30.11.2009 | 12:18
Blekkingar
Ég var búinn að fjalla um þetta áður.
Hefur eitthvað breyst?, Lægsta skattaþrepið er ennþá 24.1% í frumvarpinu eða sama og það er núna svo nýja kerfið breytir engu fyrir einstaklinga með undir 200 þús í laun, heldur sér hækkun persónuafsláttar um það.
Til samanburðar má nefna að í núgildandi kerfi er tekjuskattur á lægst launaða 37,2% en í nýja kerfinu verður hann um 36%
Tekjuskatturinn verður ekki 36% í nýja kerfinu heldur nákvæmlega það sama og er núna ef ekki hærri miðað við að hámarksútsvar sveitafélaga hefur hækkað. Væri gaman að vita hvernig fjölmiðlar reikna út þessi 36% út.
Ef það á að gera einhvern samanburð á þessum kerfum þá má ekki notast við gamla persónuafsláttinn í núverandi kerfi og hækka hann svo þegar þegar nýja kerfið er reiknað.
Ef persónuafsláttur hækkar um einhvern skitinn 2000 kr einsog kemur fram í greininni þá er gaman að skoða hvernig samanburður á kerfunum kemur út fyrir einstakling með 270.000 krónur í laun.
Persónuafslátturinn væri þá núverandi + 2000kr eða 42.205+2.000 = 44.205
Nýja kerfið :
1. þrep : 37,2% * 200.000 = 74.400
2. þrep : 40,1% * 70.000 = 28.070
= 102.470 - 44205 = 58.265 kr í skatt
Núverandi kerfi ef það væri áfram :
37,2% 270.000 = 100.440 - 44205 = 56.235kr í skatt.
Þannig að nýja kerfið væri að hafa af þessum einstakling 2000kr á mánuði og þá er nú varla hægt að segja að "einstaklingur með 270.000kr borgar minni skatt en í núverandi kerfi", eða jú það er víst hægt ef þú tekur ekki hækkaðan persónuafslátt inní myndina þegar gamla kerfið er reiknað.
Blekking að skattur lækki á tekjulága | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jú það er hægt að fá 36% töluna með reiknikúnstum með persónuafsláttinn með því að bera saman gamla kerfið með gamla persónuafslættinum, og nýja kerfið með nýja (hækkaða) persónuafslættinum.
Gamla kerfið : 200.000 - (37,2% * 200.000 - 42205) = 167.805
Nýja kerfið : 200.000 - (37,2% * 200.000 - 44205) = 169.805
Munurinn á þessu er hvað .. 1.2%
Og þá geta þeir sagt að í nýja kerfinu borgarðu bara .. 37.2% - 1.2% eða .. 36%
Jóhannes H. Laxdal, 30.11.2009 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.