í golfi miðað við 10 ára/10.000 klst viðmiðið.

 Tiger Woods byrjaði líka í gólfi í kringum 2 ára aldurinn og er meðal færustu gólfara í heimi svo ef það er eitthvað samræmi í þessu þá á hann eftir að gera góða hluti í golf heiminum.


mbl.is Átta ára golfsnillingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hm .. ekki allt til góðs eða hvað?

það hafa nú nokkrir bent á að vera okkar í EES hafi verið upphafið og rót kreppunar. Woundering
mbl.is „Verði þjóð meðal þjóða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ætli maður geti pantað svona höfuð?

Ætli þetta sé til á Amazon eða Ebay,  hvernig skyldi þetta vera flokkað í tollinum..
mbl.is 60 höfuð fundust í flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nú ekki bara klámsíður ..

.., þótt þær séu örugglega í meirihluta,  þá eru hellingur af svona tálbeitusíðum sem þykjast bjóða uppá ýmislegt,  ókeypis tónlist, bíómyndir eða hugbúnað en svo þegar komið er á síðuna þá er reynt að spilla fyrir manni með malware á vefsíðunni sjálfri eða reynt að plata mann til að downloada vírus eða trójuhesti eða einhverju öðru.

Svo ef maður er að fara á annaðborð inní skuggalegustu afkima internetsins þá er eins gott að vera vel búinn,  vera með uppfærða vírusvörn er lágmarkið.  Svo er gott að vera firefox addon einsog NoScript til að loka á að scriptur séu keyrðar.

 Svo er náttúrulega bara best að vera ekkert að fara í þessa skuggalegu afkima yfir höfuð,  svona álíka gáfulegt og að fara í skuggasund í 101 Reykjavík að næturlagi :)


mbl.is Hættulegar klámheimsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur með tölum og mín túlkun á þessum úrslitum...

Sjálfstæðisflokkurinn stóð sig betur en verstu skoðanakannanirnar höfðu sýnt og missir 7.2% fylgi frá kosningunum 2006, frá 42.9% niður í  35,7%, og fara úr 7 mönnum niður í 5. Ef litið er á mismunni á atkvæðum 2006 og 2010 þá er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa minnstu hlutfallslega séð eða rúm 28.1% .  ( reiknað þannig að lækkun = 1 - (<Atkvæði 2006> / <Atkvæði 2010>) eða 1 - (20006 /  27823) = 0,2809... )

Samfylkingin fær svipað úr þessu og skoðanakannanir höfðu spáð og missir hún svipað fylgi frá 2006 og Sjálfstæðisflokkurinn eða um 7.1%,  úr 27,4% í 20.3%, og fara úr 4 mönnum niður í 3. Samfylkingin er hinsvegar að tapa hlutfallslega fleiri atkvæðum en Sjálfstæðisflokkurinn eða rúm ~36.1%.

Vinstri Grænir fara verr útúr þessum kosningum heldur en skoðanakannanirnar sýndu og missa þeir 5,9% fylgi, úr 13.5% niður í 7.6% , og missa 1 mann eða fara úr 2 niður í 1. Þegar litið er á fækkun atkvæða hjá Vinstri Grænum kemur í ljós að þeir eru að tapa rúmum helmingi fylgisins sem þeir höfðu 2006 eða rúm~51.3%.

Framsókn missir gífurlegt fylgi og missti sinn eina mann.  missa 3,4% fylgi eða fara úr 6,3% niður í 3.9% og missa sinn mann. Framsókn slær svo VG út hvað varðar hlutfallslega fækkun atkvæða því þeir eru að missa ~59.8% atkvæðanna sinna.

Sömu sögu má segja um Frjálslynda sem í raun þurrkuðust út,  misstu 9,6% fylgi eða úr 10.1% niður í 0.5%, og missa sinn eina mann.  Frjálslyndir koma verst út úr þessum kosningum, missa rúm ~95.8% af fjölda atkvæða sem þeir fengu 2006 eða úr 6527 atkvæðum niður í 274.

Það eru að koma inn 3 ný framboð,  H-listinn sem Ólafur F fer fyrir og að mínu mati átti aldrei séns að koma inn manni,  E-listinn sem Baldvin Jónsson fer fyrir og ég vissi ekki einu sinni að væri í framboði fyrr en í fyrradag þegar ég skoðaði kosningar.is vefinn og svo hinn sívinsæli Æ-listi sem Jón Gnarr stendur fyrir og er óumræddur sigurvegari kosninganna í ár með heil 36,9% atkvæði á kostnað allra hinna flokkanna.

Þegar horft er á hlutfallslegt tap atkvæða frá síðustu kosningu þá er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa minnstu af flokkunum í Reykjavík sem kemur mörgu Vinstrisinnuðu fólki á óvart einsog kom svo vel í ljós núna í nótt þegar rætt var við einhverja sem ég er búinn að gleyma hvað heita í kosningavökunni þegar þeir lýstu furðu sinni á því hvað Sjálfstæðisflokkinum virtist ganga vel í þessum kosningum því að þeirra mati á að banna flokkinn,  ekki að þau sögðu það beint út en það var hægt að lesa það á milli orðanna.  En af hverju er þá VG og Samfylkingunni að missa svona mörg atkvæði fyrst að "vondi" flokkurinn stendur sig betur en þau hvað það varðar?.   Ég tel skýringuna bara vera mjög einfalda,  fólk er ósátt við hvernig Ríkisstjórnin hefur staðið að málum í viðreisninni/uppbyggingunni og fólk er leitt á að velja "lesser of two(three/four) evils" og hefur núna valkost um eitthvað nýtt og óháð og það sé rótin að velgengni þessara óháðu (non-fjórflokks) framboða.

En hvað sem því varðar þá verða gaman að fylgjast með fréttum á næstunni um hvernig meirihluti verður stofnaður í Reykjavík og ég held að flestir krossleggi fingur um að það verði ekki svona bölvað kjaftæði einsog var á fyrri hluta síðusta kjörtímabils....  og spurning hvernig 4ja flokka meirihlutinn í Kópavogi á eftir að standa sig,  ég spái því að hann endist í 6-8 mánuði áður en eitthvað rifrildi kemur upp og hann springi.

edit: leiðrétti stafsetningarvillur og málfræðivillur


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband