Færsluflokkur: Dægurmál

Fyndið

Fyndið ..  Ofbeldisfullir leikir auka nefnilega ekki ofbeldisfulla glæpi..

Ofbeldisfullir einstaklingar verða ofbeldisfullir með eða án tölvuleikja.

Violent Crime and Video Games


mbl.is Tekist á um bann á tölvuleikjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er þar sem ég held að þetta sé í hfj.

þá keyra flest allir þarna hratt,

Bein braut, ágætlega breiður vegur.

Held ég hafi ekki séð nema örfáar hræður keyra þarna á "réttum" hraða..  restin fer öll uppí 70-80, og sumir hraðar.


mbl.is Hraðakstur í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með heimilisaðstæður?

Það gæti svo margt legið að baki svona,  Eitt sem mér datt strax í hug þegar ég las þetta var hvort að það sé erfitt á heimilinu hjá börnum sem eru svona lengi í tölvunni, hvort að foreldrarnir hafi ekki getu, vilja eða hvað sem það er til að sýna barninu stuðning eða hvað sem ástæðan fyrir þessu er og þessvegna sé barnið að nota tölvuna til að "flýja" aðstæður sínar. 

Það er hægt að tengja allt mögulegt saman ef hlutirnir eru settir "rétt" upp.  Annars á ég erfitt með að kyngja því að sjónvarpsgláp eða tölvuleikjanotkun stuðli eitt og sér að því að börn eigi í sálrænum erfiðleikum,   ef slíkt væri málið þá ætti ég sjálfur að eiga við mjög alvarleg sálræn vandamál að stríða, vera fastagestur uppá Geðdeild og væri hættulegur umhverfi mínu þar sem ég gæti snappað á hverri stundu.  Það að ég á ekki við nein alvarleg sálræn vandamál að stríða, hef aldrei farið uppá geðdeild og er rólegur maður í dagsdaglegu lífi (nema í umferðinni, helvítis fólk sem kann ekki að keyra útum allt á götunum að gera mann klikkaðan!) sýnir að þetta sé a.m.k. ekki algilt því ég eyddi flest allri bernsku minni í sjónvarpsgláp og tölvuleikjaspilun.

Þess má geta að ég spilaði og kláraði alla GTA leikina og Carmageddon og ég hef aldrei keyrt á gamlar konur til að ná mér í aukastig þvert gegn því sem flestallt "fullorðna fólkið" sagði að myndi gerast ef krakkar spiluðu svona ofbeldisfulla bílaleiki.  Ég hef spilað aragrúa af ógeðslega blóðugum stríðs og ofbeldisleikjum og ekki fór ég og gekk berserksgang í skólanum mínum sem flestallt "fullorðna fólkið" sagði að myndi gerast ef krakkar spiluðu svona leiki.

Annaðhvort er ég undantekning eða "fullorðna fólkið" er að bulla einsog venjulega af því að það skilur ekki tilganginn með þessum leikjum eða því sjálfu finnst óþægilegt að horfa á þetta, og því kemur sama helvítis bullið uppúr því einsog þegar við krakkarnir vorum alltaf að slökkva og kveikja ljósin : "Ekki vera að þessu,  þú sprengir perurnar" sem er gömul mýta og er algjört kjaftæði.

Jæja,  best að hætta þessu áður en ég fer útí eitthvað meira nöldur sem tengist fréttinni ekkert.  


mbl.is Sjónvarp ógnar geðheilsu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bara selja þá..

og kaupa nýja ódýra bíla.

Ráðherrar í Ríkisstjórn sem er á kúpunni eiga ekkert að vera að aka um á margmilljón króna BMW bílum, kaupa undir þá eitthvað ódýrara einsog notaðar Toyotur eða gamla ódrepandi Volvoa.  eitthað sem kostar ekki aðra höndina að gera við einsog þessar BMW druslur sem er ekki einu sinni hægt að skipta um dekk á nema á verkstæði eða með miklu líkamlegu álagi við að losa felgurnar af.


mbl.is Ráðherrabílar illa útleiknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og stofnkostnaðurinn er ???

Það þarf þá að kaupa inn 301.381 (Hagstofan) GPS tæki til að setja í bílana,  hver á að borga það ?  Ökumenn býst ég við, ríkið er á kúpunni.

Það þarf að kaupa inn 301.381 GSM tæki af einhverri tegund til að tengja við GPS tækin ef þau eiga að senda upplýsingar um GSM kerfið til einhverrar stjórnstöðvar. 

Svo þarf að kaupa 301.381 tölvu til að samtengja GSM búnaðinn við GPS tækið og vinna útúr upplýsingum og senda áfram.

Það má svo troða þessu öllu inní einn kassa og líma á húddið á bílum (GPS tækið virka bara í beinni sjónlínu við gervihnetti).

Svo .. hvað á þetta drasl að senda upplýsingar oft til stjórnstöðvar?.  1x á dag? ..   Ef þetta er sent með smáskilaboði þá er eflaust hægt að semja við einhvert símfélagið um ódýr SMS,  segjum 3kr skeytið.. það væri þá  milljón á dag.. sem hver ætti að greiða?,   ökumenn auðvitað, leggst ofan á skattana af akstri.  Svo gæti þetta verið sent um GPRS, þá þyrfti að fá GPRS mótöld í staðinn fyrir GSM tæki sem eru aðeins dýrari..  GPRS rukkar eftir gagnamagni og ég slumpa á að kostnaður yrði svipaður .. milljón á dag við að senda gögnin.

Svo þarf að fjárfesta í þessari stjórnstöð,  það þarf væntanlega ágætis vélbúnað til að móttaka og reikna útúr gögnum frá 301 þúsund bíl,  svo þarf að manna þessa stjórnstöð 24/7 og hellingur af ófyrirséðum kostnaði,  það þarf sérsmíðaðan hugbúnað til að sjá um þetta allt sem kostar nokkrar milljónir að láta búa til. 

Stofnkostnaður við þennan blauta draum telur á milljörðum..,  rekstrarkostnaður á ári liggur í hundruðum milljóna á ári. 

Og á endanum þá eiga mjög margir ökumenn einfaldlega eftir að rífa þessa svörtu kassa úr bílunum sínum og skilja eftir heima eða til að vera meira pent á því munu eflaust margir kaupa sér GPS blocker einsog þennan hér sem dæmi,  eða einfaldlega blocker á GSM/GPRS partinn einsog þennan hér.  

Þetta er mjög vanhugsuð tillaga frá A til Z,   verst að núverandi ríkisstjórn er svo skammsýn að hún væri líklegt til að leggjast útí þetta.


mbl.is Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hélt nú að Íslenska orðið fyrir Algorythma væri Reiknirit..

Algrími er alveg svakalega asnalegt orð..  alveg hræðilegt,  hvaða manneskju datt þetta í hug ..   ég fæ óbragð í munninn við að lesa þetta orð ..
mbl.is Hrunið rakið til algríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varð var við truflanir hérna í Hafnarfirðinum

Ljósin blikkuðu, routerinn datt úr sambandi, heyrðist svona spennuklikk í hátalarakerfinu og frystikistan þagnaði hérna í Hafnarfirðinum.

Sem betur fer þá lifði tölvan af og frystirinn fór að skrölta aftur eftir að ég sparkaði í hann.

Eitt sem sparperur mega eiga að þær fara ekki við svona rafmagnsvesen,   en síðustu glóperurnar mínar dóu í rafmagnsveseninu um daginn og þarf ég nú að punga út nokkrum þúsundköllum í  sparperur til að skipta þeim út.

Spurning hvort að orkuveitan eða Landsnet sé skaðabótaskyld ef eitthvað rafmagnstæki deyr hjá manni útaf svona truflun á kerfinu og hvort maður fær það bætt.  Ísskápar, Frystikistur, Sjónvörp, Hátalarakerfi og Aflgjafar í tölvum til að nefna sem dæmi eru ekki ódýrir hlutir.


mbl.is Víðtækar rafmagnstruflanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki samkvæmt Pentagon..

.. ef eitthvað er að marka þessa frétt.

Frétt The Washington Examiner

WASHINGTON — The Pentagon is denying it had direct contact with WikiLeaks and says the military is not interested in helping the website review classified war documents to post online.

Julian Assange is the website's founder. He told The Associated Press Wednesday that the Pentagon's lawyers are willing to help the self-styled whistleblower review a cache of about 15,000 leaked Afghan war reports for information that could harm civilians.

But Defense Department spokesman Bryan Whitman said there has been no such contact.

WikiLeaks has already posted almost 77,000 classified Afghan war reports. The Pentagon has demanded that WikiLeaks take the reports off its site, refrain from posting any more and return all of them.

 


mbl.is Wikileaks og Bandaríkjaher í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lol..

Var ekki nýbúið að drepa Slate?.. ætla þeir að endurlífga það verkefni núna ?..

Þá er nú vonandi að þeir hleypi lofti í Kin líka fyrst þeir eru að þessu á annað borð :P


mbl.is Microsoft þróar spjaldtölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So what?

Hvenær breyttist ÁTVR í SNR (Siðferðis Nefnd Ríkisins),  þegar ég vissi af mér síðast þá stendur ÁTVR fyrir Áfengis og Tóbaks Verslun Ríkisins og nema eitthvað hafi breyst á undanförnum 2 vikum sem fór algjörlega framhjá mér þá er bæði Áfengi og Tóbak "bannað börnum" innan 18/21 ára.

Og nema eitthvað annað hafi breyst sem hefur farið framhjá mér þá mega "börn" bera klám augum þegar þau verða 16 ára þegar þau geta farið útí næstu vídeóleigu og leigt sér eina bláa, þá eru 2 ár þangað til þau mega reykja og 5 ár þangað til þau mega fara inn í ÁTVR og bera forboðnu Tempt Cider dósina augum.

Á núna að banna fullorðnu fólki að horfa á fáklæddar ímyndaðar konur á léttvínsdós með ávaxtabragði?

og er ÁTVR ekki orðið að "Vínbúðin" ?

og hm .. þetta átti kannski heima frekar við hina fréttina, en meh skiptir litlu.


mbl.is „Álitið er skoðun eins manns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband