"Þá verður eingreiðslum sem SA höfðu boðið breytt í varanlegar launahækkanir"

Er fólk að gleyma þessu ? Fólk virðist gleyma sér yfir þessu 1% og er að því virðist sármóðgað,  en þá gleymist að SA bauð að allar eingreiðslurnar yrðu gerðar að varanlegum launahækkunum, en einsog flestir sem hafa lokið grunnskólastærðfræði vita þá kemur launahækkun í fastri tölu betur út fyrir þá lægst launuðu.  Hækkun í prósentum er sérsniðið til að þeir sem eru með hæstu launin komi sem best út. T.d. myndi þessi 13% hækkun skila ~200 þúsund í vasann hans Gylfa en bara ~20 þúsund í vasa fólks á lágmarkslaunum.
Þá verður eingreiðslum sem SA höfðu boðið breytt í varanlegar launahækkanir sem munu haldast, jafnvel þótt fyrirvarar sem gerðir eru vegna aðkomu ríkisvaldsins virkist og samningar renni út 1. febrúar á næsta ári

 Hvað voru þeir að tala um háar eingreiðslur?.  Var ekki talað um 50 þúsund kall þarna fyrripartinn í Apríl? Hefur það eitthvað breyst? ef við göngum útfrá því að þetta sé 50 þúsund króna launahækkun auk 13% þá fyrir mann með 200 þúsund í laun erum við að tala um 25% hækkun + 13 % yfir 3 ár .. samtals 38%. fyrir mann á lágmarkslaunum (sem AFAIK er 157 þúsund samkvæmt google) þá er þetta ~45% hækkun sem verður að teljast góð launahækkun.  En til samanburðar þá myndi þetta vera ~16,3% hækkun fyrir Gylfa 13%+~3.3%.

Fyrir þá lægst launuðu þá koma svona fastar launahækkanir þeim betur.  Enda er augljóst að 13% er minna af 200 þúsund kalli en af 500 þúsund. ASÍ ættu að einbeita sér að fastri launahækkun í krónum í staðinn fyrir þessi prósent, en slíkt myndi koma fólki í valdastöðum innan ASÍ og Aðildarfélaganna verr og því er ólíklegt að þeir munu snúa við fókusnum.

Svo verður fólk að vera raunsætt,  allt gott og gilt að vilja hækka lágmarkslaunin til samræmis við þetta nýja mat en það verður aldrei gert á einu bretti.  Að fara of geyst fram myndi dýpka kreppuna með því að bæta gjaldþrotum smærri fyrirtækja við gjaldþrot einstaklinga.  Tala nú ekki um þá verðhækkun á  vöru og þjónustu sem mun svo aftur bitna á neytendum og á endanum myndum við standa í sömu sporum þar sem viðmið fyrir lágmarkslaun yrðu svo miklu hærri en núverandi (hækkuð) lágmarkslaun.


mbl.is Bjóða 1% til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvaða eingreiðslur? Á Villi viðutan við þá greiðslu sem kemur vegna þess að samningurinn er látinn gilda aftur í tímann? Það er auðvelt að lofa því. Þegar kemur að því að launafólk ætlar að innheimta þá greiðslu, kemur í ljós að þeir hafa þegar fengið hana í formi launahækkunar!

Ég vil fá að sjá þennan samning áður en ég dæmi hann, en það sem hefur heyrst er ekki upp á marga fiska, svo aumt að ekki einu sinni er hægt að fara í verkfall vegna þess. Þá hefur aldrei verið orð að marka það sem frá þeim félugum Villa og Gylfa kemur og varla ástæða til að það hafi breyst.

Þegar samningur liggur fyrir er hægt að tjá sig um hann, þá er hægt að meta hversu vel eða illa hefur tekist til. Því miður óttast ég að sú niðurstaða verði sem blaut tuska framaní launafólkið!

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2011 kl. 14:38

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Fyrri partinn í apríl þegar það var verið að tala um skammtímasamning þá var talað um 50 þúsund kr eingreiðslu 1. júní og einhver minni seinna á samningstímanum. Það eru væntanlega þær eingreiðslur sem er verið að tala um núna þó það sé ekkert öruggt.

Það verður aldrei samið um launahækkanir sem eru afturvirkar, það er hlægilegt að reyna að fá því framgengt enda fyrirgerðu stéttafélögin þeim rétti þegar þau fóru ekki frammá endurnýjun á samningum á sínum tíma.

Og rétt, það er í raun ekki hægt að segja neitt um samninginn fyrr en hann liggur fyrir, en það hefur ekki stoppað marga í að væla um boð SA um auka 1% hækkun og horfir á sama tíma algjörlega framhjá því að eingreiðslurnar verða að varanlegum launahækkunum sem á eftir að gilda fyrir marga sem mun meiri launahækkun en þessar aumu prósentur.

Jóhannes H. Laxdal, 4.5.2011 kl. 15:15

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

ooooooog ef það er eitthvað að marka DV þá verða þessar eingreiðslur ekki gerðar að varanlegum launahækkunum sem breytir þessum samningi til hins verra.

http://www.dv.is/frettir/2011/5/4/kjarasamningar-50-thusund-krona-eingreidsla-vid-undirritun/

Verður allavega áhugavert að skoða útkomuna úr þessu ef þeir ná að klára þetta í kvöld.

Jóhannes H. Laxdal, 4.5.2011 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband