Meira vælið

Hvernig væri nú að hætta að mótmæla öllu sem hreyfist,   í kjölfarið á "búsáhaldabyltingunni" þá virðist sem mótmæli séu komin í tísku og þau eru að verða meira og meira ágengari og er nú farið að mótmæla fyrir utan heimili viðkomandi aðila sem er með öllu óviðeigandi.

 það er nú ekki langt síðan hælisleitendur voru að mótmæla lélegum húsbúnaði, sem var eitthvað sem ég fattaði ekki.   Ég hef einu sinni kíkt á þarna staðinn sem er þarna við FIT Hostel og  ekki sá ég neitt athugavert við þann stað, það var að vísu eitthvað rusl á lóðinni en ekkert til að fórna höndum yfir.  

Ég man eftir einhverri fréttinni um málið þar sem sýnd yfirlitsmynd yfir sameiginlegu rýmin hjá þeim (eldhúsið, klósettið og gangana og meira ) og það var jú eitthvað af rusli... en þeir eru ekki á 3ja stjörnu hóteli þar sem það koma þernur og þrífa allt ruslið og skítinn þeirra..  ef þeir geta ekki tekið til eftir sig sjálfir einsog siðmenntað fólk og haldið sýnu umhverfi snyrtilegu þá er það bara engum öðrum að kenna en þeim sjálfum.

Hvað varðar þessi tilteknu mótmæli þá er ég alls ekki sammála slagorðinu sem er "Brottvísun er morð" sem er vægast sagt fáránlegt og orðum aukið til að búa til samúð með málstaðnum.  Hvað varðar dyflinnarsáttmálann þá er ekkert að því að Ísland nýti sér hann enda höfum við ekkert bolmagn til að vera að taka á móti og processa flóttamenn,  nóg höfum við af innflytjendum (rúmlega 28 þúsund árið 2008) nú þegar áður en að flóttamenn bætast við sem eiga eftir að íþyngja félagslega kerfinu enn frekar.


mbl.is Sjö mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að kynna sér málefnið til hlýtar áður en maður skrifar greinar um það.  Til dæmis væri skynsamlegt fyrir greinahöfund að kynna sér tilmæli Sameinuðu þjóðanna, Amnesty International og fleiri sem hafa beðið þjóðir að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands vegna aðstæðna þar.  Í þessu tilfelli er Brottvísun morð, þar sem átti að senda þessa menn til Grikklands. 

Þorbjörg 5.4.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Innflytjendur og flóttamenn eru tvær aðskildar kategóríur.

Vésteinn Valgarðsson, 5.4.2009 kl. 21:57

3 identicon

Ég er sammála Hr.Laxdal. Ísland þarf ekki fleiri útlendinga.

Og Vésteinn, þarftu tissjú? 

Sveinn Gestur Tryggvason 6.4.2009 kl. 04:57

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sveinn: Neinei, ég er góður. En má bjóða þér skósvertu á stáltárstígvélin þín?

Vésteinn Valgarðsson, 6.4.2009 kl. 09:32

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég tala bara beint út einsog ég reyni alltaf að gera.

Ef aðstæður í Grikklandi eru svona slæmar þar sem það koma svo margir flóttamenn þangað sem eru svo aftur sendir þangað eftir að hafa sótt um hæli í öðrum ESB/EES löndum er það þá ekki bara vísbending um vandamál með fjölda flóttamanna sem koma til Evrópu ár hvert?

Tölfræðin sýnir að það sé og hafi verið mikil fjölgun í hælisleitendum í evrópu undanfarin ár,  nú síðast 2008 þá sóttu nærri 290 þúsund manns um hæli í Evrópu,  árið þar á (2007) undan voru það rúmlega 260 þúsund og þar á undan (2006) voru þeir um 230 þúsund.

Það er takmarkað hvað það er hægt að taka á móti, processa og hýsa marga flóttamenn og á einhverjum tímapunkti þá verða þeir einfaldlega bara of margir einsog er greinilega að gerast í Grikklandi.

Það eru ekki allir sem sækja um hæli flóttamenn,  ég voga mér að segja að einhver hluti þessara "flóttamanna" seu ólöglegir innflytjendur sem komst uppum og þá notfæra þeir sér rulluna um að þeir séu flóttamenn og reyna með því að fá Landvistarleyfi.

Undir því yfirskyni leyfi ég mér að flokka þetta tvennt saman en hinsvegar eru líka alvöru flóttamenn einsog þær fjölskyldur sem komu hingað á síðasta ári og settust að á Akranesi.

Með atvinnuleysi að nálgast 20 þúsund með mjög stóran ef ekki allan hluta þeirra á atvinnuleysisbótum og sumarið á leiðinni með sínum skólaslitum og tugþúsunda nemenda sem flæða allir útá atvinnumarkaðinn sem leiðir af sér gífurlega aukningu á atvinnuleysi  þá þurfum við ekki ennþá meiri byrgðar á félagslega kerfið, sem var nú aumt fyrir, til að sjá um einhverja flóttamenn.

Jóhannes H. Laxdal, 7.4.2009 kl. 16:52

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég endurtek að flóttamenn og innflytjendur eru sitthvor kategórían. Auðvitað eru ólöglegir innflytjendur á meðal hælisleitenda. Ef það á að greina þá í sundur, þá þarf að gera ráðstafanir til þess að það geti gengið hratt fyrir sig. Það er óásættanlegt að fólk þurfi að bíða afgreiðslu mánuðum eða jafnvel misserum saman, og hírast á meðan við slæman kost.

Vésteinn Valgarðsson, 7.4.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband