Gamlar fréttir...

Jæja, þá loksins caveaði ég inn og stofnaði moggablogg. 

Fyrsta færslan verður um þessa "nýju frétt" á mbl.is um risavaxna svartholið í miðjunni á Vetrarbrautinni.  En þetta kalla ég seint nýja frétt.

Vísindamenn hafa vitað að það er risavaxið svarthol í miðjunni á Vetrarbrautinni í þó nokkuð mörg ár,  og í raun er risavaxið svarthol í miðjunni á öllum vetrarbrautum.

 Ég er ekki að finna upprunalega efnið sem þessi frétt hefur verið þýdd úr,  en ég efast um að þessi rannsókn "hefur leitt í ljós að það er risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni" þar sem það var vitað með vissu fyrir all nokkru síðan.

Elsta sem ég hef fundið við stutta leit á netinu, sem fjallar um ofursvarthol í miðju Vetrarbrautarinnar er þessi grein frá fréttasafni Chandra sem segir m.a. : "Culminating 25 years of searching by astronomers, researchers at Massachusetts Institute of Technology say that a faint X-ray source, newly detected by NASA's Chandra X-ray Observatory, may be the long-sought X-ray emission from a known supermassive black hole at the center of our galaxy."

Þannig að það var vitað að það væri Svarthol í miðju vetrarbrautarinnar fyrir árið 2000,  svo sá sem skrifaði/þýddi þessa frétt á ætti að fara betur yfir þýðingar sínar til að það sé ekki verið að ýgja að einhverri vitleysu. En annars er gott að það sé eitthvað líf á þessum fréttaflokk.


mbl.is Risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vísindamenn hafa vitað að það er risavaxið svarthol í miðjunni á Vetrarbrautinni í þó nokkuð mörg ár,  og í raun er risavaxið svarthol í miðjunni á öllum vetrarbrautum.

Réttara væri að þá hafi grunað að það væri risavaxið svarthol í miðjunni.  Reyndar hefur engin séð svarthol en tilvist þeirra má mæla með td. áhrifum þeirra á nánasta umhverfi.

Vandamálið með svartholið og vetrarbrautina er að við 'sjáum' svartholið út frá hlið og því erfiðara að greina ummerki þess.

Arnar 10.12.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Skarplega athugað hjá þér með að við sjáum ekki svarthol,  en það er eru samt til nokkrar leiðir til að greina svarthol,  t.d. með því að leita að x-ray geislun.

 "Because the gravity of a black hole is so intense, dust particles from nearby stars and dust clouds are pulled into the black hole. As the dust particles speed and heat up, they emit x-rays. Objects that emit x-rays can be detected by x-ray telescopes outside of the Earth's atmosphere (Miller)."

sbr Chandra sjónaukinn.

Andrea Ghez hélt því fram 16 febrúar 2003 á ráðstefnu AAAS að það væri 99.9% líkur á því að í miðju Vetrarbrautarinnar væri risastórt svarthol,  hún hafði verið að rannsaka hreyfingar um 200 plánetna nálægt miðju Vetrarbrautarinnar frá 1995 og um 20 þeirra höfðu feril einsog þær væru að hringsóla um ósýnilegan hlut.

 Annars þá fann ég upprunalegu fréttina sem þessi frétt er þýdd uppúr og þar er einsog mig grunaði verið að staðfesta þá kenningu um risavaxið svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar.

Rétt þýðing á titil fréttarinn ætti að vera "Risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni staðfest" og fyrsta málsgreinin ætti að vera : "Rannsókn stjörnufræðinga, sem hefur staðið yfir undanfarin 16 ár, hefur staðfest tilvist risavaxins svarthols í miðju Vetrarbrautarinnar, en það er sú stjörnuþoka sem Jörðin tilheyrir."

Jóhannes H. Laxdal, 10.12.2008 kl. 13:22

3 identicon

Hæ og velkominn á bloggið ;)

talandi um svarthol þá finnst mér mjög kúl að ef þú ferð með fæturna á undan inn í eitt stykki svoleiðis þá sérðu útlimina sundrast í atóm og mólekúl áður en hausinn á þér sundrast líka ha ha ha ha

las þetta á vísindavefnum.

Vona að þér gangi vel í prófunum, ég missti af mínu síðasta því Guðjón tók uppá að verða veikur (en þetta er fórnarkostnaðurinn við að eiga þessa dúllu) svo ég tek sjúkrapróf í byrjun janúar :(

Við verðum hér á Akureyri um jólin, ég og strákarnir og vonandi Lea Mist svo ef þig langar í jólamat þá dropparðu bara við ;) 

Martha Elena Laxdal 10.12.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Skafti

Ég hélt að stjörnuþoka væri nebula og vetrarbraut væri galaxy...

Skafti, 11.12.2008 kl. 10:50

5 identicon

Það er ekki rétt Skafti, Vetrarbraut (á ensku: The Milky Way) er sérnafnið yfir okkar stjörnuþyrpingu (galaxy). Nebula er svo stjörnuþoka eins og þú bendir réttilega á.

Margir ruglast hins vegar á hugtökunum og allur gangur er á hvernig þessi orð eru þýdd yfir á íslensku.

Haukur Jónasson 11.12.2008 kl. 17:33

6 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Já,  Vetrarbrautin (með stóru V) er íslenska orðið yfir Milky Way (okkar vetrarbraut) en vetrarbraut með litlum staf er svo íslenskan fyrir Galaxy.  Svona svipað dæmi og Jörðin fyrir plánetuna okkar og jörðin fyrir "moldina" okkar

Annars mæli ég eindregið með http://www.stjornuskodun.is/ ef þið hafið áhuga á stjörnum og geimfyrirbærum.

Jóhannes H. Laxdal, 11.12.2008 kl. 22:31

7 identicon

Hæ, ég er að koma suður á fimmtudaginn til að sprengja alþingishúsið upp - vantar getaway-car. Geturðu reddað mér?

Martha Elena Laxdal 16.12.2008 kl. 03:18

8 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

haha,  minn er svo kraftlítill að það verður ekki mikil hjálp í honum

Hlakka til að sjá þig.

Jóhannes H. Laxdal, 17.12.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband