Athyglisvert útspil

Þessi setning í fréttinni er nokkuð athyglisverð.

"Ástæðan fyrir því að Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið sendu út tilmælin í dag er sex mánaða uppgjör bankanna en öðrum ársfjórðungi lýkur í dag. Að öðrum kosti hefði uppgjör þeirra verið í lausu lofti."

 Þannig að ákveðið var að miða við "bestu" lausnina gagnvart lánveitendum til að Ársfjórðungsuppgjörið myndi lýta betur út?

Í staðinn fyrir að setja úrlausn á þessu máli í flýtimeðferð hjá Hæstarétti þá var bara ákveðið að miða þetta við það sem er best fyrir lánveitendur og láta þetta svo fara venjulega og tímafreka leið í gegnum dómskerfið svo það kemur ekki endanleg úrlausn fyrr en eftir marga mánuði.

Athyglisvert útspil hjá FME og Seðlabankanum.


mbl.is Niðurstaða dómstóla í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neinei, það er verið að fara milliveginn gagnvart lánveitendum. Lánveitendur vilja fá verðtryggða vexti (5-6% + verðbólga sem er ca 6%), á meðan seðlbankinn talar um óverðtryggða markaðsvexti sem eru 8,5%.

Mér finnst eðlilegt að miða við markaðsvexti þangað til það er skorið úr um lögmæti vaxta á þessum lánum og aðra hluti. Eins og staðan er í dag er einungis búið að skera úr um lögmæti (eða ólögmæti) gengistryggingar, ekki annara þátta.

Bjöggi 30.6.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig í ósköpunum gerir þetta sexmánaða uppgjör bankana betra? Efinn er enn til staðar, það hlýtur að koma fram í uppgjörinu!!

Hugsar Gylfi kannski bara til eins mánaðar í einu, eða veit hann að stjórnin lifir ekki sumarið af og er því slétt sama hvernig uppgjör seinnihluta ársins verður?

Meðan ekki hefur verið dæmt í þessu fyrir dómstólum, hljóta bankarnir að verða að taka þetta með í uppgjöri. Því spyr ég aftur; hvernig í ósköpunum gerir þetta sexmánaða uppgjörið betra?!!

Gunnar Heiðarsson, 30.6.2010 kl. 13:58

3 identicon

Tek undir með Gunnari Heiðarssyni og spyr hvernig þessi ákvörðun geti bjargað uppgjöri bankanna ? Óvissan verður áfram til staðar og dettur einhverjum í hug að endurskoðendur muni ekki vilja færa varúðarreikning í uppgjörinu og geta um óvissuna ? Hvað er að þessu fjölmiðlafólki kann það ekkert ? Af hverju spyr enginn fjölmiðlamaður Gylfa Magnússon nánar út í hvernig þessi milliliekur Seðlabanka geti bjargað milliuppgjörum fjármálastofnana ? Blaðamenn rekið nú af ykkur slyðruorðið og spyrjið Gylfa út í þetta og spyrjið endurskoðendur líka hvort þetta bjargi því að þeir geti horft framhjá óvissunni af öðrum dómi ? Eitt af vandamálum Íslands er fjölmiðlafólk með litla þekkingu og lítið sjálfstraust þegar stjórnvöld eru annarsvegar.

HH 30.6.2010 kl. 14:14

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ef þeir miða við samningsvexti þá kemur það verr út fyrir þá heldur en ef þeir miða við vexti seðlabankans, 

Orðalagið í þessum tilmælum er svoldið óvís :

"..af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum.." 

Þannig að lánafyrirtækin geta þá ákveðið hvort þeir verðtryggi upphæðina eða ekki ?

En auðvitað munu þeir hafa fyrirvara á þessu en tölurnar og línuritin er það fyrsta sem fólk sér og því kemur þetta betur út fyrir þá.

Jóhannes H. Laxdal, 30.6.2010 kl. 14:34

5 identicon

Þarna hitti HH naglan á höfuðið....hvað er þetta með fjölmiðlafólk í dag...hvers konar spurningar eru þetta sem þeir láta út úr sér??

Þorsteinn 30.6.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband