Gleðilega Vetrarsólstöðu!

Ég hélt alltaf að vetrarsólstaða væri frá 23-25. desember en það er víst ekki rétt,  Vetrarsólstaðan er yfirleitt á milli 20 og 23 desember og í ár var hún 21. desember kl 12 (ef fólk vill vera voðalega nákvæmt) svo ég er aðeins of seinn með Vetrarsólstöðu kveðjurnar mínar.

En samt ekki þannig séð,  í gamla daga var haldið uppá jólin, nei fyrirgefiði Vetrarsólstöðuna, frá 17. til 25. desember svo ég er ekkert svakalega seinn í þessu.  Annars er alltaf gaman að hlusta og horfa á kristið fólk halda uppá "fæðingu frelsarans" 25. desember.  Ég er ekki kristinn maður, eða trúaður yfir höfuð,  en ég var samt í trúarbragðafræðum í grunnskóla og lærði þar eitthvað um kristna trú og biblíusögurnar, ég fór í fermingarfræðslu þegar ég var 14 (fermdist auðvitað til að fá múturnar, sem líklegast gífurlegur meirihluti krakka gera), og ég hef lesið biblíuna (ekki alla .. veistu hvað hún er löng ?!?) og þar var nokkuð augljóst að það var sumar eða vor þegar "frelsarinn" fæddist,  ekki hávetur svo hann getur ekki hafa fæðst 25. desember kl 18:00.

Annars horfði ég á myndina Religilous með Bill Maher í dag, og hann það var alveg æðislegt að horfa á mynd sem náði að festa á filmu mjög mikið af því sem ég hef verið að hugsa um (varðandi trúabrögð) í gegnum tíðina, hversu fáránleg trúarbrögð eru þegar þau eru skoðuð.  Fyrsta sem þú færð þegar þú spyrð kristinn einstakling um hvað Kristin trú snýst um, er eflaust eitthvað í þá áttina að hún snúist um kærleika og að elska náungan .. bíddu bíddu,  Hvað voru þá miðaldirnar og allar krossferðirnar til Jerúsalem?  Voru þær um kærleika og að elska náunga?.. held nú ekki.  Sannleikurinn er sá að gífurlegur fjöldi fólks hefur verið drepið útaf kristinni trú, ekki elskað eða sýnt kærleik heldur drepið.

Trúarbrögð hefta framfarir, það er bara staðreynd. Kirkjan á miðöldum vildi ekki sjá tækni eða vísindi eða jafnvel nýjar hugmyndir sem skorðuðust á við skoðanir kirkjunnar,  snýst Jörðin í kringum sólina? er jörðin kringlótt?.  og enn þann dag í dag eru trúarbrögð að hefta framfarir, tek sem dæmi bókstafstrúar/öfgatrúar múslima..  Það má ekki segja neitt ljótt um Allah eða Múhammad eða hvað sem hann heitir og þá verða þeir brjálaðir,  það má ekki teikna skrípamynd og þeir algjörlega snappa...   í kringum 50 manns hafa dáið útaf Dönsku teiknimyndunum frægu.  Það er ekki bara í múslímaríkjum þar sem trúarbrögð hefta framfarir,  heldur líka í vestrænum þjóðfélögum.  Það tók kirkjuna 360 ár að játa að jörðin væri ekki flöt,  150 ár fyrir ákveðna aðila innan kirkjunnar að biðjast afsökunar á aðförum kirkjunnar að Charles Darwin, var ekki fyrr en árið 2000 sem kirkjan baðst afsökunar á rannsóknarréttinum (the Inquisition) og það var bara nýlega sem kirkjan sætti sig við að stjörnufræði (astronomy) væri komin til að vera.

Ennþá streitist kirkjan við að vera á móti snúning samfélagsins, t.d. með því að fordæma getnaðarvarnir og samkynhneigða sem dæmi.   Þurfum við kirkjuna eða trú?,  nei virkilega .. þurfum við kirkjuna í dag?  Getið þið nefnt eitt dæmi um af hverju trúarbrögð eru nauðsynleg?,  ekki segja hjálparstarf kirkjunnar... hjálparstarf er hægt að framkvæma án kirkjunnar.

Ef maður skoðar aðstæður þarna í gamla daga þá skilur maður rit einsog biblíuna.   Þetta var tímabil áður en ritmálið og skriffæri voru á allra manna færi og hvernig lifðu þá sögur?..  fóru þær ekki á milli manna,  voru það ekki ferðalangar sem sögðu sögur sem þeir höfðu heyrt eða reynslusögur frá ferðum sínum. Það eru mörg dæmi um að ferðalangar hafi gist og fengið mat á stöðum gegn því að segja sögur.   Gætu litlu dæmisögurnar sem eru saman komnar í öllum þessum trúarritum ekki bara verið "best sellers" síns tíma?,  þær sögur sem voru langlífastar og náðu að festast á riti?.En af hverju á að taka þessi rit bókstaflega?,   af hverju er Biblían "hið eina rétta rit" en ekki önnur rit einsog Kóraninn, Búddíska Theravada eða Vedasinn?  eða einhverra hinna trúarritanna sem hafa verið skrifuð í gegnum tíðina?  Hvernig fólk fór að tilbiðja þessar sögur hef ég ekki hugmynd um,  gæti hafa byrjað þannig að einhver hópur fólks ákvað að lifa eftir einhverju prinsippi sem ein saga í einhverju ritanna fjallaði um,  og svo fóru fleiri að tengja sig við það þangað til þetta varð "trúarbragð", annars vil ég ekkert fara útí getgátur um hvernig þessi ævintýri byrjuðu, það eru hellingur af dæmum í samtímanum (Vísindakirkjan og Mormónar sem dæmi)

En eitt er víst,  trúarbrögð er arfleifð frá gömlum tíma og mannkynið væri betur komið ef þau myndu hverfa og fólk færi bara að vera gott hvert við annað útá eigin forsendum, ekki af því að einhver yfirnáttúrulegt almætti heimtar það.

Segi bara einsog President Dale í Mars Attacks!: "Why can't we work out our differences? Why can't we work things out? why can't we all just get along? "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband