Athugasemd við blogg Kjartans Jónssonar

  Venjulega pæli ég ekkert í því hvernig annað fólk hagar sínum bloggum en þegar um er að ræða hreint og beint áróðursblogg þar sem komið er í veg fyrir öll andmæli þá dugir ekki að hunsa það. 

  Einsog bent var á í bloggi Axel Þórs sem má finna hér, þá hefur Kjartan Jónsson nýlega byrjað að blogga hérna á moggablogginu og hefur tekið upp sérlega stranga ritstjórnarstefnu þar sem hann er mjög harður á að eyða öllum athugasemdum sem hugnast honum ekki eða eru andstæð málstað hans (sem virðist vera ESB) og auk þess þá bannar hann umsvifalaust þá einstaklinga sem skrifa þær athugasemdir,  sem gerir mjög erfitt að veita andsvör eða já, gera athugasemdir við skrif hans.

  Þar sem ég er einn af þeim einstaklingum sem hann hefur bannað þá get ég ekki veitt andsvör við nýjustu færslunni hans sem er að finna hér þó langar mig að koma þeim á framfæri á mínu eigin bloggi hér og ég býð honum að svara ef honum svo hugnast.  Einnig býð ég þeim sem vilja skrifa athugasemdir við blogg hans að afrita þau hingað ef vera skyldi að hann eyði þeim út einsog hefur gerst fyrir marga.

 Af hverju eigum við raunhæfa möguleika á að borga skuldir okkar ef við göngum í ESB, frekar en ef við stöndum fyrir utan það.

Það er mörg ár í að við fáum að taka upp Evru hér ef svo fer að við göngum í ESB (ef þú varst að meina að við gætum einhvernveginn borgað þetta frekar ef við værum með "stöðugan gjaldmiðil") og auk þess þá gera skilyrðin fyrir upptöku Evru hana nokkurnveginn ónauðsynlega.

Að borga eða ekki borga.  Auðvitað eigum við borga,  ef það er okkar að borga þeta.  Það er bara þannig að margir hafa komið fram og sagt að það sé á gráu svæði um hvort okkur beri að borga Icesave.  Auk þess þá er ekkert ljóst hvort við höfum burði til að standa undir Icesave í núverandi mynd (samningi) þótt bjartsýnustu spár seðlabankans segi það.

Auk þess þá er núverandi krafa um að við eigum að borga vexti af upphæðinni til Hollendinga frá því að þeir tóku uppá sitt eindæmi að borga sínum innistæðu eigendum þótt Íslensk lög (sem ætti að fara eftir ef okkur ber að borga þetta) feli í sér 1 árs ramma þangað til innistæðueigendum er borgað og því ber okkur engin sérleg skylda til að greiða þeim gagnvirka vexti af þessari upphæð aftur í tímann.

Við eigum að láta á það reyna hvort okkur ber að borga þetta,  og ef okkur ber að borga þetta þá eigum við að semja uppá nýtt þannig að við fáum raunhæfan samning sem vitað er með vissu að við getum staðið undir og breið samstaða er með.


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki eru það góðir bloggsiðir að eyða út eðlilegum athugasemdum.

Vésteinn Valgarðsson, 22.7.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband