15.5.2009 | 01:39
Hvaða helv. kjaftæði er þetta ...
Forsjárhyggjan algjör ...
Trópí og aðrir ávaxtadrykkir sem eru ekki sykraðir eru alveg jafn skaðlegir tönnum og gosdrykkir, enda sýrustigið mjög hátt í mörgum ávöxtum... fara þeir næst undir taxhammerinn ég spyr?..
Hvernig væri að kalla þetta það sem það er í staðinn fyrir þessa örþunnu yfirbreiðslu sem er þynnri en ryðlagið á bílnum mínum .. : sneið af gosdrykkjamarkaðs kökunni til að koma einhverjum aurum í ríkiskassann.
ég býst við því að ríkisskatturinn af sígarettum og tóbaki eigi eftir að hækka líka og skattur á allar vörur með Aspartam og transfitusýrum á næsta leiti, bann við Cheerios einsog ESB er með og hvernig væri að leggja skatt á herta fitu í leiðinni.
Hvað er þá eftir ? .. letiskattur fyrir letingja?..
Vil bara benda á að allt og þá meina ég allt er slæmt fyrir mann í of stórum skömmtum... og þar af leiðandi ætti að leggja skatt á allt.. nei fyrirgefðu það er skattur á öllu sem kallast virðisaukaskattur.. hér er hugmynd : hækka hann?.
Ef Stjórnin er svona desperate í að fá peninga í ríkiskassann þá get ég bent á nokkrar leiðir sem myndu skila nokkrum milljörðum í kassann á ári .. Hætta eða minnka þessi listamannalaun, hætta eða minnka greiðslu til þjóðkirkjunnar sem hún á ekki innistæðu fyrir (og ekki koma með þetta kirkjujarðarkjaftæði það réttlætir ekki hversu háar þessar fjárhæðir eru ), fækka þingmönnum um helming, hætta að greiða þingflokkunum fyrir að vera á þingi, fækka nefndum á þinginu.
Tillaga um sykurskatt ótrúleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.