6.8.2009 | 23:15
jahá ..
Svo má heyra að margir séu óánægðir með hvað "þremenningarnir" gerðu í ESB málinu, að þeir hafi gengið á móti stefnu flokksins, ættu að skammast sín og jafnvel segja af sér þingmennsku. Enn aðrir hafa verið að segja að það ætti bara að leggja Borgarahreyfinguna niður sem er mér að öllu óskiljanlegt.
Hinsvegar hafa þeir sem ég hef talað við verið á andstæðu róli og finnst hreyfingin bara að vera góða hluti, og ég get ekki sagt annað en að ég sé á sama róli.
Hvernig er hægt að segja að þau hafi gengið á stefnu flokksins í ESB málinu þegar flokkurinn er ekki með ESB á sinni stefnuskrá, þau rök falla um sig sjálf.
Ég vona að þau haldi áfram að veita ferskan andvara í Íslenska pólitík sem hefur verið staðnað fyrirbæri í fleiri ár, því í raun hvað hefur breyst í Íslenskri pólitík síðustu ár?
Seinni tíma viðbót (edit):
Ég er búinn að vera að lesa nokkrar greinar og nöldur fólks um borgarahreyfinguna og eftir það þá er það minn skilningur að fólk sé einna helst óánægt með þremenninga útaf því að þau hafi sagt nei við þessu frumvarpi og þar með einhvernveginn komið í veg fyrir að þjóðin fengi að segja sitt í ESB málum og að Þráinn hafi verið að fara eftir flokkslínum í þeim efnum (þ.e. að þjóðin fengi að ráða) með því að segja já við umsóknarfrumvarpinu. Það virðist allavega vera rauði þráðurinn í þessari grein sem ég las, en sami Þráinn sagði nei við breytingartillögu sjálfstæðismanna sem hefði stuðlað að auknu "lýðræði" með því að spyrja þjóðina beint út hvort hún vildi sækja um í ESB. Var Þráinn þá ekki að hefta "rödd fólksins" með því að stuðla að því að hún heyrist síður en ella?
Enginn þingmaður mætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.