Færsluflokkur: Dægurmál
3.9.2009 | 12:05
Nei fjandinn..
.. Hvar sækir maður um svona leyfi.
Maður verður víst að hafa allt á hreinu þegar maður fær gesti og vill bjóða þeim uppá kaffi.
Sektaður fyrir að gefa kaffi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2009 | 23:43
Þetta er líka helvíti gott vatn ..
Íslenskt vatn á bandarískum flugvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 12:28
Megum við þá senda ESB reikninginn ?
Næstum öll ljósastæðin heima hjá mér, foreldrum mínum og fleirum sem ég þekki eru "gamaldags" og geta ekki rúmað Sparperur í núverandi mynd. Tala nú ekki um alla lampana á svæðinu.
Ef það á að banna okkur að kaupa venjulegar ljósaperur, þá neyðumst við til þess að kaupa ný ljósastæði og nýja lampa með tilheyrandi kostnaði.
Megum við þá senda ESB reikninginn fyrir þeim kostnaði?
Örlög glóperunnar á Íslandi ráðast senn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.8.2009 | 17:09
Kemur nú ýmislegt misjafnt í ljós í þessum fyrirvörum
Það er allt að gerast núna. Icesave fyrirvörum lekið í Egil (og fleiri?) og allir(?) mjög fúlir yfir því, lekandanum (fliss) meira að segja hótað ákærum fyrir Landráð og ég veit ekki hvað. Kíkti eitthvað á þessa fyrirvara sem hann Egill setti á bloggið sitt í gær og margt misjafnt þar að finna, en það var strax eitt atriði sem vakti athygli mína.
2. Að staða Íslands sem fullvalda ríkis komi í veg fyrir að gerð sé aðför í eignum þess sem það þarf nauðsynlega á að halda til að starfrækja hlutverk sitt sem fullvalda ríki með viðunandi hætti. Sama á við um eignir íslenska ríkisins erlendis, þar á meðal eignir Seðlabanka Íslands, sem njóta verndar samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar.
Það voru hér misfróðir menn sem bentu á það strax þegar Icesave samningnum var lekið fyrr um árið að verið væri að leggja eignir hins opinbera að veði í samningnum og að Bretar og Hollendingar gætu gengið að þeim ef við myndum ekki standa undir honum.
Því var alfarið neitað af Stjórnvöldum og sagt að það væri bull og vitleysa að hægt væri að ganga að eigum Ríkisins og það væri óþarfi að eyða tíma í að ræða það eitthvað frekar. .
Fyrst þetta er svona mikið bull og vitleysa að Óbreyttur Icesave samningurinn opni á þann möguleika að Bretar og Hollendingar geti gengið að eignum Ríkisins, af hverju það er verið að setja fram sérstakan fyrirvara sem kemur í veg fyrir að hægt verði að ganga að þeim?, mér er spurn.
Skaðar hagsmuni Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2009 | 23:15
jahá ..
Svo má heyra að margir séu óánægðir með hvað "þremenningarnir" gerðu í ESB málinu, að þeir hafi gengið á móti stefnu flokksins, ættu að skammast sín og jafnvel segja af sér þingmennsku. Enn aðrir hafa verið að segja að það ætti bara að leggja Borgarahreyfinguna niður sem er mér að öllu óskiljanlegt.
Hinsvegar hafa þeir sem ég hef talað við verið á andstæðu róli og finnst hreyfingin bara að vera góða hluti, og ég get ekki sagt annað en að ég sé á sama róli.
Hvernig er hægt að segja að þau hafi gengið á stefnu flokksins í ESB málinu þegar flokkurinn er ekki með ESB á sinni stefnuskrá, þau rök falla um sig sjálf.
Ég vona að þau haldi áfram að veita ferskan andvara í Íslenska pólitík sem hefur verið staðnað fyrirbæri í fleiri ár, því í raun hvað hefur breyst í Íslenskri pólitík síðustu ár?
Seinni tíma viðbót (edit):
Ég er búinn að vera að lesa nokkrar greinar og nöldur fólks um borgarahreyfinguna og eftir það þá er það minn skilningur að fólk sé einna helst óánægt með þremenninga útaf því að þau hafi sagt nei við þessu frumvarpi og þar með einhvernveginn komið í veg fyrir að þjóðin fengi að segja sitt í ESB málum og að Þráinn hafi verið að fara eftir flokkslínum í þeim efnum (þ.e. að þjóðin fengi að ráða) með því að segja já við umsóknarfrumvarpinu. Það virðist allavega vera rauði þráðurinn í þessari grein sem ég las, en sami Þráinn sagði nei við breytingartillögu sjálfstæðismanna sem hefði stuðlað að auknu "lýðræði" með því að spyrja þjóðina beint út hvort hún vildi sækja um í ESB. Var Þráinn þá ekki að hefta "rödd fólksins" með því að stuðla að því að hún heyrist síður en ella?
Enginn þingmaður mætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 7.8.2009 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2009 | 13:57
Þetta er ennþá fyndnara þegar hlutirnir eru settir í samhengi
Þetta er Eyjan Capri á Ítalíu (nokkuð viss um að þetta sé rétt eyja)
Og þetta er bærinn Carpi á Ítalíu (líka nokkuð viss um að þetta sé réttur
Einsog sést á google maps þá eru þessir 2 staðir ansi ólíkir.. og bærinn Carpi er ekki einu sinni nálægt vatni!
Rétt stafsetning mikilvæg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 15:48
Hvur fjárinn ..
Fjármálaráðherra hefur rætt við formenn skilnefnda Glitnis og Kaupþings um að ríkið kaupi þau verk sem þyki standa upp úr, af bönkunum þegar þeir verða aftur einkavæddir.
Það er búið að vera að tönglast um þessi listaverk alveg síðan bankarnir voru einkavæddir og svo aftur núna þegar þeir voru þjóðnýttir, um hvernig þau fóru "óvart" með bönkunum þegar þeir voru seldir. Á ríkið ekki bankana núna? Getur ríkið þá ekki bara hirt þessi listaverk sem eru talin vera þjóðargersemar og sett þau í Listasafn Íslands. Af hverju að gera hlutina flókna, nóg er nú klúðrið í kringum þessi verk.
Listaverkin gerð upp með bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2009 | 10:36
Athugasemd við blogg Kjartans Jónssonar
Venjulega pæli ég ekkert í því hvernig annað fólk hagar sínum bloggum en þegar um er að ræða hreint og beint áróðursblogg þar sem komið er í veg fyrir öll andmæli þá dugir ekki að hunsa það.
Einsog bent var á í bloggi Axel Þórs sem má finna hér, þá hefur Kjartan Jónsson nýlega byrjað að blogga hérna á moggablogginu og hefur tekið upp sérlega stranga ritstjórnarstefnu þar sem hann er mjög harður á að eyða öllum athugasemdum sem hugnast honum ekki eða eru andstæð málstað hans (sem virðist vera ESB) og auk þess þá bannar hann umsvifalaust þá einstaklinga sem skrifa þær athugasemdir, sem gerir mjög erfitt að veita andsvör eða já, gera athugasemdir við skrif hans.
Þar sem ég er einn af þeim einstaklingum sem hann hefur bannað þá get ég ekki veitt andsvör við nýjustu færslunni hans sem er að finna hér þó langar mig að koma þeim á framfæri á mínu eigin bloggi hér og ég býð honum að svara ef honum svo hugnast. Einnig býð ég þeim sem vilja skrifa athugasemdir við blogg hans að afrita þau hingað ef vera skyldi að hann eyði þeim út einsog hefur gerst fyrir marga.
Af hverju eigum við raunhæfa möguleika á að borga skuldir okkar ef við göngum í ESB, frekar en ef við stöndum fyrir utan það.
Það er mörg ár í að við fáum að taka upp Evru hér ef svo fer að við göngum í ESB (ef þú varst að meina að við gætum einhvernveginn borgað þetta frekar ef við værum með "stöðugan gjaldmiðil") og auk þess þá gera skilyrðin fyrir upptöku Evru hana nokkurnveginn ónauðsynlega.
Að borga eða ekki borga. Auðvitað eigum við borga, ef það er okkar að borga þeta. Það er bara þannig að margir hafa komið fram og sagt að það sé á gráu svæði um hvort okkur beri að borga Icesave. Auk þess þá er ekkert ljóst hvort við höfum burði til að standa undir Icesave í núverandi mynd (samningi) þótt bjartsýnustu spár seðlabankans segi það.
Auk þess þá er núverandi krafa um að við eigum að borga vexti af upphæðinni til Hollendinga frá því að þeir tóku uppá sitt eindæmi að borga sínum innistæðu eigendum þótt Íslensk lög (sem ætti að fara eftir ef okkur ber að borga þetta) feli í sér 1 árs ramma þangað til innistæðueigendum er borgað og því ber okkur engin sérleg skylda til að greiða þeim gagnvirka vexti af þessari upphæð aftur í tímann.
Við eigum að láta á það reyna hvort okkur ber að borga þetta, og ef okkur ber að borga þetta þá eigum við að semja uppá nýtt þannig að við fáum raunhæfan samning sem vitað er með vissu að við getum staðið undir og breið samstaða er með.
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 16:23
Hvað er fólk að böggast útí Borgarahreyfinguna?
ESB er ekki einu sinni á stefnuskrá flokksins og með því að leggjast gegn umdeildum ríkisstjórnarfrumvörpum og útaf óákveðni í VG þá er hægt að skapa þrýsting á stjórnina og fá sitt framgengt. Það er ekki mikill meirihluti fyrir ríkisstjórnina og það þarf ekki marga í VG (hægt að gleyma þingmönnum SF sem eru alveg heilaþvegnir) til að leggjast gegn ríkisstjórnarfrumvörpum til að fella þau ef stjórnarandstaðan er á öll móti þeim.
Hvað annað á þessi hreyfing að gera til að koma sínu fram?.. þetta er örflokkur í samanburði við hina. Ef þeir nota ekki öll þau færi sem gefast þá fyrst geta þau hætt þessu og farið heim.
Óvissa um samstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.7.2009 | 14:15
Svartur dagur...
Lýðræðislegar umbætur á aðildarumsókn til ESB hafa verið felldar, og samþykkt er óbreytt tillaga um að fara í aðildarviðræður við ESB þar sem þjóðin gefur sitt síðasta (ráðgefandi) orð um samþykkt aðildar.
Núna verður 1000 milljónum, ef ekki meira, eytt í aðildarviðræður sem á eftir að taka fleiri mánuði og svo verður farin fram (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort við viljum þetta.
Þá er vonandi að þjóðin verði ekki plötuð aftur og skjóti niður þessa ESB aðild, og að þessi gagnslausa ríkisstjórn sjái sóma sinn í því að fara eftir því sem þjóðin segir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar