Reiknikúnstir?

Í dag er 24.1% tekjuskattur,  og neðsta þrepið þeirra Steingíms og Jóhönnu er það sama eða 24.1%

Einsog ég skil þetta þrepaskipta drasl þá er það þannig að það ef þú ert með milljón kall í laun þá borgarðu 24.1% skatt af 200 þúsund kalli, svo 27% af 450 þúsund kalli og svo 33% af rest og svo er persónuafslátturinn dreginn frá.

Ef þetta er rétt hugsað hjá mér,  hvernig í ósköpunum fá þau út að "Einstaklingar sem eru með undir 270 þúsund krónur í tekjur og hjón með undir 540 þúsund í samanlagðar tekjur munu greiða lægri tekjuskatt en þau gera nú." þegar það eru lagður extra 2.9% skattur á 70 þúsund kallinn hjá einstaklingnum og 140 þúsund kallinn hjá hjónunum.

Svo annaðhvort er þetta reiknað af fólki sem féll í stærðfræði eða það eru einhverjar upplýsingar sem vantar hérna.


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Brúttóskatturinn á 70 þúsund kallinn hækkar um eitthvað 2000 á mánuði ef ég skil þetta rétt en á móti kemur að skattleysismörkin eiga að hækka um 6000 kr./mán. Þau taka til tekjuskatts og útsvars samanlagðs, þannig að þar virðist þá vera lækkun upp á sirka 2400 (6000x40%) ef við gefum okkur að meðal tekjuskatts- + útsvarsstig sé um 40%.

Baldur Fjölnisson, 18.11.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Svo þau ætla að hækka Persónuafsláttinn? og taka nýja persónuafsláttinn með í reiknidæminu og nota það til þess að segja að fólk komi betur út í nýja kerfinu en því gamla.  En Persónuafslátturinn átti að hækka hvorteðer svo hvernig sem þú reiknar þetta þá hefði fólk með 270k í laun komið betur út í gamla kerfinu en því nýja.

Jóhannes H. Laxdal, 18.11.2009 kl. 17:24

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Að vísu gleymdi ég að reikna með því að framlag í lífeyrissjóð er dregið frá skattstofni í þessu sambandi þannig að raunveruleg skattleysismörk hækka um 4% vegna þess og um allt að önnur 4% ef um viðbótarlífeyrissparnað er að ræða.

Auðvitað átti persónuafslátturinn )hækkun skattleysismarka) að hækka hvort eð er. En það hefur nú verið undir hælinn lagt hvort hann hefur hækkað á hverjum tíma síðan staðgreiðslan kom til sögunnar fyrir rúmum 20 árum. Í upphafi var hann 11,500 kr. ef ég man rétt og átti skv. lögum um staðgreiðslu skatta að hækka tvisvar á ári eftir hækkun lánskjaravísitölu. Hefði verið farið alveg eftir þessu ætti hann vafalaust að vera töluvert hærri núna en raun ber vitni og skattleysismörkin jafnframt að vera hærri en á móti koma að hluta amk. frádrættir vegna lífeyris.

Baldur Fjölnisson, 18.11.2009 kl. 18:26

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Frumvarpsdrög að lögum um staðgreiðslu skatta

http://www.althingi.is/altext/109/s/pdf/0596.pdf

og lögin sem síðan voru samþykkt (breyting á lögum um tekju- og eignarskatt frá 1981)

http://www.althingi.is/altext/109/s/pdf/0806.pdf

Hugsunin var að einfalda skattlagninguna og innheimtu skatta, hverfa frá ómarkvissum þrepasköttum og sameina marga frádráttarliði í einum - persónuafslættinum. Eftir þetta 10-15 ár geri ég fastlega ráð fyrir að menn hafi endanlega gefist upp á ómarkvissum þrepasköttum og þá komi fram hugmyndir um staðgreiðslukerfi sem byggist á fastri skattaprósentu fyrir alla launþega og ákveðnum skattleysismörkum.

Baldur Fjölnisson, 18.11.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband