16.5.2013 | 17:47
Og á eftir að hækka aðeins meira..
.. útaf veikingu krónunnar.
olíuverð er á uppleið útaf lækkandi gengi krónunar sem má rekja til einhverja ísbréfa eða eitthvað tengt Icesave... Má alveg búast við að bensínverð hækki um nokkrar krónur í viðbót fyrir eða um helgina.
Hafður að fífli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2013 | 04:10
Spilar nú meira inní en þetta eina tvíst
Ég fylgdist með þessu máli frá því þetta byrjaði, Hún (Adria Richards) var á fyrirlestri á PyCon (Ráðstefnu um Python forritunarmálið) þegar hún heyrði í 2 mönnum fyrir aftan sig vera að tala sín á milli. Það fer ekki mikið um hvað þeir voru að tala en hún heyrði þá minnast á "Big Dongle" og "I Would fork that guys repo" .. sem hún túlkaði strax sem kynferðislega brandara og henni blöskraði svo mikið að hún sneri sér í sætinu sínu, vippaði upp símanum sínum og tók mynd af þessum 2 mönnuð og sendi á Twitter.. Allt þetta án þess að tala neitt við þessa menn (og það sem gleymist alltaf í fjölmiðlaumfjöllunum um þetta mál er að Adria braut sjálf reglur og siðareglur ráðstefnunnar með því að taka ljósmynd á ráðstefnunni og það af gestum ráðstefnunnar án leyfis og braut persónuvernd (privary) gesta samkomunnar, en hún var auðvitað fórnarlambið í þessu öllu svo henni er alveg fyrirgefið fyrir það).
Eftir fyrirlesturinn þá talaði hún við starfsmenn Ráðstefnunar sem áttu samtal við mennina og minnti þá á siðareglur ráðstefnunar, mennirnir báðust afsökunar og það var lítið meira útúr þessu máli á Ráðstefnunni. Hinsvegar, þá sneri Adria þessari uppákomu uppí eitthvað femínískt baráttumálefni á blogginu sínu og hvað það er mikið hallað á kvenmenn í tæknigeiranum. Útfrá upprunalegu myndinni og bloggpóstinum hennar skapaðist mikið umræða í netheimum um þessa "slæmu menn" og varð hún svo mikil að vinnuveitandi rak annann af þessum mönnum útaf slæmu umtali.
En hinkrum aðeins, förum yfir þessa 2 ljótu brandara. Eitthvað með "big dongle" sem á víst að vera vísun í stórt typpi (vá hræðilega ljótt orð) og "I would fork that guys repo" sem hún (Adria) og flestir "vinir" hennar á Twitter túlkuðu sem hann myndi ríða honum, vá úff .. ok aðeins verra en hitt .. en bíðum aðeins, þetta er bara þeirra túlkun á setningu í samræðum milli tveggja forritara .. og einsog kom fram í opinberu bréfi frá öðrum þeirra þá er bara ekkert kynferðislegt við þessa setningu. Innan þeirra vinahóps þá hefur þessi setning tekið á sig mynd sem hrós. Hvernig má það vera, jú .. Fork og Repo eru mjög algeng orð í samhengi við forritun.. Repo er stytting á Repository eða á Íslensku Samansafn [af kóða], og Fork er .. veit ekki gott íslenskt orð yfir það, en það að Forka Repo þýðir einfaldlega að taka afrit af upprunalega repoinu í þeim tilgangi að vinna sjálfur að þróun á því. Svo þetta er hrós í þeim skilningi að þeim lýst svo vel á eitthvað verkefni að þeir myndu sjálfir vilja vinna að því. Svo það var Adria sjálf sem lagði alla kynferðislega túlkun í þetta og gerði svo mikinn storm í vatnsglasi að annar mannanna var rekinn.
Það var svo ekki fyrr en seinna þegar hitt sjónarhornið kom fram og almennileg umræða myndaðist um hversu fáránlegt þetta allt saman var útaf 2 saklausum brandörum að öðru fólki var misboðið hvernig Adria meðhöndlaði þetta og henni var drekkt í gagnrýni (og þar sem hópur af fólki safnast saman í reiði eru auðvitað alltaf einhverjir aular sem ganga of langt). Það var líka þá, í öllu þessu fári sem það fóru að koma fram fólk sem voru með persónulegar frásagnir frá þeirra samskiptum við Adriu og hvernig hún hefur áður í gegnum tíðina hagað sér vægast sagt skringilega og gert fárviðri útaf engu. Ég tel að það hafi verið ástæðan fyrir því af hverju Adria var rekin, hennar starf fólst í því að fara á ráðstefnur og fundi, vera í samstarfi og í sambandi við aðra forritara og fyrirtæki, kynna fyrirtækið sem hún vinnur fyrir og þjónustuna þeirra. Það boðar ekki gott ef að manneskjan sem á að sinna því hlutverki blæs reglulega út smáatriði og gerir mikið útaf engu og um leið hrindir frá sér þeim hópi fólks sem hún á að vera tengjast og kynnast.
Gott blogg og samantekt um þetta málefni er að finna hérna. http://amandablumwords.wordpress.com/2013/03/21/3/ , þar er farið yfir nokkrar persónulegar frásagnir af samskiptum við Adriu og hvernig í raun allir töpuðu á þessu máli.
Rekin fyrir tíst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.10.2011 | 19:06
Meira vælið í Arion banka
Landsbankinn er bara að gera það sem allir bankarnir áttu að gera þegar þeir fengu allt Lánasafnið frá gömlu bönkunum flutt yfir á gríðarlegum afslætti. Láta eitthvað af þeim tilfærslum ganga til viðskiptavina (skuldara því þetta eru endurgreiðslur á vöxtum og gjöldum sem skuldarar hafa greitt) viðkomandi banka fyrst að önnur úrræði fyrir skuldara gengu jafn skammt og þau gerðu sbr þessa vonlausu 110% leið. Eina sem þetta mál ætti að snúast um er af hverju Arion banki og Íslandsbanki hafa ekki komið með einhver sambærileg úrræði sem nýta svigrúmið sem myndaðist þegar þeirra lánasöfn voru færð yfir með afslætti. Það getur enginn farið að segja mér að þessir bankar "hafi ekki efni" á því.
Arion kærir Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2011 | 19:59
Ekki Samkvæmt Infowars
http://www.infowars.com/is-the-imminent-liberation-of-libya-propaganda/
Viðtal við sjálfstæða fréttakonu sem er í Tripoli.
En maður getur ekki gert annað en beðið og séð hvort Trípoli fellur í kvöld eða ekki.
NATO: Stjórnin er að falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2011 | 18:12
1999 voru að hringja, þeir vilja fá tæknimanninn sinn aftur.
"Gæða" þýðing á þessari sorp WSJ frétt. En fyrst þá skulum við koma að einu mikilvægara en sorp fréttum enskra blaða.
"Major websites such as MSN.com and Hulu.com have been tracking people's online activities [...]"
Þýðir ekki
" Stóru vefsíðufyrirtækin MSN.com og Hulu.com nota nýja tækni til að fylgjast með fólki á netinu. [...]"
Takið eftir "Such As"
Þessi þýðing fengi svona 3 eða 4 í 8. bekkjar enskutíma. Réttari þýðing væri :
"Stórar vefsíður einsog MSN.com og Hulu.com hafa verið að nota nýja tækni til að fylgjast með fólki á netinu [...]".
Því það eru ekki bara MSN og Hulu sem nota þetta, heldur er aragrúi vefsíðna sem notar supercookies.
Og af hverju sorp frétt? og af hverju er ég að tala um 1999 í titlinum á þessu bloggi.. Jú, því þessi "nýja" tækni sem er verið að tala um í þessari WSJ frétt hefur verið til staðar í 12 ár ef ekki lengur og á rætur sínar að rekja til HTTP 1.1 staðalsins sem kom einmitt 1999 ef minnið bregst mér ekki. Þessi ofurkaka byggist á því að geyma gögn í Flash skrám, ofurkakan er ekki bara notuð til að geyma persónuupplýsingar heldur er hellingur af öðrum venjulegum ástæðum (semsagt ekki vondum persónunjósna ástæðum) til þess að nota þetta, sem dæmi eru vefleikir sem þurfa að geyma upplýsingar í vafranum. Ofurkökur eru betri en venjulegar kökur að því leiti að það er hægt að geyma meiri gögn í þessum ofurkökum heldur en venjulegum kökum. Það er líka auðvelt að komast hjá eða loka á ofurkökurnar, í Firefox er hægt að setja upp viðbætur sem heita NoScript og FlashBlock til að loka á scriptur og flash :)
Upprunalega fréttin, ef þeir skyldu nú breyta þessu :)
Stóru vefsíðufyrirtækin MSN.com og Hulu.com nota nýja tækni til að fylgjast með fólki á netinu. Það er nánast ómögulegt fyrir netnotendur að vita að fylgst sé með þeim.
Þessi nýja tækni er lögleg en er margslungnari og margþættari en tæknin sem liggur bakvið hinna hefðbundna skráa cookies sem vefsíður koma fyrir á tölvum notenda til að rekja virkni þeirra á netinu.
Hulu.com og MSN.com eru að koma fyrir svokölluðum ofurskráum supercookies í tölvum notenda sem geta endurskapað netsögu fólks eftir að það hefur eytt hinum venjulegum skrám cookies samkvæmt upplýsingum frá rannsakendum Stanford háskóla og Kaliforníu háskóla í Berkeley.
Ný tækni til að fylgjast með fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2011 | 16:02
Og krabbamein valda farsímum
Varð minnug þessi XKCD strípa, Krabbamein Valda Farsímum
Hávaxnir í meiri hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2011 | 11:36
Latir foreldrar sem vilja fría sig ábyrgð.
Ríkissaksóknari Ástralíu, Robert McClelland, segir foreldra hafa kvartað yfir því að aldurstakmarkið sé of lágt og að börnin séu að birta efni á síðum sínum sem gætu skaðað atvinnumöguleika þeirra í framtíðinni.
Það er foreldranna að fylgjast með hvað krakkarnir þeirra eru að gera á internetinu og taka fram fyrir hendur þeirra ef þau eru að gera eitthvað af sér, einsog að pósta einhverju rugli á síðuna sína, enda eru þau forráðamenn barnanna. Þau hljóta að vera óskaplega slappir forráðamenn ef þau ráða ekki við þetta tiltölulega einfalda verkefni. Það er ekki í verkahring Facebook að ákveða hvaða efni einstakir notendur mega setja inná síðuna sína.
En þetta er ekki fyrsta ruglið sem reynt er í Ástralíu, stundum efast ég um að Common Sense genið sé til staðar þarna.
Ástralir íhuga Facebook 18+ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2011 | 02:19
Olíuverð á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá verður eingreiðslum sem SA höfðu boðið breytt í varanlegar launahækkanir sem munu haldast, jafnvel þótt fyrirvarar sem gerðir eru vegna aðkomu ríkisvaldsins virkist og samningar renni út 1. febrúar á næsta ári
Hvað voru þeir að tala um háar eingreiðslur?. Var ekki talað um 50 þúsund kall þarna fyrripartinn í Apríl? Hefur það eitthvað breyst? ef við göngum útfrá því að þetta sé 50 þúsund króna launahækkun auk 13% þá fyrir mann með 200 þúsund í laun erum við að tala um 25% hækkun + 13 % yfir 3 ár .. samtals 38%. fyrir mann á lágmarkslaunum (sem AFAIK er 157 þúsund samkvæmt google) þá er þetta ~45% hækkun sem verður að teljast góð launahækkun. En til samanburðar þá myndi þetta vera ~16,3% hækkun fyrir Gylfa 13%+~3.3%.
Fyrir þá lægst launuðu þá koma svona fastar launahækkanir þeim betur. Enda er augljóst að 13% er minna af 200 þúsund kalli en af 500 þúsund. ASÍ ættu að einbeita sér að fastri launahækkun í krónum í staðinn fyrir þessi prósent, en slíkt myndi koma fólki í valdastöðum innan ASÍ og Aðildarfélaganna verr og því er ólíklegt að þeir munu snúa við fókusnum.
Svo verður fólk að vera raunsætt, allt gott og gilt að vilja hækka lágmarkslaunin til samræmis við þetta nýja mat en það verður aldrei gert á einu bretti. Að fara of geyst fram myndi dýpka kreppuna með því að bæta gjaldþrotum smærri fyrirtækja við gjaldþrot einstaklinga. Tala nú ekki um þá verðhækkun á vöru og þjónustu sem mun svo aftur bitna á neytendum og á endanum myndum við standa í sömu sporum þar sem viðmið fyrir lágmarkslaun yrðu svo miklu hærri en núverandi (hækkuð) lágmarkslaun.
Bjóða 1% til viðbótar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar