25.3.2013 | 04:10
Spilar nú meira inní en þetta eina tvíst
Ég fylgdist með þessu máli frá því þetta byrjaði, Hún (Adria Richards) var á fyrirlestri á PyCon (Ráðstefnu um Python forritunarmálið) þegar hún heyrði í 2 mönnum fyrir aftan sig vera að tala sín á milli. Það fer ekki mikið um hvað þeir voru að tala en hún heyrði þá minnast á "Big Dongle" og "I Would fork that guys repo" .. sem hún túlkaði strax sem kynferðislega brandara og henni blöskraði svo mikið að hún sneri sér í sætinu sínu, vippaði upp símanum sínum og tók mynd af þessum 2 mönnuð og sendi á Twitter.. Allt þetta án þess að tala neitt við þessa menn (og það sem gleymist alltaf í fjölmiðlaumfjöllunum um þetta mál er að Adria braut sjálf reglur og siðareglur ráðstefnunnar með því að taka ljósmynd á ráðstefnunni og það af gestum ráðstefnunnar án leyfis og braut persónuvernd (privary) gesta samkomunnar, en hún var auðvitað fórnarlambið í þessu öllu svo henni er alveg fyrirgefið fyrir það).
Eftir fyrirlesturinn þá talaði hún við starfsmenn Ráðstefnunar sem áttu samtal við mennina og minnti þá á siðareglur ráðstefnunar, mennirnir báðust afsökunar og það var lítið meira útúr þessu máli á Ráðstefnunni. Hinsvegar, þá sneri Adria þessari uppákomu uppí eitthvað femínískt baráttumálefni á blogginu sínu og hvað það er mikið hallað á kvenmenn í tæknigeiranum. Útfrá upprunalegu myndinni og bloggpóstinum hennar skapaðist mikið umræða í netheimum um þessa "slæmu menn" og varð hún svo mikil að vinnuveitandi rak annann af þessum mönnum útaf slæmu umtali.
En hinkrum aðeins, förum yfir þessa 2 ljótu brandara. Eitthvað með "big dongle" sem á víst að vera vísun í stórt typpi (vá hræðilega ljótt orð) og "I would fork that guys repo" sem hún (Adria) og flestir "vinir" hennar á Twitter túlkuðu sem hann myndi ríða honum, vá úff .. ok aðeins verra en hitt .. en bíðum aðeins, þetta er bara þeirra túlkun á setningu í samræðum milli tveggja forritara .. og einsog kom fram í opinberu bréfi frá öðrum þeirra þá er bara ekkert kynferðislegt við þessa setningu. Innan þeirra vinahóps þá hefur þessi setning tekið á sig mynd sem hrós. Hvernig má það vera, jú .. Fork og Repo eru mjög algeng orð í samhengi við forritun.. Repo er stytting á Repository eða á Íslensku Samansafn [af kóða], og Fork er .. veit ekki gott íslenskt orð yfir það, en það að Forka Repo þýðir einfaldlega að taka afrit af upprunalega repoinu í þeim tilgangi að vinna sjálfur að þróun á því. Svo þetta er hrós í þeim skilningi að þeim lýst svo vel á eitthvað verkefni að þeir myndu sjálfir vilja vinna að því. Svo það var Adria sjálf sem lagði alla kynferðislega túlkun í þetta og gerði svo mikinn storm í vatnsglasi að annar mannanna var rekinn.
Það var svo ekki fyrr en seinna þegar hitt sjónarhornið kom fram og almennileg umræða myndaðist um hversu fáránlegt þetta allt saman var útaf 2 saklausum brandörum að öðru fólki var misboðið hvernig Adria meðhöndlaði þetta og henni var drekkt í gagnrýni (og þar sem hópur af fólki safnast saman í reiði eru auðvitað alltaf einhverjir aular sem ganga of langt). Það var líka þá, í öllu þessu fári sem það fóru að koma fram fólk sem voru með persónulegar frásagnir frá þeirra samskiptum við Adriu og hvernig hún hefur áður í gegnum tíðina hagað sér vægast sagt skringilega og gert fárviðri útaf engu. Ég tel að það hafi verið ástæðan fyrir því af hverju Adria var rekin, hennar starf fólst í því að fara á ráðstefnur og fundi, vera í samstarfi og í sambandi við aðra forritara og fyrirtæki, kynna fyrirtækið sem hún vinnur fyrir og þjónustuna þeirra. Það boðar ekki gott ef að manneskjan sem á að sinna því hlutverki blæs reglulega út smáatriði og gerir mikið útaf engu og um leið hrindir frá sér þeim hópi fólks sem hún á að vera tengjast og kynnast.
Gott blogg og samantekt um þetta málefni er að finna hérna. http://amandablumwords.wordpress.com/2013/03/21/3/ , þar er farið yfir nokkrar persónulegar frásagnir af samskiptum við Adriu og hvernig í raun allir töpuðu á þessu máli.
Rekin fyrir tíst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhannes,
Þetta hefur nú alveg farið framhjá mér enda ekki inni í python. En sem forritari í eitthvað á þriðja áratug, þá hjó ég einmitt eftir þessu með að "fork repo" og áttaði mig ekki á hvað það hefði með þetta mál að gera;) Reyndar er í mínum heimi frekar talað um "to branch a repo" en fork er mjög vel þekkt orð yfir það sama. En sumt fer fyrir brjóstið á fólki, oftast vegna misskilnings og þegar það er farið af stað nennir enginn að standa í því að finna út hvað akkúrat skeði, það eru bara hnýtingar á báða bóga og málaferli og svo fara menn bara heim í háttinn;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 25.3.2013 kl. 07:56
Það líkar engum við klöguskjóður og manni finnst að þessi kona hafi fengið það sem hún átti skilið. Góð grein hjá þér.
maggi220 27.3.2013 kl. 08:58
Hún ætti að þurfa að borga manninum sem var rekinn skaðabætur fyrir meiðyrði.
Ómar 27.3.2013 kl. 20:47
Klárlega kynsvelt bolla (.”)
Kristján 29.3.2013 kl. 20:02
Kjaftaskjóða eins og Birgitta.
Þetta var einka og trúnaðarmál tveggja manna, hún á skilið að vera rekin en ætti að þurfa að greiða skaðabætur fyrir að hlera einka og trúnaðarmál.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 04:02
Þú ættir að skammst þín Jóhann, og reyna að verða betri maður, líkari henni Birgittu. Það að ríkisstjórn fari á bak við þegna sína sem hún á að vinna fyrir er sambærilegt við að skúringarmaður sem þú hefur ráðið í vinnu steli frá þér. Sá sem segir þér ekki frá því er að gera rangt með því. Sá sem nýtur á einhvern hátt góðs af slíku sjálfur, eins og Birgitta hefði getað gert með að þegja, er sambærilegur við þjófsnaut, en þjófsnautur fær almennt sambærilega refsingu og sjálfur þjófurinn. Endurskoðaðu siðferði þitt, siðferðistilfinning þín er eitthvað slöpp, líklega afþví blind hlýðni er þér um of í blóðborin, kannski ertu af undirokuðu fólki og hefur erft þrælslund vegna skaða sem sálir þeirra biðu. Versta tegund slíks manns kallast fasisti, en nefnist líka stundum bara "hundur" (með fullri virðingu fyrir dýrategundinni sem er ólíkt fallegri mönnum sem kallast eftir þeim), ef þú skilur hvað ég er að fara? Hættu að segja bara Heil!, rístu upp, sýndu smá manndóm og vertu MAÐUR!
Intell 31.3.2013 kl. 12:56
Jóhann! Trúnaðarmál er það ekki lengur þegar það innifelur gróft brot á almennu siðferði eins og að blekkja vinnuveitenda sinn og beita hann klækjum. Við almenningur eru vinnuveitandi ríkisstjórnarinnar en þeir okkar þjóðar. Líki þér ekki slíkt lýðræði þá er ég viss um að Kim í Norður Kóreu tekur þér fegins hendi. Menn eins og þú ógna lýðræðinu með andlýðræðislegum þankagangi sínum sem er úreltar leyfar af þankagangi undirokaðra leiguliða og annarra þræla Evrópu (99% forfeðra 99% Evrópumanna eru afkomendur slíkra) sem voru sífellt pissandi í brækurnar af ótta við að kóngar og annar aðall, og síðar líka kirkjunnarmenn, myndu tuska þá til fyrir að sýna ekki nóga "virðingu" og hlýðni. Þessar tilfinningar þínar gagnvart ríkisstjórn Íslands, starfsmanni þínum, eiga ekki við í lýðræðissamfélagi, og eru ekki bara úreltar leyfar fortíðarinnar eins og rófubeinið sem einstaka maður fæðist enn með, heldur lífshættulegar eins og stóralvarlegur erfðasjúkdómur úr grárri forneskju, og breiðist þessi þankagangur út um of þá getur hann gengið að lýðræðinu dauðu. Sýndu því það siðferði að uppræta þessar hugsanir. Losnir þú ekki við kenndir sínar þá eru fjöldi klúbba í Evrópu fyrir fólk sem þjáist af þrælslund og annarlegri undirgefni sem vill láta lemja sig og tuska til, en samfélaginu að meinalausu. Fáir sálfræðingar mæla með slíku, en það væri skárri valkostur fyrir þig en sýkja allt samfélagið með undirgefni þinni og ræfilsdómi og sjúklegri dýrkun á alþingismönnum, takist þér ekki að uppræta meinið, og almannaheilla vegna myndi ég mæla með þessum valkosti fyrir þig frekar en útbreiðslu fasisma.
Intell 31.3.2013 kl. 13:03
Amen! Ríkisstjórn Íslands ætti ekki að hafa nokkurt leyfi til leynifunda og allt hennar athæfi ætti að vera opinbert nema bráðnauðsyn skipi til um annað. Þetta eru óbreyttir starfsmenn sem eiga að starfa fyrir alla þjóðina og sýna auðmýkt og þjónustulund í starfi sínu, en hvorki konungar né prélátar. Ríkisstjórn Íslands er ekki leynifélag og eiga hvorki að stunda leynifundi. Það ætti að banna með lögum öll samráð flokka sem fara fram á laun, á sömu forsendum og samráð olíufélaga eða matvöruversalana, svo sem verðsamráð, eru ólögleg með öllu, sem eru þær að þetta varðar við almannaheill og stefnir hagsmunum almennings í voða. Látum elskendur og karlaklúbba um leynifundi ef þeir vilja, en leyfum ekki starfsmönnum að fara á bak við vinnuveitenda sinn og stela frá fyrirtækinu!
Siggi 31.3.2013 kl. 13:10
Intell
Ef þú ert maneskja sem villt láta taka mark á þínum skrifum hér á þessu bloggi, þá ættir þú að sýna sóma þinn í því að skrifa undir réttu nafni en ekki einhverju dulnefni, það sýnir nákvæmlega sömu viðbjóðslegu gjörðir síðustu Ríkisstjórnar og gjörðir Birgittu.
Birgitta er og alltaf verður óþveramaneskja og kjafatífa með athygglissíki.
Svo hefur þú ekki hugmynd um hvort ég hef verið þræll eða undirokaður leiguliði af því að þú hefur ekki hugmynd um hver ég er.
Enda spyrðu hvaða manna ertu? Þetta er gömul klisjuspurning sem hefur loðað við á Íslandi í gegnum aldirnar, vegna höfðingjasleikjuskap íslendinga, sérstaklega á fyrri árum. Það sýnir að þú ert ekkert nema höfðingjasleikja, Intell.
Þessi þræla, undirokun og Alþingismannadýrkun sem þú ert að brígzla mér um, lýsir þér mjög vel á athugasemdum #6 og #7.
Er ekki Birgitta Alþingismaður; mér sýnist á skrifum þínum að þér finnist saurinn úr henni lykta eins og Channel #5 perfjúm. Það sýnir Alþingismanna dýrkun þína.
Ég býst við að þú búir á Ísland hver svo sem þú ert. Ef svo er þá ert þú þræll og lætur undiroka þig eins og þú heldur um mig.
Munurinn á mér og þér er að ég sleit mig í burtu frá þessu þrælahaldi, undirokun og Alþingismannadýrkun fyrir yfir 42 árum síðan, en þú ert ennþá í fjötrunum og Alþingismanna dýrkunini.
Málshátturinn segir "margur heldur mig, sig:"
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 31.3.2013 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.