20.7.2009 | 16:23
Hvað er fólk að böggast útí Borgarahreyfinguna?
ESB er ekki einu sinni á stefnuskrá flokksins og með því að leggjast gegn umdeildum ríkisstjórnarfrumvörpum og útaf óákveðni í VG þá er hægt að skapa þrýsting á stjórnina og fá sitt framgengt. Það er ekki mikill meirihluti fyrir ríkisstjórnina og það þarf ekki marga í VG (hægt að gleyma þingmönnum SF sem eru alveg heilaþvegnir) til að leggjast gegn ríkisstjórnarfrumvörpum til að fella þau ef stjórnarandstaðan er á öll móti þeim.
Hvað annað á þessi hreyfing að gera til að koma sínu fram?.. þetta er örflokkur í samanburði við hina. Ef þeir nota ekki öll þau færi sem gefast þá fyrst geta þau hætt þessu og farið heim.
Óvissa um samstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála!
Eva S. 20.7.2009 kl. 16:31
Málið snýst einfaldlega um að standa við gerða samninga...þau brutu samkomulag milli þingflokka og slíkt er ekki fyrirgefið og enginn mun treysta því framar að gera við þetta fólk heiðursmannasamkomulag.
Jón Ingi Cæsarsson, 20.7.2009 kl. 16:57
Síðan hvenær var borgarahreyfingin í ríkisstjórnarsamstarfi með S og VG ?.. Var þessi samningur undirritaður af formönnum beggja flokka í þríriti með vitnum og samþykktur af lögmönnum?
Að mér vitandi var þetta bara munnlegt samkomulag, ekki samningur og því ekkert bindandi frekar en orð þingmanna sem brjóta nú hvert kosningaloforðið á fætur öðru.
Ertu ekki bara sár af því að ESB frumvarpið hefði getað fallið ef Steingrímur hefði ekki náð að beygja stóran hluta af þingflokknum sínum til að kjósa með frumvarpinu gegn eigin samvisku og stefnu flokksins?
Jóhannes H. Laxdal, 20.7.2009 kl. 17:33
"Málið snýst einfaldlega um að standa við gerða samninga" *frussssss* kanntu annan betri Jón Ingi Cæsarsson ? hafa ríkisstjórnarflokkarnir alltaf staðið við gerða samninga og eða virt heiðursmannasamkomulög spyr ég nú bara og segi eins og Birgitta sagði í ræðustól "Þetta er ógeðslegt"
Sævar Einarsson, 20.7.2009 kl. 21:59
Ég er ánægður með hvað flokkurinn sem ég kaus fær mikla auglýsingu og er mér slétt sama hvernig hver kaus. Jóku tókst ekki að svínbeygja alla þingmenn X-O svo þetta er bara hið besta mál, áfram X-O !!!
Sævar Einarsson, 20.7.2009 kl. 22:05
Þetta er bara fjórða ríkisvaldið að spila út samkvæmt fyrirskipunum?
Annað hvort það eða almenningur hérna gleypir svona fréttir eins og heitar lummur.
Hvað um það. Meðan mínir standa sig þá mega apakettirnir hérna flengja skít um hvippinn og hvappinn.
Askur 21.7.2009 kl. 00:21
Jón Ingi Cæsarsson. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga að þegar að heiðursmannasamkomulagið var gert, sem var reyndar ekki samkomulag heldur einhliða yfirlýsing þingmannanna minna, að þá leit út fyrir að við væri að taka hérna félagshyggjustjórn sem hefði hag landsmanna fyrir brjósti.
Síðan hefur aldeilis annað komið í ljós. Hér ríkir enn alræði AGS sem er hér allt að knésetja. Atvinnulífið á síðustu dropunum og vel fært fólk til vinnu að flýja land. Hér situr nú ríkisstjórn sem leggur mikið á sig við að halda upplýsingum um Icesave frá þjóðinni. Ríkisstjórn sem leggur fram (í nafni Seðlabankans) upplýsingar, til þess að telja okkur trú um að þjóðin geti greitt Icesave, sem fela í sér að hér eigi að ríkja 47% hagvöxtur eftir örfá ár?!?! Hefur einhvern tímann ríkt hér 47% hagvöxtur?
Ætlar þú í alvöru Jón Ingi að styðja þessi svik áfram?
Baldvin Jónsson, 21.7.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.