Ég var nú einu sinni sleginn utan undir ...

.. svona sem ég man eftir að minnsta kosti,   og svona þegar ég lít aftur á það þá átti ég það skilið.

 Var að rífast við systur mína þegar ég var krakki og varð andskoti orðljótur,   notaði ný orð sem ég hafði lært af skólafélögum og í sjónvarpinu og hreytti þessu útúr mér án þess að vita í raun hvað þau þýddu.

Málið er bara að eftir þetta þá get ég ekki munað eftir að hafa látið þetta útúr mér í reiðikasti framar,  kinnhesturinn dugði til að senda mér skýr skilaboð um að þetta átti ég sko alls ekki að láta útúr mér.

 Og það er málið, ef mér hefði verið hent inní herbergi eða látinn í 10mín straff eða hvað sem það var sem var notað þá hefði það ekki sent nógu skýr skilaboð. Svona ef ég horfi aftur á þetta þá hefði ég líklegast ekki munað eftir þessu eins lengi og ég gerði og því var kinnhesturinn áhrifaríkari til að stoppa þessa slæmu "hegðun".

Svo man ég nú líka eftir ýmsum öðrum "gamaldags" leiðum sem voru notaðar á mig t.d. var klipið í eyrað á mér (allavega eitt tilvik sem ég man af einmitt kennara þegar viðkomandi var að draga mig til skólastjórans fyrir að hafa verið í slagsmálum) .. og ég verð að segja að í öll skiptin sem ég man eftir þessum "gamaldags" aðferðum þá átti ég það fyllilega skilið.

það er munur á ofbeldi og þessum gamaldags aðferðum. Ofbeldi er eitthvað sem á ekki rétt á sér meðan þessar gamaldags aðferðir eiga að mínu mati fyllilega rétt á sér undir ákveðnum kringumstæðum..  Ef þær eru hinsvegar ofnotaðar og það við minniháttar hegðunartruflunum þá hverfa fljótt skilin þarna á milli og ég er hræddur um að það hafi valdið þessum gífurlegu fordómum á þessar gömlu aðferðir,   Foreldrar urðu bara latir við uppeldið og tóku til að ofnota þau "verkfæri" sem þeim var í boði.

Þótt kinnhestur sé svoldið "extreme" þá á hann rétt á sér undir vissum kringumstæðum ef það þarf t.d. að stoppa einhverja slæma hegðun umsvifalaust og senda skýr skilaboð um að þetta sé óviðeigandi,  eitthvað sem "eftirá" refsingar að mínu mati gera ekki nógu vel.

Við vitum ekki atburðarrásina í kringum þennan atburð,  kannski var krakkinn gífurlega orðljótur og var að blóta starfsmanninum í sand og ösku og átti þetta skilið,  eða kannski átti þetta ekki rétt á sér ..  það er ekki mitt að dæma í þessu tiltekna máli,  hinsvegar er það mjög algengt að foreldrar sjái ekki "slæmu hliðina" á barninu sínu og lofa það öllu fögru og getur ekki horfst í augu við þann veruleika að kannski sé litli engillinn þeirra ekki svo mikill engill þegar öllu er á botninn hvolft.

jæja .. ég bíð eftir stormi af athugasemdum frá Riddurum Siðferðisins.


mbl.is Sló barn utan undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ég er þér hjartanlega sammála

TARA, 15.3.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband