hm .. ekki allt til góðs eða hvað?

það hafa nú nokkrir bent á að vera okkar í EES hafi verið upphafið og rót kreppunar. Woundering
mbl.is „Verði þjóð meðal þjóða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara dæmigert hjá íslendingum að kenna alltaf einhverjum örðum um, það er aldrei neitt okkur að kenna. Ef við værum ekki í EES þá gætu íslendingar ekki ferðast frjálst innan Evrópu, þeir gætu ekki búið og stundað nám annarstaðar í Evrópu nema fara í gegnum viðtöl í sendiráðum og fá vegabréfsáritun (eins og þegar fólk ætlar til USA).

Við værum Kúba norðursins, hugsaðu þér alla þá íslendinga sem eru að flytjast búferlum til t.d. annarra norðurlanda ! Þeir gætu það ekki nema afþví að við erum í EES. Án EES værum við fangar á íslandi !

Steini 18.6.2010 kl. 19:01

2 Smámynd: Páll Jónsson

Svolítið ömurlegt að kenna aðildinni að EES um hrunið. Svipað og að kenna þeim sem seldi þér eldspýturnar um að þú hafir brennt þig á þeim.

Frelsið sem fylgdi EES er tól sem hægt er að nota til góðs eða ills. Ef við viljum nú kenna því um að sem misfórst þá held ég að að sé réttast að við göngum út í sjó sem fyrst, okkur er greinilega ekki treystandi til að lifa. 

Páll Jónsson, 18.6.2010 kl. 19:10

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Breytir því ekki að með inngöngu í EES þá var komið á fót regluverki sem gerði bönkunum kleyft að stækka of mikið eftir að þeir urðu einkavæddir,  svo má deila um það hvort að tvíhliða samningurinn sem við vorum með fyrir EES hafi verið betri eða verri en EES samningurinn þegar á heildina er litið

En einsog Gísli  Gunnarsson sagði í gamalli grein :

Í framhaldi af inngöngu Íslands í EES 1992–1994 var opnað fyrir nær fullkomið fjármagnsflæði milli Íslands og annarra landa. Strangt eftirlitskerfi var ekki lengur talið nauðsynlegt. Eftir einkavæðingu bankanna hér á landi 2003 var komin forsenda fyrir svonefndri útrás íslenskra fyrirtækja.

Annars hvað fréttina varðar þá finnst mér svoldið skrítið að eigna Sjálfstæðisflokknum EES,  ef minnið bregst mér ekki þá var það Alþýðuflokkurinn með Jón Balvin Hannibals sem fór fremstur flokki fyrir EES samningnum.

Jóhannes H. Laxdal, 18.6.2010 kl. 20:08

4 Smámynd: The Critic

það má segja að upphafið að rót vandans og kreppunnar var einkavæðing bankanna og slakt eftirlit.

The Critic, 18.6.2010 kl. 20:13

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru ófá lögin sem við höfum þurft að taka upp hjá okkur samkvæmt svokallaðri EES tilskipun. Mörg þessara laga hafa verið okkur til góðs en mörg hafa hinsvegar verið okkur mjög íþyngjandi. Þessi lög eru oftar en ekki samin í Brussel af ESB og látin ganga yfir EES, oftast miðast þessi lög við þarfir Evrópu og eiga illa eða ekki við hér, samt verðum við að taka þau upp.

Hvort við værum betur set utan EES er ekki gott að segja, en ljóst er að frjálst flæði fjármagns út úr landinu væri ekki ef við værum ekki í EES, og því hefði bankahrunið ekki getað orðið. Hvernig aðstæður að öðru leiti væru er ekki gott að segja.

Leiða má þó líkum að því að okkur hefði tekist að ná flestu af því sem kemur okkur til góða, með frjálsum samningum við lönd Evrópu.

Gunnar Heiðarsson, 18.6.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég vil taka það fram vegna fyrri athugasemdar minnar að þetta er hugleiðing.

 Ég sé ekki neina ástæðu til að velta sér upp úr þessu, þetta er orðinn hlutur og ekki verður til baka snúið.

Það er hinsvegar framtíðin sem við eigum að horfa til. Sagan á að kenna okkur að gera ekki sömu mistökin tvisvar. Því eigum við ekki að ganga í ESB. Vægi okkar þar verður enn minna en innan ESS og er það ekkert þar!

Gunnar Heiðarsson, 18.6.2010 kl. 20:58

7 identicon

Já Gunnar við þurfum að taka upp mest allt sem samið er í Brussel og höfum ekkert um það að segja af því að við erum ekki í ESB. Ef við værum þar inni þá myndum við geta andmælt lögum sem okkur finnast ekki eiga við okkur og komið með okkar athugasemdir. En með því að vera bara í EES þá þurfum við að taka upp lögin þegjandi og hljóðalaust. Vægi okkar í EES er ekkert, en með ESB aðild myndum við fá mann við borðið.

Svo nefnirðu að ísland hefði getað tekið upp sér samninga við Evrópulönd ef við værum ekki í EES. Það er ekki alveg svo einfalt. Ef við tökum það sem dæmi íslendingar meiga búa allstaðar innan ESB og EES, ef við værum ekki í EES mættum við hvergi búa nema gegn vegabréfsáritun og einstök lönd innan EES og ESB meiga ekki gera sérsamning sem leyfir ákveðinni þjóð að búa í landinu án leyfa. Ef við værum ekki í EES þá gætum við ekki flust til Danmerkur og Danir mættu ekki gera sérsamning við íslendinga um að þeir fái að búa þar án tilskilinna leyfa. Sama má segja að í dag mættu íslendingar t.d. ekki gera samning við Kúbu um að fólk þaðan fái að ferðast frjálst til Íslands og setjast þar af ef þau vilja.

Aðild að EES var eitt það besta sem komið hefur fyrir landið og með því að ganga alla leið inn þá tækjum við annað gott skref sem myndi bara gera þjóðinni gott. 

Steini 19.6.2010 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband