Færsluflokkur: Tölvur og tækni
15.3.2009 | 05:21
Ég var nú einu sinni sleginn utan undir ...
.. svona sem ég man eftir að minnsta kosti, og svona þegar ég lít aftur á það þá átti ég það skilið.
Var að rífast við systur mína þegar ég var krakki og varð andskoti orðljótur, notaði ný orð sem ég hafði lært af skólafélögum og í sjónvarpinu og hreytti þessu útúr mér án þess að vita í raun hvað þau þýddu.
Málið er bara að eftir þetta þá get ég ekki munað eftir að hafa látið þetta útúr mér í reiðikasti framar, kinnhesturinn dugði til að senda mér skýr skilaboð um að þetta átti ég sko alls ekki að láta útúr mér.
Og það er málið, ef mér hefði verið hent inní herbergi eða látinn í 10mín straff eða hvað sem það var sem var notað þá hefði það ekki sent nógu skýr skilaboð. Svona ef ég horfi aftur á þetta þá hefði ég líklegast ekki munað eftir þessu eins lengi og ég gerði og því var kinnhesturinn áhrifaríkari til að stoppa þessa slæmu "hegðun".
Svo man ég nú líka eftir ýmsum öðrum "gamaldags" leiðum sem voru notaðar á mig t.d. var klipið í eyrað á mér (allavega eitt tilvik sem ég man af einmitt kennara þegar viðkomandi var að draga mig til skólastjórans fyrir að hafa verið í slagsmálum) .. og ég verð að segja að í öll skiptin sem ég man eftir þessum "gamaldags" aðferðum þá átti ég það fyllilega skilið.
það er munur á ofbeldi og þessum gamaldags aðferðum. Ofbeldi er eitthvað sem á ekki rétt á sér meðan þessar gamaldags aðferðir eiga að mínu mati fyllilega rétt á sér undir ákveðnum kringumstæðum.. Ef þær eru hinsvegar ofnotaðar og það við minniháttar hegðunartruflunum þá hverfa fljótt skilin þarna á milli og ég er hræddur um að það hafi valdið þessum gífurlegu fordómum á þessar gömlu aðferðir, Foreldrar urðu bara latir við uppeldið og tóku til að ofnota þau "verkfæri" sem þeim var í boði.
Þótt kinnhestur sé svoldið "extreme" þá á hann rétt á sér undir vissum kringumstæðum ef það þarf t.d. að stoppa einhverja slæma hegðun umsvifalaust og senda skýr skilaboð um að þetta sé óviðeigandi, eitthvað sem "eftirá" refsingar að mínu mati gera ekki nógu vel.
Við vitum ekki atburðarrásina í kringum þennan atburð, kannski var krakkinn gífurlega orðljótur og var að blóta starfsmanninum í sand og ösku og átti þetta skilið, eða kannski átti þetta ekki rétt á sér .. það er ekki mitt að dæma í þessu tiltekna máli, hinsvegar er það mjög algengt að foreldrar sjái ekki "slæmu hliðina" á barninu sínu og lofa það öllu fögru og getur ekki horfst í augu við þann veruleika að kannski sé litli engillinn þeirra ekki svo mikill engill þegar öllu er á botninn hvolft.
jæja .. ég bíð eftir stormi af athugasemdum frá Riddurum Siðferðisins.
Sló barn utan undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 12:11
Er "vændiskonan" þá laus allra mála?
Ef ég skil þetta rétt þá er verið að krefjast þess að bara "kaupendur" vændis verði gerðir brotlegir við lög, en "seljendur" verði stikkfríir? eða er ég að misskilja þetta svona allsvakalega ..
Ef ég er ekki að misskilja þetta þá finnst mér þetta vera svolítið öfugsnúið, er "seljandinn" ekki að ýta undir refsivert athæfi með því bjóða uppá þessa "þjónustu" gegn gjaldi?, svona svipað og dópsalar eru að ýta undir refsivert athæfi með því að bjóða uppá ólögleg efni gegn greðslu. meina bæði þeir sem selja og kaupa dóp eru brotlegir við lög, af hverju ekki það sama með vændi?
Eða er þetta dæmi um forréttindastefnuna. "Konan" hefur það svo slæmt að það má ekki refsa henni neitt fyrir sölu á vændi en karlpungarnir sem verða að fá á broddinn og leitast til hennar eru sekir?..
Ef það á að banna vændi og losna við það úr þjóðfélaginu á annaðborð þá skal bara gera það almennilega og refsa báðum aðilum. Annars myndi ég telja að einungis refsing kaupandans muni ekki leysa neitt og frekar ýta undir það að konur fari útí þetta "starfssvið", því þær eru nú stikkfríar.
ég vona allavega að ég sé að misskilja þetta.
Skora á stjórnvöld að leggja bann við vændiskaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 18:52
hugsa fyrst, tala svo
Ég fann strax á mér þegar ég las upprunalegu fréttina að þetta væri bara annar "lúkas" eða með réttu nafni "ekki-frétt".
Mogginn hefur gerst sekur um það áður að blása einhverjar smá-ekki-fréttir upp, og ofaná það hafa bæst moggabloggarar sem koma fram einsog hvítir riddarar siðferðisina á stórum háum hestum og dæma allt og alla án þess í raun að vita eitt né neitt um málið.
Maður spyr sig af hverju fyrsta atvikið komst ekki í fréttirnar, það er svona ekki-frétt líka en nei auðvitað er eðlilegt að það komst ekki í fréttirnar, það er ekkert frétt og ekki heldur var upprunalega fréttin um það þegar þessir strákar voru að hefna sín.
Er virkilega svo lítið um að vera á Íslandi að Mogginn neyðist til að skrifa ekki-fréttir um einhver slagsmál ungmenna. Gerðist ekkert á alþingi þennan daginn?, var ekkert að gerast í þessu hvalveiðimáli?, var enginn hvalfriðunarhópur að mótmæla íslenskum hvalveiðum? var enginn íslensku auðjöfur eða fyrirsæta eða einhver frægur íslendingur með eitthvað vesen?
Ef það er virkilega ekkert um að vera, þá má Mogginn samt endilega reyna að finna einhverjar skemmtilegri ekki-fréttir en þessa, eða kannski þarf hann að koma með svona ekki-fréttir til að riddarar siðferðisins geti blásið smá út.
En það er greinilega að sumir moggabloggarar vita ekki af gamalli reglu eða spakmæli sem mér var allavega sagt á unga aldri, en það er einfaldlega hugsa fyrst, tala svo.
Óvægin ummæli á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 21:14
Ég veit hvernig þetta endar ..
BNA gefur þeim 900 Milljónir og þeir byggja upp, Hamas fer í fílu af því að þeir mega ekki vera með, Hamas skýtur nokkrum heimasmíðuðum eldflaugum á Ísrael, Ísraelar er ekki skemmt og ákveða að svara í sömu mynt nema ekki með heimasmíðuðu drasli og allt er komið aftur á byrjunarreit nema við erum 900 Milljón Dollurum fátækari.
Væri ekki betra að nota þessar 900 Milljónir í eitthvað sniðugra .. svona einsog 2-3 kjarnorkuver, eða 20 stíflur eða eitthvað.
Clinton: Tryggt að Hamas fái ekki peningana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 22:13
Hvaða Alheimsógn?
Síðast þegar ég vissi þá er alheimurinn allt sem er í þessari vídd, þ.e. allar stjörnurnar, vetrarbrautirnar og pláneturnar sem eru í þessum heimi.. og síðast þegar ég vissi þá stafar alheiminum nú engin ógn af "global warming"..
En ég treysti nú IPCC ekki rassgat eftir að hafa lesið um þennan margrómaða 2500 "top scientist" lista.
Ég man til þess að á þessum lista yfir 2500 "Vísindamenn" hjá IPCC sem gjarnan er talað um sem "hóp hinna bestu á sínu sviði" séu menn sem komu að einhverju leiti að einhverjum verkefnum fyrir þessa nefnd og hafi því verið settir á þennan lista án þess að verða spurðir, og sumir hreinlega gegn vilja sínum og í einhverjum tilvikum séu húsverðir og aðrir aðilar sem seint kallast "vísindamenn" séu á listanum.
Hvort það sé satt eður ei þori ég ekki að fullyrða, en ég hef amk horft á viðtal við 2 menn sem eru á þessum lista þar sem þeir segjast hafa reynt allt til að losna úr listanum án árangurs.
Það er alveg vitað að hitastigið á jörðinni hefur verið að hitna undanfarið enda erum við á leið á hitaskeið í miðri ísöld, hinsvegar þær tölur og tölfræði sem maður hefur séð og heyrt eru oftast ýktar til hins verra, enda hluti af þeim leiðum sem er notað til að bera saman hitastigið er meingallað og margir sjálfstæðir "vísindamenn" hafa gagnrýnt það. Sem dæmi þá er "Urban Heating" vanmetið í mörgum tilvikum, og "langtíma" hitamælar, sem eru notaðir víða í bandaríkjunum sem hafa mælt hitastig síðastliðin 50 ár ekki lengur gild vegna umhverfisástæðna.. þ.e. þeir eru staðsettir þar sem utanaðkomandi áhrif skekkja niðurstöðuna (t.d. nokkrir staðsettir á bílaplönum, við útblástur frá Air Conditioning tól og fleira í þá áttina)en samt sem áður er tekið fullt tillit til niðurstaðna úr þeim.
Við erum bara með "nákvæmar" hitamælingar síðan farið var að mæla þetta með gervihnöttum, og þar eru ennþá skekkjumörk útaf t.d. urban heating.
Þeir sem eru fylgjandi þessu global warming af mannavöldum hafa oft kastað fram þessu grafi (eða svipuðu allavega
og þessu líka (eða svipuðu allavega)
En hérna er eitt sem þið kannski hafið ekki séð, en þetta er svipað graf nema með áætluðum skekkjumörkum.
Við erum að tala um breytingar á hitastigi, sem eru innan við 1°c á 120+ ára tímabili. Og tölurnar í byrjuninni eru með ca 0.5°c skekkjumörkum.. Er hægt að taka þetta graf það alvarlega?.
Hérna er smá annað líka sem er ekki oft talað um. Hvað er gróðurhúsalofttegund?.. jú það er Lofttegund sem kemur í veg fyrir að geislar (hiti) frá sólinni endurkastast frá jörðinni og helst því lengur inní hjá jörðinni.. hérna er mynd sem ætti að útskýra þetta.
Hvaða lofttegundir flokkast undir gróðurhúsalofttegundir? Jú hið vonda CO² meðal annars, en svo eru það líka Metan gas (sem beljur framleiða meðal annars), Niturgas (Nitrogen Oxide) og svo Vatnsgufa (Water Vapor) sem á til að gleymast oft.
Hvað ætli CO² sé stór hluti af gróðurhúsalofttegundum. 50%?.. nei reyndu aftur, 30%?, nei .. það er ekki 20%, ef þú sagðir 10% þá ertu nálægt því. CO² er innan við 5% af öllum gróðurhúsalofttegundum, eða um það bil 3.5-4%. 95% af öllum gróðurhúsalofttegundum er Vatnsgufa (Ský ef þú vissir það ekki), Metangas og Niturgas er ca 1% og aðrar lofttegundir fylla restina.
Hvað er mikið hlutfall af CO² í loftinu af mannavöldum?... 50%?.. nei minna, 40%? .. nei ekki svo mikið, ekki 30% né 20% .. undir 10%.
Það virðist nefnilega oft vera þægilegt fyrir "dómsdagsspámenn" að "gleyma" vatnsgufunni, en við Mennirnir höfum nú ekki teljanleg áhrif á það.
Hvernig væri að hætta að eyða milljörðum í þetta global warming rugl og fara að eyða peningnum í eitthvað gagnlegt, einsog geimrannsóknir því fyrr eða síðar þá munum við þurfa að yfirgefa Jörðina útaf einhverri alvöru heimsógn sem ógnar jörðinni (ekki alheiminum).
Rannsaka alheimsógn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 11:06
Hahaha.. þetta minnir mig á ..
.. Þegar ég flaug einu sinni til Ísafjarðar.
flugvélin fór á loft og allt gekk vel, svo kemur flugstjórinn í hátalarana á miðri leið og segir hvað við erum að fljúga hátt og hvernig veðrið er og svona. Nema þegar hann endurtekur rulluna á Ensku þá nefnir hann áfangastaðinn sem Egilstaði en ekki Ísafjörð, og það var æðislega fyndið að sjá alla farþegana verða mjög undrandi, það vissi ekki hvort átti að fara til Ísafjarðar eða Egilsstaða. Þrátt fyrir það þá minntist enginn á þetta og allir sátu bara sem fastast í stólunum sínum og þögðu, þótt þeir væru greinilega nokkuð órótt.
Hef nú flogið þessa leið nokkrum sinnum sjálfur svo ég vissi alveg að við værum á réttri leið (Ísafjörð) miðað við landmerkin á jörðu niðri
Flugstjóri vissi ekki hvert hann var að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 16:58
Ræður þá ekki þingmeirihlutinn?
Það er vitað mál að hvalir éta fisk.
Skrifaði eftirfarandi sem comment við eitthvað blogg hérna fyrir einhverjum vikum, finnst fínt að koma þessu á framfæri :
Hrefnustofninn telur um 100 þúsund dýr í norðurhöfum, og um 600-650 þúsund í suðurhöfum.
Talið er að karlkyns Hrefna éti um það bil 200Kg af fæðu, og kvenkyns hrefna um 280 Kg af fæði á dag. já, þetta er á dag.
100 þúsund hrefnur éta þá hvað, 24.000.000 Kg af fæðu á dag. (ég tók bara avg á milli kk og kvk og setti 240kg á hvert dýr).
Hrefnur éta aðallega á 5 mánaða tímabili og liggja svo nokkurnveginn á meltunni restina af tímanum, svo hrefnustofninn hérna í norðurhafi er að éta um 3.600.000.000 Kg af fæðu á þessu tímabili., þetta eru 3.6 Milljón tonn.
Hrefnur éta bæði Fisk og önnur sjávardýr einsog rækju og svif, og talið er að það sé nokkuð jöfn skipting þar á milli, svo þetta er 1.800.000.000 Kg af Fiski sem þær éta.
Til samanburðar, þá er heildarkvóti allra fiskitegunda (ýsu, loðnu, þorsks, síld, karfa etc ) íslendinga um 1.4 Milljón tonn.
Svo Hrefnan er með stærri "sjávarútveg" en við.
talið er að hver kvenkyns hrefna fæði kálf á ca 2-5 ára fresti. ef við gefum okkur að helmingurinn af stofninum er kvenkyns, þá erum við að tala um 50 þúsund dýr, segjum að einungis 5% þeirra fæði kálf á ári, það er 2500 nýjir kálfar árlega.
Og þetta er bara hrefnustofninn í norðurhöfum, í suðurhöfum þá eru hrefnur að éta um 10.8 Milljón tonn af fiski á ári. Til samanburðar þá er það töluvert Meira magn en Heildarafli Noregs, Íslands, Kanada, Danmerkur, Færeyja og Bretlands samanlagður.
Þessar skepnur éta fisk, staðreynd.
Það eru til áætlanir yfir stærð stofnana, staðreynd.
Restin er bara einföld stærðfræði.
Á endanum, þá verður ekki nægur fiskur eftir til að svala þörfum bæði mannfólks og hvala ef hvalir (þá sérstaklega hrefnur) fá að fjölga sér ótakmarkað.
36 þingmenn vilja hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 16:27
Djöfull eru þeir sniðugir
Skrítið að þetta viðskiptatækifæri hafi ekki verið nýtt áður, Meina fólk deyr og þarf að jarðsetja.
Í þokkabót geta þeir skellt "Veljum Íslenskt" á kisturnar.
"The only constant in life is Death and Taxes".
Líkkistusmíði í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 09:59
Ég er einn af þessum HMV Nemendum...
Þessi 18 eininga regla var öllum sjáanleg síðasta haust og því ætti að hafa verið ágætur tími fyrir nemendur til að gera ráðstafanir, amk var nægur tími til að hafa samband við Lín og athuga með vissu hvort það fengi greitt eða ekki. Ég nennti ekkert að athuga þetta hjá Lín, ég bjóst ekki við að fá neitt en samt vonaðist til þess að HMV nemendur fengu skólagjaldalánið frá fyrri önn greitt út, gott að vona en auðvitað á maður ekki að gera plön sem gera ráð fyrir einhverju sem maður er ekki viss um og því á alltaf að gera ráðstafanir gegn öllum útkomum, ég var búinn að því síðasta haust, talaði við bankann minn sem sagði að það væri lítið mál að redda skólagjöldunum ef ég fengi ekki frá Lín.
Svo ég fór bara niður í mjódd og talaði við þjónustufulltrúann minn og hún henti skólagjöldunum inní greiðsludreyfinguna hjá mér og þar með var skólagjaldavandamálið úr sögunni.
Ég er hjá Landsbankanum og ég er ekki að fara að breyta því neitt, þeir hafa verið góðir við mig og mjög sveigjanlegir í öllum mínum viðskiptum við þá.
Illa staddir vegna breyttra reglna LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2009 | 12:39
Dejá vú
vorum við ekki búin að þessu? United States vs Microsoft anyone?
Fyrst var það IE í Windows, svo var það Windows Media Playerinn og núna er verið að herja á þá aftur útaf Internet Explorer...
Windows Media Player deiluna leysti Microsoft með því að bjóða uppá útgáfur af Windows sem kemur án Windows Media Playersins en hefur einhver heyrt um það?, hefur einhver notað það stýrikerfi?.. nei, Ég held að það sé einfaldlega af því að fólki er andskotans skítsama um þess ákæru, og tölvuframleiðendur vilja frekar hafa almennilegt stýrikerfi sem er sem minnst böggandi fyrir viðskiptavini í sínum tölvum. Já, það er böggandi að þurfa að finna og downloada nýjum media player til þess að horfa á fréttirnar á Rúv eða hvaða miðli sem er sem notar .. já, Windows Media codec og Windows Media Video og Windows Media Audio skráarsnið sem eru gerð sérstaklega fyrir Windows Media Player (WMV).
Og núna á að endurtaka sama leikinn með Internet Explorer aftur. Hvers eiga einfaldir neytendur að gjalda?. Hvernig í fjandanum á það fólk þá að nálgast aðra vafra?. Gegnum FTP, já það er hægt .. líka public webdav dirs.. en hvernig á venjulegt fólk að vita af þeim möguleikum.
Ef það fylgir ekki vafri með stýrikerfinu, þá er ekkert Internet í tölvunni fyrir mjög marga almenna tölvunotendur.
Ég hef ekki lesið þessa ákæru, en ég ætla rétt að vona að ESB séu ekki það heimskir og þröngsýnir að þeir vilji banna að IE fylgi með stýrikerfinu, því það kemur bara til með að skaða neytendur, og að þetta snúist frekar að því að IE er samofinn Windows Kjarnanum að vissu leiti. Ástæðan fyrir því að IE er samofinn Windows er sá að mjög mikið af management tólum, og þjónustum sem MS býður uppá keyra í gegnum W3 rendering vélina til að bjóða uppá GUIið og það þarf að tala við Windows kjarnann. t.d. þarfnast Windows Update þess. Þið hafið eflaust heyrt af Windows útgáfum sem búið er að taka út Internet Explorer, en það er ekki alveg rétt. Rendering engineið úr IE er ennþá til staðar, og þær útgáfur sem fóru alla leið og hentu út rendering engineinu þá er búið að loka á margar þjónustur og forrit í Windows, ber þar helst á Windows Update þjónustan.
Ef dómur í þessu máli fellur ESB í vil þá bíð ég eftir því að Adobe kæri Microsoft fyrir að láta Microsoft Paint fylgja með Windows sem skaðar þróun á hendur Photoshop, að IBM kæri Microsoft fyrir að láta Outlook Express fylgja með, sem skaðar nýbreytni og þróun á Lotus Notes, að MapleSoft kæri Microsoft fyrir að láta Microsoft Calculator fylgja með sem er í beinni samkeppni við Maple stærðfræðiforritið, að Sony Creative Software kæri Microsoft fyrir að láta Windows Movie Maker fylgja með Windows sem er í beinni samkeppni og skaðar þróun á Sony Vegas myndvinnsluforritinu og að Corel kæri Microsoft útaf því að WordPad fylgir með Windows sem keppir við Corel's Word Perfect.
En í fullri alvöru, Hverjum er ekki drullu sama þótt Internet Explorer fylgi með Windows?. Fólk notar það sem það vill, ef einhver er ósáttur við Internet Explorer þá nær hann sér í annan vafra. Það þarf ekki annað en að fara á einhverja leitarvél og skrifa "browser" og þá fær það helstu vafrana á markaðnum í dag, Firefox, Opera, Chrome, Safari. Kannski Microsoft bæti við splashscreen í IE8 sem segir að það sé ekki bundið við IE8, ég meina þótt það sé ekkert að henda því út þá merkir það ekkert að það verði að nota það.
ESB kærir Microsoft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar