23.1.2009 | 16:27
Djöfull eru þeir sniðugir
Skrítið að þetta viðskiptatækifæri hafi ekki verið nýtt áður, Meina fólk deyr og þarf að jarðsetja.
Í þokkabót geta þeir skellt "Veljum Íslenskt" á kisturnar.
"The only constant in life is Death and Taxes".
Líkkistusmíði í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 09:59
Ég er einn af þessum HMV Nemendum...
Þessi 18 eininga regla var öllum sjáanleg síðasta haust og því ætti að hafa verið ágætur tími fyrir nemendur til að gera ráðstafanir, amk var nægur tími til að hafa samband við Lín og athuga með vissu hvort það fengi greitt eða ekki. Ég nennti ekkert að athuga þetta hjá Lín, ég bjóst ekki við að fá neitt en samt vonaðist til þess að HMV nemendur fengu skólagjaldalánið frá fyrri önn greitt út, gott að vona en auðvitað á maður ekki að gera plön sem gera ráð fyrir einhverju sem maður er ekki viss um og því á alltaf að gera ráðstafanir gegn öllum útkomum, ég var búinn að því síðasta haust, talaði við bankann minn sem sagði að það væri lítið mál að redda skólagjöldunum ef ég fengi ekki frá Lín.
Svo ég fór bara niður í mjódd og talaði við þjónustufulltrúann minn og hún henti skólagjöldunum inní greiðsludreyfinguna hjá mér og þar með var skólagjaldavandamálið úr sögunni.
Ég er hjá Landsbankanum og ég er ekki að fara að breyta því neitt, þeir hafa verið góðir við mig og mjög sveigjanlegir í öllum mínum viðskiptum við þá.
Illa staddir vegna breyttra reglna LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2009 | 12:39
Dejá vú
vorum við ekki búin að þessu? United States vs Microsoft anyone?
Fyrst var það IE í Windows, svo var það Windows Media Playerinn og núna er verið að herja á þá aftur útaf Internet Explorer...
Windows Media Player deiluna leysti Microsoft með því að bjóða uppá útgáfur af Windows sem kemur án Windows Media Playersins en hefur einhver heyrt um það?, hefur einhver notað það stýrikerfi?.. nei, Ég held að það sé einfaldlega af því að fólki er andskotans skítsama um þess ákæru, og tölvuframleiðendur vilja frekar hafa almennilegt stýrikerfi sem er sem minnst böggandi fyrir viðskiptavini í sínum tölvum. Já, það er böggandi að þurfa að finna og downloada nýjum media player til þess að horfa á fréttirnar á Rúv eða hvaða miðli sem er sem notar .. já, Windows Media codec og Windows Media Video og Windows Media Audio skráarsnið sem eru gerð sérstaklega fyrir Windows Media Player (WMV).
Og núna á að endurtaka sama leikinn með Internet Explorer aftur. Hvers eiga einfaldir neytendur að gjalda?. Hvernig í fjandanum á það fólk þá að nálgast aðra vafra?. Gegnum FTP, já það er hægt .. líka public webdav dirs.. en hvernig á venjulegt fólk að vita af þeim möguleikum.
Ef það fylgir ekki vafri með stýrikerfinu, þá er ekkert Internet í tölvunni fyrir mjög marga almenna tölvunotendur.
Ég hef ekki lesið þessa ákæru, en ég ætla rétt að vona að ESB séu ekki það heimskir og þröngsýnir að þeir vilji banna að IE fylgi með stýrikerfinu, því það kemur bara til með að skaða neytendur, og að þetta snúist frekar að því að IE er samofinn Windows Kjarnanum að vissu leiti. Ástæðan fyrir því að IE er samofinn Windows er sá að mjög mikið af management tólum, og þjónustum sem MS býður uppá keyra í gegnum W3 rendering vélina til að bjóða uppá GUIið og það þarf að tala við Windows kjarnann. t.d. þarfnast Windows Update þess. Þið hafið eflaust heyrt af Windows útgáfum sem búið er að taka út Internet Explorer, en það er ekki alveg rétt. Rendering engineið úr IE er ennþá til staðar, og þær útgáfur sem fóru alla leið og hentu út rendering engineinu þá er búið að loka á margar þjónustur og forrit í Windows, ber þar helst á Windows Update þjónustan.
Ef dómur í þessu máli fellur ESB í vil þá bíð ég eftir því að Adobe kæri Microsoft fyrir að láta Microsoft Paint fylgja með Windows sem skaðar þróun á hendur Photoshop, að IBM kæri Microsoft fyrir að láta Outlook Express fylgja með, sem skaðar nýbreytni og þróun á Lotus Notes, að MapleSoft kæri Microsoft fyrir að láta Microsoft Calculator fylgja með sem er í beinni samkeppni við Maple stærðfræðiforritið, að Sony Creative Software kæri Microsoft fyrir að láta Windows Movie Maker fylgja með Windows sem er í beinni samkeppni og skaðar þróun á Sony Vegas myndvinnsluforritinu og að Corel kæri Microsoft útaf því að WordPad fylgir með Windows sem keppir við Corel's Word Perfect.
En í fullri alvöru, Hverjum er ekki drullu sama þótt Internet Explorer fylgi með Windows?. Fólk notar það sem það vill, ef einhver er ósáttur við Internet Explorer þá nær hann sér í annan vafra. Það þarf ekki annað en að fara á einhverja leitarvél og skrifa "browser" og þá fær það helstu vafrana á markaðnum í dag, Firefox, Opera, Chrome, Safari. Kannski Microsoft bæti við splashscreen í IE8 sem segir að það sé ekki bundið við IE8, ég meina þótt það sé ekkert að henda því út þá merkir það ekkert að það verði að nota það.
ESB kærir Microsoft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 08:12
Ljótt að nota kreppuna á þennan hátt
En það kom mér samt ekkert á óvart að þessir náttúruverndarsinnar myndu notfæra sér kreppuna til að reyna að kúga stjórnvöld til þess að ná fram markmiðum sínum og ég leyfi mér að spá því að það eigi eftir að virka.
En hvernig væri að fá að halda fisksölunni okkar og fá svo þessi 300 störf að auki, nei það væri of gott fyrir vondu Íslendingana sem veiða hvalina. Ef það er einhver markaður fyrir hvalkjöt, af hverju ekki að veiða hann? Og á sömu nótum.. af hverju ekki að auka aflaheimildir á sama tíma til að blása smá í sjávarútveginn, opna aftur fiskverkunarstöðvarnar á landsbyggðinni.
Hóta viðskiptabanni vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2009 | 06:31
Endalaus sýndarmennska
Við erum þjóð sem vorum að taka margmilljarða króna lán frá IMF útaf því að efnahagur landsins er í molum og "enginn" vill kaupa krónurnar okkar og atvinnuleysi stefnir í mjög hátt hlutfall... Og svo er ákveðið að litlar 12 milljónir af því (já hvernig sem þú lítur á þetta þá kemur þetta útúr IMF láninu eða verra, niðurskurði hjá einhverjum sem má ekki við því) til stríðssvæðis í staðinn fyrir að láta þetta hjálpa Landsmönnum.
Þegar litið er á heildarmyndina þá mun þetta hvorteðer ekki hjálpa til frambúðar.. sure þetta mun hjálpa einhverjum einstaklingum tímabundið en þetta mun ekki stoppa átök á þessu svæði og þangað til þau stoppa þá er öll þessi mannúðaraðstöð, og hvað sem það heitir allt saman, einsog að setja plástur á opið þar sem höndin á þér var, áður en hún rifnaði af í sprengingu.
Þetta er bara sama helvítis sýndarmennskan og þetta öryggisráðsrugl sem kostaði ég veit ekki hvað marga tugi milljóna.
Hvernig væri að láta Landspítalann eða Menntakerfið fá þetta í staðinn, 12 Milljónir gætu verið notaðar til að kaupa ný sjúkrarúm eða innrétta aðstöðu á spítalanum eða fjárfesta í eitthvað fyrir grunnskóla (Hint, rúður í Réttarholtsskóla) eða leiðrétta laun grunnskólakennara sem eru fáránleg* . Þar sem við lifum ekki við hættuna á að fá flugskeyti í gegnum rúðurnar þá ætti þetta að endast betur en einhver takmörkuð aðstoð á stríðssvæði (svo fremur sem einhver helvítis fyllibytta/dópisti fer ekki að eyðileggja þetta).
*(ég spurði mömmu (sem er kennari) útí hvað nýbakaður grunnskólakennari úr KHÍ fengi í laun hjá ríkinu og ég fór í shock, þetta er tittlingaskítur.. miðað við að það þarf hvað, 4-6 ÁRA nám á HÁSKÓLAstigi + að þetta er að mínu mati eitt mikilvægasta starfið í þjóðfélaginu)
Ríkið á núna að vera að einblína á að koma efnahagnum í lag og borga þetta fjandans IMF lán áður en það fer að gefa peninga eða leggja fjármuni í að hjálpa einhverjum erlendis.
En neiiii .. við þurfum að henda pening í eitthvað sýndarmennsku mannúðarstarf, svo við getum sannfært okkur um að við höfum gert eitthvað "gott" til að hreinsa samviskuna því við getum greinilega ekki sofið á nóttunni yfir því hvað "við höfum þetta svo miklu betra en þau". Þetta minnir mig alltof mikið á miðaldirnar þegar fólk aus pening í kirkjuna til að fá syndaaflausn svo það "kæmist til himnaríkis.
Hreinsum okkar eigin skít áður en við förum að hjálpa nágrannanum með hans skít.
Tólf milljónir til Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2009 kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 02:39
Gleðilega Vetrarsólstöðu!
Ég hélt alltaf að vetrarsólstaða væri frá 23-25. desember en það er víst ekki rétt, Vetrarsólstaðan er yfirleitt á milli 20 og 23 desember og í ár var hún 21. desember kl 12 (ef fólk vill vera voðalega nákvæmt) svo ég er aðeins of seinn með Vetrarsólstöðu kveðjurnar mínar.
En samt ekki þannig séð, í gamla daga var haldið uppá jólin, nei fyrirgefiði Vetrarsólstöðuna, frá 17. til 25. desember svo ég er ekkert svakalega seinn í þessu. Annars er alltaf gaman að hlusta og horfa á kristið fólk halda uppá "fæðingu frelsarans" 25. desember. Ég er ekki kristinn maður, eða trúaður yfir höfuð, en ég var samt í trúarbragðafræðum í grunnskóla og lærði þar eitthvað um kristna trú og biblíusögurnar, ég fór í fermingarfræðslu þegar ég var 14 (fermdist auðvitað til að fá múturnar, sem líklegast gífurlegur meirihluti krakka gera), og ég hef lesið biblíuna (ekki alla .. veistu hvað hún er löng ?!?) og þar var nokkuð augljóst að það var sumar eða vor þegar "frelsarinn" fæddist, ekki hávetur svo hann getur ekki hafa fæðst 25. desember kl 18:00.
Annars horfði ég á myndina Religilous með Bill Maher í dag, og hann það var alveg æðislegt að horfa á mynd sem náði að festa á filmu mjög mikið af því sem ég hef verið að hugsa um (varðandi trúabrögð) í gegnum tíðina, hversu fáránleg trúarbrögð eru þegar þau eru skoðuð. Fyrsta sem þú færð þegar þú spyrð kristinn einstakling um hvað Kristin trú snýst um, er eflaust eitthvað í þá áttina að hún snúist um kærleika og að elska náungan .. bíddu bíddu, Hvað voru þá miðaldirnar og allar krossferðirnar til Jerúsalem? Voru þær um kærleika og að elska náunga?.. held nú ekki. Sannleikurinn er sá að gífurlegur fjöldi fólks hefur verið drepið útaf kristinni trú, ekki elskað eða sýnt kærleik heldur drepið.
Trúarbrögð hefta framfarir, það er bara staðreynd. Kirkjan á miðöldum vildi ekki sjá tækni eða vísindi eða jafnvel nýjar hugmyndir sem skorðuðust á við skoðanir kirkjunnar, snýst Jörðin í kringum sólina? er jörðin kringlótt?. og enn þann dag í dag eru trúarbrögð að hefta framfarir, tek sem dæmi bókstafstrúar/öfgatrúar múslima.. Það má ekki segja neitt ljótt um Allah eða Múhammad eða hvað sem hann heitir og þá verða þeir brjálaðir, það má ekki teikna skrípamynd og þeir algjörlega snappa... í kringum 50 manns hafa dáið útaf Dönsku teiknimyndunum frægu. Það er ekki bara í múslímaríkjum þar sem trúarbrögð hefta framfarir, heldur líka í vestrænum þjóðfélögum. Það tók kirkjuna 360 ár að játa að jörðin væri ekki flöt, 150 ár fyrir ákveðna aðila innan kirkjunnar að biðjast afsökunar á aðförum kirkjunnar að Charles Darwin, var ekki fyrr en árið 2000 sem kirkjan baðst afsökunar á rannsóknarréttinum (the Inquisition) og það var bara nýlega sem kirkjan sætti sig við að stjörnufræði (astronomy) væri komin til að vera.
Ennþá streitist kirkjan við að vera á móti snúning samfélagsins, t.d. með því að fordæma getnaðarvarnir og samkynhneigða sem dæmi. Þurfum við kirkjuna eða trú?, nei virkilega .. þurfum við kirkjuna í dag? Getið þið nefnt eitt dæmi um af hverju trúarbrögð eru nauðsynleg?, ekki segja hjálparstarf kirkjunnar... hjálparstarf er hægt að framkvæma án kirkjunnar.
Ef maður skoðar aðstæður þarna í gamla daga þá skilur maður rit einsog biblíuna. Þetta var tímabil áður en ritmálið og skriffæri voru á allra manna færi og hvernig lifðu þá sögur?.. fóru þær ekki á milli manna, voru það ekki ferðalangar sem sögðu sögur sem þeir höfðu heyrt eða reynslusögur frá ferðum sínum. Það eru mörg dæmi um að ferðalangar hafi gist og fengið mat á stöðum gegn því að segja sögur. Gætu litlu dæmisögurnar sem eru saman komnar í öllum þessum trúarritum ekki bara verið "best sellers" síns tíma?, þær sögur sem voru langlífastar og náðu að festast á riti?.En af hverju á að taka þessi rit bókstaflega?, af hverju er Biblían "hið eina rétta rit" en ekki önnur rit einsog Kóraninn, Búddíska Theravada eða Vedasinn? eða einhverra hinna trúarritanna sem hafa verið skrifuð í gegnum tíðina? Hvernig fólk fór að tilbiðja þessar sögur hef ég ekki hugmynd um, gæti hafa byrjað þannig að einhver hópur fólks ákvað að lifa eftir einhverju prinsippi sem ein saga í einhverju ritanna fjallaði um, og svo fóru fleiri að tengja sig við það þangað til þetta varð "trúarbragð", annars vil ég ekkert fara útí getgátur um hvernig þessi ævintýri byrjuðu, það eru hellingur af dæmum í samtímanum (Vísindakirkjan og Mormónar sem dæmi)
En eitt er víst, trúarbrögð er arfleifð frá gömlum tíma og mannkynið væri betur komið ef þau myndu hverfa og fólk færi bara að vera gott hvert við annað útá eigin forsendum, ekki af því að einhver yfirnáttúrulegt almætti heimtar það.
Segi bara einsog President Dale í Mars Attacks!: "Why can't we work out our differences? Why can't we work things out? why can't we all just get along? "
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 14:49
Harður gaur ...
Vá .. Þetta er harður gaur ef hann lærði á skipið útfrá handbókunum einum saman OG hann náði að stýra skipinu án þess að aflæsa stýrinu OG hann gat siglt út úr höfninni og inn aftur þrátt fyrir að það væri talið ófært með 5metra ölduhæð ...
Björgunarskipi stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2008 | 11:33
Gamlar fréttir...
Jæja, þá loksins caveaði ég inn og stofnaði moggablogg.
Fyrsta færslan verður um þessa "nýju frétt" á mbl.is um risavaxna svartholið í miðjunni á Vetrarbrautinni. En þetta kalla ég seint nýja frétt.
Vísindamenn hafa vitað að það er risavaxið svarthol í miðjunni á Vetrarbrautinni í þó nokkuð mörg ár, og í raun er risavaxið svarthol í miðjunni á öllum vetrarbrautum.
Ég er ekki að finna upprunalega efnið sem þessi frétt hefur verið þýdd úr, en ég efast um að þessi rannsókn "hefur leitt í ljós að það er risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni" þar sem það var vitað með vissu fyrir all nokkru síðan.
Elsta sem ég hef fundið við stutta leit á netinu, sem fjallar um ofursvarthol í miðju Vetrarbrautarinnar er þessi grein frá fréttasafni Chandra sem segir m.a. : "Culminating 25 years of searching by astronomers, researchers at Massachusetts Institute of Technology say that a faint X-ray source, newly detected by NASA's Chandra X-ray Observatory, may be the long-sought X-ray emission from a known supermassive black hole at the center of our galaxy."
Þannig að það var vitað að það væri Svarthol í miðju vetrarbrautarinnar fyrir árið 2000, svo sá sem skrifaði/þýddi þessa frétt á ætti að fara betur yfir þýðingar sínar til að það sé ekki verið að ýgja að einhverri vitleysu. En annars er gott að það sé eitthvað líf á þessum fréttaflokk.
Risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar