Kemur nú ýmislegt misjafnt í ljós í þessum fyrirvörum

 Nei Við Icesave Það er allt að gerast núna.  Icesave fyrirvörum lekið í Egil (og fleiri?) og allir(?) mjög fúlir yfir því,  lekandanum (fliss) meira að segja hótað ákærum fyrir Landráð og ég veit ekki hvað.  Kíkti eitthvað á þessa fyrirvara sem hann Egill setti á bloggið sitt í gær og margt misjafnt þar að finna,  en það var strax eitt atriði sem vakti athygli mína.

2. Að staða Íslands sem fullvalda ríkis komi í veg fyrir að gerð sé aðför í eignum þess sem það þarf nauðsynlega á að halda til að starfrækja hlutverk sitt sem fullvalda ríki með viðunandi hætti. Sama á við um eignir íslenska ríkisins erlendis, þar á meðal eignir Seðlabanka Íslands, sem njóta verndar samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar.

  Það voru hér misfróðir menn sem bentu á það strax þegar Icesave samningnum var lekið fyrr um árið að verið væri að leggja eignir hins opinbera að veði í samningnum og að Bretar og Hollendingar gætu gengið að þeim ef við myndum ekki standa undir honum.

 Því var alfarið neitað af Stjórnvöldum og sagt að það væri bull og vitleysa að hægt væri að ganga að eigum Ríkisins og það væri óþarfi að eyða tíma í að ræða það eitthvað frekar. .

  Fyrst þetta er svona mikið bull og vitleysa að Óbreyttur Icesave samningurinn opni á þann möguleika að Bretar og Hollendingar geti gengið að eignum Ríkisins, af hverju það er verið að setja fram sérstakan fyrirvara sem kemur í veg fyrir að hægt verði að ganga að þeim?, mér er spurn.


mbl.is Skaðar hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband