Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svona í tilefni dagsins

 

Nei eða já - af eða á? Erfitt er oft að finna svarið.

 


Endalaus sýndarmennska

 Við erum þjóð sem vorum að taka margmilljarða króna lán frá IMF útaf því að efnahagur landsins er í molum og "enginn" vill kaupa krónurnar okkar og atvinnuleysi stefnir í mjög hátt hlutfall... Og svo er ákveðið að litlar 12 milljónir af því (já hvernig sem þú lítur á þetta þá kemur þetta útúr IMF láninu eða verra,  niðurskurði hjá einhverjum sem má ekki við því) til stríðssvæðis í staðinn fyrir að láta þetta hjálpa Landsmönnum.

Þegar litið er á heildarmyndina þá mun þetta hvorteðer ekki hjálpa til frambúðar.. sure þetta mun hjálpa einhverjum einstaklingum tímabundið en þetta mun ekki stoppa átök á þessu svæði og þangað til þau stoppa þá er öll þessi mannúðaraðstöð, og hvað sem það heitir allt saman, einsog að setja plástur á opið þar sem höndin á þér var, áður en hún rifnaði af í sprengingu.

Þetta er bara sama helvítis sýndarmennskan og þetta öryggisráðsrugl sem kostaði ég veit ekki hvað marga tugi milljóna.

Hvernig væri að láta Landspítalann eða Menntakerfið fá þetta í staðinn,  12 Milljónir gætu verið notaðar til að kaupa ný sjúkrarúm eða innrétta aðstöðu á spítalanum eða fjárfesta í eitthvað fyrir grunnskóla (Hint, rúður í Réttarholtsskóla) eða leiðrétta laun grunnskólakennara sem eru fáránleg*  .  Þar sem við lifum ekki við hættuna á að fá flugskeyti í gegnum rúðurnar þá ætti þetta að endast betur en einhver takmörkuð aðstoð á stríðssvæði (svo fremur sem einhver helvítis fyllibytta/dópisti fer ekki að eyðileggja þetta).

*(ég spurði mömmu (sem er kennari) útí hvað nýbakaður grunnskólakennari úr KHÍ fengi í laun hjá ríkinu og ég fór í shock, þetta er tittlingaskítur.. miðað við að það þarf hvað, 4-6 ÁRA nám á HÁSKÓLAstigi + að þetta er að mínu mati eitt mikilvægasta starfið í þjóðfélaginu)

Ríkið á núna að vera að einblína á að koma efnahagnum í lag og borga þetta fjandans IMF lán áður en það fer að gefa peninga eða leggja fjármuni í að hjálpa einhverjum erlendis.

 En neiiii ..  við þurfum að henda pening í eitthvað sýndarmennsku mannúðarstarf, svo við getum sannfært okkur um að við höfum gert eitthvað "gott" til að hreinsa samviskuna því við getum greinilega ekki sofið á nóttunni yfir því hvað "við höfum þetta svo miklu betra en þau".  Þetta minnir mig alltof mikið á miðaldirnar þegar fólk aus pening í kirkjuna til að fá syndaaflausn svo það "kæmist til himnaríkis.

Hreinsum okkar eigin skít áður en við förum að hjálpa nágrannanum með hans skít.


mbl.is Tólf milljónir til Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband