Er "vændiskonan" þá laus allra mála?

Ef ég skil þetta rétt þá er verið að krefjast þess að bara "kaupendur" vændis verði gerðir brotlegir við lög, en "seljendur" verði stikkfríir? eða er ég að misskilja þetta svona allsvakalega ..

Ef ég er ekki að misskilja þetta þá finnst mér þetta vera svolítið öfugsnúið,  er "seljandinn" ekki að ýta undir refsivert athæfi með því bjóða uppá þessa "þjónustu" gegn gjaldi?,  svona svipað og dópsalar eru að ýta undir refsivert athæfi með því að bjóða uppá ólögleg efni gegn greðslu.   meina bæði þeir sem selja og kaupa dóp eru brotlegir við lög,  af hverju ekki það sama með vændi?

Eða er þetta dæmi um forréttindastefnuna.  "Konan" hefur það svo slæmt að það má ekki refsa henni neitt fyrir sölu á vændi en karlpungarnir sem verða að fá á broddinn og leitast til hennar eru sekir?..

Ef það á að banna vændi og losna við það úr þjóðfélaginu á annaðborð þá skal bara gera það almennilega og refsa báðum aðilum.  Annars myndi ég telja að einungis refsing kaupandans muni ekki leysa neitt og frekar ýta undir það að konur fari útí þetta "starfssvið",  því þær eru nú stikkfríar.

ég vona allavega að ég sé að misskilja þetta.


mbl.is Skora á stjórnvöld að leggja bann við vændiskaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta verður til þess að ég mun ekki kjósa VG eða Samfylkingu.  Þeir eru helstu flutningsmenn þessa frumvarps.  Næst verður það klámið.  Ég á sennilega heimsmet í klámáhorfi og fengi því líklega lífstíðar fangelsi þegar VG og Samfylking verða búin að banna það.

Gunnar 6.3.2009 kl. 12:27

2 identicon

Já þetta er einsog að taka dópista og stinga honum í fangelsi meðan dópsalinn gengur bara sína leið og fer að bjóða öðrum. Skil ekki afhverju feministar eru á móti vændi og klámi. Þetta er eitt af fáum störfum þar sem konur eru með margfallt meiri laun en karlar ! Svo ætti það bara að vera val hvers og eins ef honum/henni langar að selja sig...

Örn 6.3.2009 kl. 12:48

3 identicon

EYfirleitt er litið á það þannig að vændi sé annarsvegar örþrifaráð einstaklinga sem annar vandi ýtir út í að selja líkama sinn. Á hinn bóginn er um að ræða einstaklinga sem þvingaðir eru til þess að stunda þessa iðju. Þriðji möguleikinn er til, en er líklega sjaldgæfur, en það er sá að einstaklingar sæki í vændi án efnahagslegra, eiturlyfja eða annara þvinganna.

Líkt og með efnahagshrunið hér á Íslandi, þar sem að þeir sem koma fram með upplýsingar sleppa við sakfellingu, þá er hugmynd þessara laga sá að gera vændiskonunni kleift að koma fram án þess að eiga á hættu að vera dæmd fyrir sitt athæfi. Lagasetning þar sem að kaupendur eru dæmdir en ekki seljendur, er þannig mikilvæg til þess að koma í veg fyrir mansal og aðra glæpastarfsemi í tengslum við vændisiðnaðinn.

Bjarni 6.3.2009 kl. 13:20

4 identicon

Þetta er einfallt. Skítt með hvað er refisvert og hvað ekki, hver vill fara í vændi og hver ekki.

Málið er bara að þarna skín hinn rétti litur í gegn. Það á að taka á öllu í svart\hvítum heimi, það eru allir eins og það er allt einfallt.

Það er verið að taka á öllu saman með einhverri harðlínu, einstefnu rassíu. Banna hitt, banna þetta. Forsjárhyggjan að drepa alla. Ekki það að ég sé á móti boðum og bönnum, þau vrða að vera. Þau verða bara að vera rökrétt og málefnanleg.

Hvað er næst? Banna laun yfir 350.000 vegna þess að þau eru komin í hátekjumörk?(hver sem þau svo sem eru).

Nú eru sumir VG sem vilja Hells angels inn í landið vegna þess að : "Það er fáránlegt, bjarnarbjarnarlegt, að loka landinu fyrir venjulegu fólki í vélfákum, þegar landið var opið fyrir jakkafataklæddum ræningjum, sem völsuðu úr landinu með peningana okkar"... Sjáiði rökin?

Konur mega selja sig, láta þvinga sig í vændi(og karlmenn líka, ekki gleyma því að ungir drengir selja sig líka) en það má ekki kaupa þjónustuna... Sem ýtir undir leynd og ofbeldi. Horfum á löndin í kring.

Látum ekki konur taka þessar ákvarðanir því þær geta ekki gert það án þess að tapa sér í tilfinningagleðinni. Því miður á það líka við um karlmenn í VG, þeir skrifuðu undir flokksplaggið og skyldu kúlurnar eftir í fatahenginu.

Tommi 6.3.2009 kl. 13:22

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er jafn gáfulegt og að banna fólki að stunda kynlíf, heldur það virkilega að slík lög hafi einhver áhrif ? ef svo er þá ætti það fólk að kynna sér málin betur, í Svíþjóð hefir lögreglan t.d misst alveg yfirsýn á vændi og það versta, alla yfirsýn yfir mannsal vegna fáránlegra laga. Þegar svona ólög eru sett á fer allt svona underground, það er kannski það sem fólk vill, "see no evil, hear no evil"

Sævar Einarsson, 6.3.2009 kl. 13:29

6 identicon

Þið eruð allir með hausinn einhverstaðar þar sem sólin ekki skín. Hvernig væri að þið reynduð að setja ykkur í spor annara? Spor kvenna sem leiðast útí vændi, skoða málin í kjölin og velta í alvöru fyrir ykkur raunveruleika þessarra kvenna?

Nei, æ auðvitað ekki, það þýðir ekki einu sinni að benda gaurum eins og ykkur á það því ef þið væruð færir um það mynduð þið ekki láta svona hluti útúr ykkur. Þið eruð allir með málstað ,,the male user and abuser"" en ekki tilbúnir að leggja ykkar af mörkum til að skoða hlutina útfrá nauðung þeirra kvennna sem selja sig, eru seldar mansali og misnotaðar og misbrúkaðar alla daga af karlfuskum sem hafa ekki heilasellur á við hálfa brundslettu.

Nei, nauðgararnir (en vændi er nauðgun í krafti fjármagns, stöðu, stéttar, valds og yfirburða) eiga alltaf að vera stikkfrír. Núna bara snúum við þessu við, í áratugi, árhundruð hafa konurnar verið sökudólgurinn, nú mega karlar bara taka að sér hlutverkið í samsvarandi langan tíma. TIT FOR TAT!

Þið viljið bara ekki að karlar séu látnir sæta ábyrgð fyrir að búa til framboðið!

Gústa 6.3.2009 kl. 14:59

7 identicon

Já, eins og þrællin var gerður laus allra mála þegar þrælahald var afnumið og bannað um allan heim.

,,Kaup á vændi eru að mínu mati óréttlætanleg með öllu, rétt eins og kaup á þrælum í gamla daga. Það á enginn að geta keypt aðgang að líkama annarrar manneskju."

http://soley.blog.is/blog/soley/entry/821410/

Gústa 6.3.2009 kl. 15:03

8 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Gústa þú ættir að taka hausinn þaðan sem sólin ekki skín.  Hvernig væri að þú reyndir að setja þig í spor annarra?.  til dæmis spor fólks sem leiðast útí dóp,  skoða málin í kjölin og velta í alvöru fyrir þér raunveruleika þessa fólks. eru þetta ekki svipuð mál. Eru einhverjir að leggja framað dópsala verði gerð lögleg en það sé bannað að kaupa dóp.  Báðar starfsgreinar eru með sölumenn og kaupendur og eru að bjóða uppá eitthvað sem er bannað (eða á að fara að verða bannað),  Dópsalar selja dópistum dóp.. bæði er ólöglegt en með þessu þá selja Vændissalarnir vændiskaupendum kynlíf, en bara kaupin eru ólögleg ..  það bara meikar ekki sense sama hvernig á það er litið.

Taktu þessu einsog þú vilt,  en ég er bara að benda á það augljósa.. ef það á að banna vændi á annaðborð þá á að gera það almennilega og banna bæði vændisKAUP og vændisSÖLU. 

Ef fólk er þvingað í Vændi þá á að sjálfsögðu að taka tillit til þess, en það á ekki að gera fyrirfram með því að tilkynna það að vændissala sé ekki ólögleg.  Ef vændismál koma upp þá skal skoða hvert mál fyrir sig og athuga hvort það sé verið að þvinga viðkomandi útí þessa starfsgrein annars er einfaldlega verið að senda út þau skilaboð að vændi sé "í lagi" sé viðkomandi illa staddur fjárhagslega sem dæmi,  þá geti hann tekið 2-3 "viðskiptavini" og borgað mat út mánuðinn eða eitthvað.

Jóhannes H. Laxdal, 6.3.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband