Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.4.2011 | 13:18
Svona í tilefni dagsins
Nei eða já - af eða á? Erfitt er oft að finna svarið.
4.1.2009 | 06:31
Endalaus sýndarmennska
Við erum þjóð sem vorum að taka margmilljarða króna lán frá IMF útaf því að efnahagur landsins er í molum og "enginn" vill kaupa krónurnar okkar og atvinnuleysi stefnir í mjög hátt hlutfall... Og svo er ákveðið að litlar 12 milljónir af því (já hvernig sem þú lítur á þetta þá kemur þetta útúr IMF láninu eða verra, niðurskurði hjá einhverjum sem má ekki við því) til stríðssvæðis í staðinn fyrir að láta þetta hjálpa Landsmönnum.
Þegar litið er á heildarmyndina þá mun þetta hvorteðer ekki hjálpa til frambúðar.. sure þetta mun hjálpa einhverjum einstaklingum tímabundið en þetta mun ekki stoppa átök á þessu svæði og þangað til þau stoppa þá er öll þessi mannúðaraðstöð, og hvað sem það heitir allt saman, einsog að setja plástur á opið þar sem höndin á þér var, áður en hún rifnaði af í sprengingu.
Þetta er bara sama helvítis sýndarmennskan og þetta öryggisráðsrugl sem kostaði ég veit ekki hvað marga tugi milljóna.
Hvernig væri að láta Landspítalann eða Menntakerfið fá þetta í staðinn, 12 Milljónir gætu verið notaðar til að kaupa ný sjúkrarúm eða innrétta aðstöðu á spítalanum eða fjárfesta í eitthvað fyrir grunnskóla (Hint, rúður í Réttarholtsskóla) eða leiðrétta laun grunnskólakennara sem eru fáránleg* . Þar sem við lifum ekki við hættuna á að fá flugskeyti í gegnum rúðurnar þá ætti þetta að endast betur en einhver takmörkuð aðstoð á stríðssvæði (svo fremur sem einhver helvítis fyllibytta/dópisti fer ekki að eyðileggja þetta).
*(ég spurði mömmu (sem er kennari) útí hvað nýbakaður grunnskólakennari úr KHÍ fengi í laun hjá ríkinu og ég fór í shock, þetta er tittlingaskítur.. miðað við að það þarf hvað, 4-6 ÁRA nám á HÁSKÓLAstigi + að þetta er að mínu mati eitt mikilvægasta starfið í þjóðfélaginu)
Ríkið á núna að vera að einblína á að koma efnahagnum í lag og borga þetta fjandans IMF lán áður en það fer að gefa peninga eða leggja fjármuni í að hjálpa einhverjum erlendis.
En neiiii .. við þurfum að henda pening í eitthvað sýndarmennsku mannúðarstarf, svo við getum sannfært okkur um að við höfum gert eitthvað "gott" til að hreinsa samviskuna því við getum greinilega ekki sofið á nóttunni yfir því hvað "við höfum þetta svo miklu betra en þau". Þetta minnir mig alltof mikið á miðaldirnar þegar fólk aus pening í kirkjuna til að fá syndaaflausn svo það "kæmist til himnaríkis.
Hreinsum okkar eigin skít áður en við förum að hjálpa nágrannanum með hans skít.
Tólf milljónir til Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2009 kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar