Dejá vú

vorum við ekki búin að þessu? United States vs Microsoft anyone?

Fyrst var það IE í Windows, svo var það Windows Media Playerinn og núna er verið að herja á þá aftur útaf Internet Explorer...

 Windows Media Player deiluna leysti Microsoft með því að bjóða uppá útgáfur af Windows sem kemur án Windows Media Playersins en hefur einhver heyrt um það?, hefur einhver notað það stýrikerfi?.. nei,  Ég held að það sé einfaldlega af því að fólki er andskotans skítsama um þess ákæru, og tölvuframleiðendur vilja frekar hafa almennilegt stýrikerfi sem er sem minnst böggandi fyrir viðskiptavini í sínum tölvum.  Já,  það er böggandi að þurfa að finna og downloada nýjum media player til þess að horfa á fréttirnar á Rúv eða hvaða miðli sem er sem notar ..  já, Windows Media codec og Windows Media Video og Windows Media Audio skráarsnið sem eru gerð sérstaklega fyrir Windows Media Player (WMV).

Og núna á að endurtaka sama leikinn með Internet Explorer aftur.  Hvers eiga einfaldir neytendurgjalda?.  Hvernig í fjandanum á það fólk þá að nálgast aðra vafra?.  Gegnum FTP,  já það er hægt ..  líka public webdav dirs.. en hvernig á venjulegt fólk að vita af þeim möguleikum.

Ef það fylgir ekki vafri með stýrikerfinu,  þá er ekkert Internet í tölvunni fyrir mjög marga almenna tölvunotendur.

Ég hef ekki lesið þessa ákæru, en ég ætla rétt að vona að ESB séu ekki það heimskir og þröngsýnir að þeir vilji banna IE fylgi með stýrikerfinu, því það kemur bara til með að skaða neytendur, og að þetta snúist frekar að því að IE er samofinn Windows Kjarnanum að vissu leiti.   Ástæðan fyrir því að IE er samofinn Windows er sá að mjög mikið af management tólum, og þjónustum sem MS býður uppá keyra í gegnum W3 rendering vélina til að bjóða uppá GUIið og það þarf að tala við Windows kjarnann.   t.d. þarfnast Windows Update þess.  Þið hafið eflaust heyrt af Windows útgáfum sem búið er að taka út Internet Explorer,  en það er ekki alveg rétt.   Rendering engineið úr IE er ennþá til staðar, og þær útgáfur sem fóru alla leið og hentu út rendering engineinu þá er búið að loka á margar þjónustur og forrit í Windows,  ber þar helst á Windows Update þjónustan.

 Ef dómur í þessu máli fellur ESB í vil þá bíð ég eftir því að Adobe kæri Microsoft fyrir að láta Microsoft Paint fylgja með Windows sem skaðar þróun á hendur Photoshop, að IBM kæri Microsoft fyrir að láta Outlook Express fylgja með, sem skaðar nýbreytni og þróun á Lotus Notes, að MapleSoft kæri Microsoft fyrir að láta Microsoft Calculator fylgja með sem er í beinni samkeppni við Maple stærðfræðiforritið, að Sony Creative Software kæri Microsoft fyrir að láta Windows Movie Maker fylgja með Windows sem er í beinni samkeppni og skaðar þróun á Sony Vegas myndvinnsluforritinu og að Corel kæri Microsoft útaf því að WordPad fylgir með Windows sem keppir við Corel's Word Perfect.

 En í fullri alvöru,  Hverjum er ekki drullu sama þótt Internet Explorer fylgi með Windows?. Fólk notar það sem það vill,  ef einhver er ósáttur við Internet Explorer þá nær hann sér í annan vafra. Það þarf ekki annað en að fara á einhverja leitarvél og skrifa "browser" og þá fær það helstu vafrana á markaðnum í dag,  Firefox, Opera, Chrome, Safari.  Kannski Microsoft bæti við splashscreen í IE8 sem segir að það sé ekki bundið við IE8,   ég meina þótt það sé ekkert að henda því út þá merkir það ekkert að það verði að nota það.


mbl.is ESB kærir Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara benda á eitt,

um daginn var ég að reyna opna síðu fyrir uppfærslur á windows á netinu og þar var mér sagt að ég gæti einungis notað Internet explorer  7+ en ekki aðra vafra. Þetta er ekki mjög gott finnst mér persónulega

Palmi 19.1.2009 kl. 14:27

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Varstu að reyna þetta í Firefox?.  Auðvitað virkar það ekki, og góð ástæða fyrir því sem ég m.a. kom inná í blogginu, en Windows Update þarfnast IE Kjarnans til að eiga samskipti við undirliggjandi hluti í Stýrikerfinu,  Það er bara hvernig Update þjónustan virkar.  

Ég prófaði að installa updatei í gegnum windows update og það kom ekki ein einasta beiðni um að ég þyrfti IE 7, en ég er bara með stock útgáfu af IE 6.

Jóhannes H. Laxdal, 19.1.2009 kl. 14:40

3 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Ég tel það merki um lélega hönnun og greinileg merki um einokunartilburði að búa stýrikerfið þannig út að þú verðir að vera með IE til að geta uppfært kerfið.  Að sjállfsögðu á að þvinga M$ til að breyta þessu.  Það þarf ekki mikla skoðun á IE og WMP til að sjá hversu meingölluð og illa smíðuð þessi forrit eru.  Þau hafa fram til þessa verið ein helsta leiðin fyrir óværu inn í stýrikerfi M$. Það segir eitthvað til um gæðin.

 MS ætti ekki að vera leyft að selja "sambyggð" kerfi.  Þér til upplýsinga, ég gat ekki fengið XP án WMP og IE þegar ég reyndi að kaupa það fyri 2 árum,  það er vegna þess að M$  virðist ekki hafa sett nema nokkur hundruð eintök á markaðinn. 

Að auki koma tölvur koma uppsettar með stýrikerfi þar sem allt er innifalið og flestir notendur vita ekki að annað standi til boða og í flestum ef ekki öllum tilfellum var dýrara að fá vélar með "einföldu" stýrikerfi.  Þannig að flest er gert til að erfiðara sé fyrir fólk að fá sér "einfallt " stýrikerfi og þar að auki er þá ekki hægt að uppfæra kerfið! Einokunartilburðir hvað?

Sigurður Sigurðarson, 20.1.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband