Og stofnkostnaðurinn er ???

Það þarf þá að kaupa inn 301.381 (Hagstofan) GPS tæki til að setja í bílana,  hver á að borga það ?  Ökumenn býst ég við, ríkið er á kúpunni.

Það þarf að kaupa inn 301.381 GSM tæki af einhverri tegund til að tengja við GPS tækin ef þau eiga að senda upplýsingar um GSM kerfið til einhverrar stjórnstöðvar. 

Svo þarf að kaupa 301.381 tölvu til að samtengja GSM búnaðinn við GPS tækið og vinna útúr upplýsingum og senda áfram.

Það má svo troða þessu öllu inní einn kassa og líma á húddið á bílum (GPS tækið virka bara í beinni sjónlínu við gervihnetti).

Svo .. hvað á þetta drasl að senda upplýsingar oft til stjórnstöðvar?.  1x á dag? ..   Ef þetta er sent með smáskilaboði þá er eflaust hægt að semja við einhvert símfélagið um ódýr SMS,  segjum 3kr skeytið.. það væri þá  milljón á dag.. sem hver ætti að greiða?,   ökumenn auðvitað, leggst ofan á skattana af akstri.  Svo gæti þetta verið sent um GPRS, þá þyrfti að fá GPRS mótöld í staðinn fyrir GSM tæki sem eru aðeins dýrari..  GPRS rukkar eftir gagnamagni og ég slumpa á að kostnaður yrði svipaður .. milljón á dag við að senda gögnin.

Svo þarf að fjárfesta í þessari stjórnstöð,  það þarf væntanlega ágætis vélbúnað til að móttaka og reikna útúr gögnum frá 301 þúsund bíl,  svo þarf að manna þessa stjórnstöð 24/7 og hellingur af ófyrirséðum kostnaði,  það þarf sérsmíðaðan hugbúnað til að sjá um þetta allt sem kostar nokkrar milljónir að láta búa til. 

Stofnkostnaður við þennan blauta draum telur á milljörðum..,  rekstrarkostnaður á ári liggur í hundruðum milljóna á ári. 

Og á endanum þá eiga mjög margir ökumenn einfaldlega eftir að rífa þessa svörtu kassa úr bílunum sínum og skilja eftir heima eða til að vera meira pent á því munu eflaust margir kaupa sér GPS blocker einsog þennan hér sem dæmi,  eða einfaldlega blocker á GSM/GPRS partinn einsog þennan hér.  

Þetta er mjög vanhugsuð tillaga frá A til Z,   verst að núverandi ríkisstjórn er svo skammsýn að hún væri líklegt til að leggjast útí þetta.


mbl.is Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GPRS?

Ert þú fastur enn á árinu 2005?

Annars er þetta bara tillaga, sem yrði kolfelld.

Ef tollhlið eru framtíðin þá verða líklega bara svona nemar eins og er hjá tollhliðinu hjá Hvalfjarðargöngunum.

GPS tæki þurfa ekki að vera í beinni sjónlínu við gervihnetti.

Ég get auðveldlega notað GPSið í símanum mínum í herberginu mínu, þarf þó að standa við gluggann, skiptir engu þó gluggatjöld séu fyrir eða ekki.

Hæbb 4.10.2010 kl. 16:38

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvort sem það virkar í beinni sjónlínu eða ekki, þá þarf samt að teipa 150K svona tæki við bíla landsmanna.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.10.2010 kl. 22:55

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Hvað er að GPRS?.. ertu að tala um að nota 3G í staðinn ?..  Gagnamagnskostnaður yfir bæði er svipaður,  nema kostnaður við 3G mótöld eru miklu meiri en við GPRS eða GSM mótöld og það er ekki verið að tala um mjög mikið gagnamagn sem þarf að senda (nokkur KB ef forritararnri á bakvið þetta eru ekki gagnslausir) svo aukinn hraði á 3G vegur sig ekki á móti kostnaði.  

Veistu hvernig GPS tæki virkar?..  GPS tækið mitt virkar líka við gluggan minn.  En þetta er ekki ljósgeisli heldur er þetta veik útvarpssending sem kemur frá gervihnöttum á 2 tíðnum (1.57542 GHz (L1 signal) og 1.2276 GHz (L2 signal)).  Útvarpsbylgjur eiga auðvelt með að komast í gegnum létt efni einsog gardínur og gler ef það er ekki þykkt en erfiðara með að fara í gegnum þykkari/þéttari efni einsog Steinsteypu, eða málma eisnog Járn/stál/ál (þakið á bílnum þínum t.d.). þessvegna myndi ekki duga að henda GPS tæki í skottið á bílnum þínum (nema það væri verulega þunnt skott og mikið af glufum). Ástæðan fyrir því að það er talað um að það þurfi að vera í Beinni sjónlínu er til að það sé öruggt að það virki,  gardínur geta verið mismunandi, og gluggar líka.

http://electronics.howstuffworks.com/gadgets/travel/gps.htm

Jóhannes H. Laxdal, 11.10.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband