Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Ljótt að nota kreppuna á þennan hátt

En það kom mér samt ekkert á óvart að þessir náttúruverndarsinnar myndu notfæra sér kreppuna til að reyna að kúga stjórnvöld til þess að ná fram markmiðum sínum og ég leyfi mér að spá því að það eigi eftir að virka.

En hvernig væri að fá að halda fisksölunni okkar og fá svo þessi 300 störf að auki,  nei það væri of gott fyrir vondu Íslendingana sem veiða hvalina.  Ef það er einhver markaður fyrir hvalkjöt,  af hverju ekki að veiða hann?  Og á sömu nótum.. af hverju ekki að auka aflaheimildir á sama tíma til að blása smá í sjávarútveginn, opna aftur fiskverkunarstöðvarnar á landsbyggðinni.


mbl.is Hóta viðskiptabanni vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harður gaur ...

Vá ..  Þetta er harður gaur ef hann lærði á skipið útfrá handbókunum einum saman OG hann náði að stýra skipinu án þess að aflæsa stýrinu OG hann gat siglt út úr höfninni og inn aftur þrátt fyrir að það væri talið ófært með 5metra ölduhæð ... Woundering


mbl.is Björgunarskipi stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlar fréttir...

Jæja, þá loksins caveaði ég inn og stofnaði moggablogg. 

Fyrsta færslan verður um þessa "nýju frétt" á mbl.is um risavaxna svartholið í miðjunni á Vetrarbrautinni.  En þetta kalla ég seint nýja frétt.

Vísindamenn hafa vitað að það er risavaxið svarthol í miðjunni á Vetrarbrautinni í þó nokkuð mörg ár,  og í raun er risavaxið svarthol í miðjunni á öllum vetrarbrautum.

 Ég er ekki að finna upprunalega efnið sem þessi frétt hefur verið þýdd úr,  en ég efast um að þessi rannsókn "hefur leitt í ljós að það er risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni" þar sem það var vitað með vissu fyrir all nokkru síðan.

Elsta sem ég hef fundið við stutta leit á netinu, sem fjallar um ofursvarthol í miðju Vetrarbrautarinnar er þessi grein frá fréttasafni Chandra sem segir m.a. : "Culminating 25 years of searching by astronomers, researchers at Massachusetts Institute of Technology say that a faint X-ray source, newly detected by NASA's Chandra X-ray Observatory, may be the long-sought X-ray emission from a known supermassive black hole at the center of our galaxy."

Þannig að það var vitað að það væri Svarthol í miðju vetrarbrautarinnar fyrir árið 2000,  svo sá sem skrifaði/þýddi þessa frétt á ætti að fara betur yfir þýðingar sínar til að það sé ekki verið að ýgja að einhverri vitleysu. En annars er gott að það sé eitthvað líf á þessum fréttaflokk.


mbl.is Risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband