19.2.2009 | 11:06
Hahaha.. þetta minnir mig á ..
.. Þegar ég flaug einu sinni til Ísafjarðar.
flugvélin fór á loft og allt gekk vel, svo kemur flugstjórinn í hátalarana á miðri leið og segir hvað við erum að fljúga hátt og hvernig veðrið er og svona. Nema þegar hann endurtekur rulluna á Ensku þá nefnir hann áfangastaðinn sem Egilstaði en ekki Ísafjörð, og það var æðislega fyndið að sjá alla farþegana verða mjög undrandi, það vissi ekki hvort átti að fara til Ísafjarðar eða Egilsstaða. Þrátt fyrir það þá minntist enginn á þetta og allir sátu bara sem fastast í stólunum sínum og þögðu, þótt þeir væru greinilega nokkuð órótt.
Hef nú flogið þessa leið nokkrum sinnum sjálfur svo ég vissi alveg að við værum á réttri leið (Ísafjörð) miðað við landmerkin á jörðu niðri
Flugstjóri vissi ekki hvert hann var að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú bara eitt fyndið í þessari frásögn. Að þegar flugstjórinn hafði orðið tvísaga um ákvöðunarstað "sátu allir sem fastast í stólunum sínum og þögðu". Hvað áttu þeir að gera. Standa upp og og ganga út til að taka næstu vél eða rútu. Ætli engum hafi dottið í hug að kalla í flugfreyjuna til að fá að vita hið sanna. Ég heyrði góða sögu um konu sem stökk upp í vél á Egilsstaðflugvelli á leið til Reykjavíkur, en tvær vélar voru á vellinum í það skiptið. Þegar vélin var um það bil að aka af stað kom flugfreyjan og spurði. Ert þú á leið til Reykjavíkur. Já sagði konan. Það er hin vélin, sagði flugfreyjan , en þú verður að vera snögg.
Sigrún 19.2.2009 kl. 11:25
Hefði nú búist við því að fólk hefði nú kallað í flugfreyjuna og fengið að vita hvort flugvélin væri nú ekki örugglega á leið til Ísafjarðar frekar en að þurfa að stressa sig á því í 20 mín hvort þau myndu lenda í óþægindum við að hafa tekið vitlaust flug.
Jóhannes H. Laxdal, 19.2.2009 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.