Blekkingar

Ég var búinn að fjalla um þetta áður.

Hefur eitthvað breyst?,  Lægsta skattaþrepið er ennþá 24.1% í frumvarpinu eða sama og það er núna svo nýja kerfið breytir engu fyrir einstaklinga með undir 200 þús í laun, heldur sér hækkun persónuafsláttar um það.

 Til samanburðar má nefna að í núgildandi kerfi er tekjuskattur á lægst launaða 37,2% en í nýja kerfinu verður hann um 36%

Tekjuskatturinn verður ekki 36% í nýja kerfinu heldur nákvæmlega það sama og er núna ef ekki hærri miðað við að hámarksútsvar sveitafélaga hefur hækkað.  Væri gaman að vita hvernig fjölmiðlar reikna út þessi 36% út.

Ef það á að gera einhvern samanburð á þessum kerfum þá má ekki notast við gamla persónuafsláttinn í núverandi kerfi og hækka hann svo þegar þegar nýja kerfið er reiknað.

Ef persónuafsláttur hækkar um einhvern skitinn 2000 kr einsog kemur fram í greininni þá er gaman að skoða hvernig samanburður á kerfunum kemur út fyrir einstakling með 270.000 krónur í laun.

Persónuafslátturinn væri þá núverandi + 2000kr eða 42.205+2.000 = 44.205

Nýja kerfið :
1. þrep : 37,2% * 200.000 = 74.400
2. þrep : 40,1% * 70.000 = 28.070
= 102.470 - 44205 = 58.265 kr í skatt

Núverandi kerfi ef það væri áfram :
37,2% 270.000 = 100.440 - 44205 = 56.235kr í skatt.

 Þannig að nýja kerfið væri að hafa af þessum einstakling 2000kr á mánuði og þá er nú varla hægt að segja að "einstaklingur með 270.000kr borgar minni skatt en í núverandi kerfi",  eða jú það er víst hægt ef þú tekur ekki hækkaðan persónuafslátt inní myndina þegar gamla kerfið er reiknað.


mbl.is Blekking að skattur lækki á tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

jú það er hægt að fá 36% töluna með reiknikúnstum með persónuafsláttinn með því að bera saman gamla kerfið með gamla persónuafslættinum, og nýja kerfið með nýja (hækkaða) persónuafslættinum.

Gamla kerfið : 200.000 - (37,2% * 200.000 - 42205) = 167.805
Nýja kerfið    : 200.000 - (37,2% * 200.000 - 44205) = 169.805

Munurinn á þessu er hvað ..  1.2%
Og þá geta þeir sagt að í nýja kerfinu borgarðu bara ..  37.2% - 1.2% eða ..  36%

Jóhannes H. Laxdal, 30.11.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband