Færsluflokkur: Dægurmál

Er það ekki sjálfsagt mál ?

"..og hins vegar að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði bindandi."

Ætti það ekki að vera gefið þjóðaratkvæðagreiðsla verði bindandi? ...  Ef þjóðin vill ekki eitthvað og það er sýnt frammá það með þjóðaratkvæðagreiðslu þá á það að vera sjálfsagt að sú niðurstaða bindandi.

Það að það sé einhver efi um annað er ekkert annað en skömm fyrir þessa lýðræðislegu (*fliss*.. sorry ég bara get ekki kallað Alþingi lýðræðislega stofnun án þess að flissa eftir að í ljós hefur komið að þingmenn eru kúgaðir til hlýðni) stofnun sem Alþingi er.


mbl.is Þjóðin hafi fyrsta og síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mætti halda að þetta væri alveg stórhættulegt..

"These were the survivors of fridays casualty toll.."

Svona byrjaði þessi fréttaskýring og ég bjóst við að alveg fleiri hundruð manns lægu í valnum eftir eitthvað allsvaðalegasta nautahlaup síðari ára..    En svo kom "1 man was not so lucky" og ég dó úr hlátri.  Fleiri hundruð ef ekki þúsundir manna taka þátt í þessu árlega, það er í raun merkilegt að þetta er fyrsta dauðsfallið í 15 ár í nautahlaupinu!, og það er svaka drama í kringum þetta eina dauðsfall...  "9 other injuries" þar af 3 sem drógu blóð og restin var eitthvað smáræði,  þetta hljóta að vera ömurlegustu naut í heimi.


mbl.is Lést í nautahlaupinu í Pamplona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og það vinstra er betra uppá tónlist að gera ...

 ... Eða það las ég í einhverju tímariti fyrir mörgum árum,  þar var talað um að Hægra eyrað væri betur í stakk búið að vinna upplýsingar úr töluðu máli (einsog fram kemur í fréttinni) og svo var talað um að hinsvegar væri það vinstra betur í stakk búið til að hlusta og njóta tónlistar.

Ég veit það allavega að þegar ég er að hlusta á tónlist í heyrnatólum og einhver fer að tala við mig þá tek ég yfirleitt heyrnatólin af mér hægra megin Smile


mbl.is „Heyrum“ betur með hægra eyranu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig að það má ekki fylgja með Media player eða vafri ..

..  En vírusvörnin má fylgja með ?,  

Á milli þessara þriggja þátta þá held ég að það séu sterkustu "samkeppnis" rökin á móti því að það fylgi Vírusvörn með,  enda er mikill business í vírusvörnum.


mbl.is Ókeypis vírusvörn Microsoft sögð ófullnægjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta minnir mig svoldið á Yes Minister þættina

"Hann sagði að ákvæðin í samningunum væru algerlega hliðstæð ákvæðum, sem verði væntanlega í lánasamningum við hin Norðurlöndin. „Halda menn að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum fari að setja slík ákvæði  inn í samning til að geta með krókaleiðum ásælst auðlindir Íslendinga? Nei, þetta er af lagatæknilegum og samningatæknilegum ástæðum," sagði Steingrímur."

 Er þetta ekki bara flottari og lengri leið til að segja "Tæknilega séð geta þeir nálgast auðlindir Íslendinga, en við höldum að þeir geri það ekki (því öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir)"


mbl.is Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Sjálfstæðisbarátta ... bíddu ...

Erum við ekki sjálfstæð þjóð, hvenær misstum við sjálfstæðið okkar?  Ég hef alltaf haldið að við höfum verið sjálfstæð þjóð síðan 1944.  Einhverntímann í millitíðinni höfum við greinilega misst sjálfstæðið,   en ég hafði ekki hugmynd um að leiðin til að fá sjálfstæðið aftur væri að gefa völd og yfirráð yfir okkar málum til þriðja aðila,  ég er búinn að hugsa þetta vitlaust í öll þessi ár ..  Hvað ætli það séu margir sem hafa misskilið þetta einsog ég Woundering


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er tími og stund fyrir rafbyssur ..

.. og þetta var klárlega ekki tíminn eða stundinn fyrir notkun rafbyssu.

 Venjulega hef ég ekkert á móti notkun lögreglu á rafbyssum,  en að nota hana á 72 ára ömmu er nú svoldið ýkt og merki um mjög svo latan lögreglumann sem nennir ekki að tala hana til eða nota "gömlu" leiðina til að "yfirbuga" hana.  Ég get ekki með nokkru móti ímyndað mér að hún hafi verið það erfið viðureignar eða það hættuleg að notkun byssunar hafi verið nauðsynleg.. hvað er það versta sem hún hefði getað gert? .. rasskellt hann á berann bossann einsog óþekkan krakka? .. varla.

En af hverju var ekki allt atvikið sýnt í þessu myndbroti spyr ég nú.


mbl.is Lögreglumaður beitti rafbyssu gegn langömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef það fylgir enginn vafri ..

.. hvernig á fólk þá að komast inná vefsíður þeirra fyrirtækja sem bjóða uppá vafra svo það geti náð í þessa vafra svo það geti farið að skoða vefsíður á internetinu?

Hvort kom á undan,  hænan eða eggið?
mbl.is Windows 7 selt án IE í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er vandamálið ?

Stendur í fréttinni :

"Þar kemur fram að stefna Marks & Spencer sé að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki, sem tengist atvinnuslátrun sjávarspendýra, þar á meðal hvala. "

Ekkert mál,  þá bara kaupa Marks og Spencer ekki hvalkjöt af Hval Hf.

 I don't see the problem.


mbl.is M&S varar við afleiðingum hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara einsog í GTA

Lenti í svipuðu fyrir 2 dögum,  var á leiðinni heim að keyra niður götuna mína þegar einhver horaður smátittur hljóp inná götuna beint fyrir framan bílinn minn öskrandi eitthvað sem ég heyrði ekkert hvað var útaf útvarpinu,   gerði merki sem ég gat bara skilið á þann hátt að hann vildi að ég færi úr bílnum .. ég var ekkert alltof hrifinn af því og keyrði mjög hægt framhjá honum og starði á hann allan tímann og svo hljóp hann burtu.  Fail bílræningi.


mbl.is Eiganda bíls kastað út og bílnum rænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband