11.10.2010 | 17:39
Hvað með heimilisaðstæður?
Það gæti svo margt legið að baki svona, Eitt sem mér datt strax í hug þegar ég las þetta var hvort að það sé erfitt á heimilinu hjá börnum sem eru svona lengi í tölvunni, hvort að foreldrarnir hafi ekki getu, vilja eða hvað sem það er til að sýna barninu stuðning eða hvað sem ástæðan fyrir þessu er og þessvegna sé barnið að nota tölvuna til að "flýja" aðstæður sínar.
Það er hægt að tengja allt mögulegt saman ef hlutirnir eru settir "rétt" upp. Annars á ég erfitt með að kyngja því að sjónvarpsgláp eða tölvuleikjanotkun stuðli eitt og sér að því að börn eigi í sálrænum erfiðleikum, ef slíkt væri málið þá ætti ég sjálfur að eiga við mjög alvarleg sálræn vandamál að stríða, vera fastagestur uppá Geðdeild og væri hættulegur umhverfi mínu þar sem ég gæti snappað á hverri stundu. Það að ég á ekki við nein alvarleg sálræn vandamál að stríða, hef aldrei farið uppá geðdeild og er rólegur maður í dagsdaglegu lífi (nema í umferðinni, helvítis fólk sem kann ekki að keyra útum allt á götunum að gera mann klikkaðan!) sýnir að þetta sé a.m.k. ekki algilt því ég eyddi flest allri bernsku minni í sjónvarpsgláp og tölvuleikjaspilun.
Þess má geta að ég spilaði og kláraði alla GTA leikina og Carmageddon og ég hef aldrei keyrt á gamlar konur til að ná mér í aukastig þvert gegn því sem flestallt "fullorðna fólkið" sagði að myndi gerast ef krakkar spiluðu svona ofbeldisfulla bílaleiki. Ég hef spilað aragrúa af ógeðslega blóðugum stríðs og ofbeldisleikjum og ekki fór ég og gekk berserksgang í skólanum mínum sem flestallt "fullorðna fólkið" sagði að myndi gerast ef krakkar spiluðu svona leiki.
Annaðhvort er ég undantekning eða "fullorðna fólkið" er að bulla einsog venjulega af því að það skilur ekki tilganginn með þessum leikjum eða því sjálfu finnst óþægilegt að horfa á þetta, og því kemur sama helvítis bullið uppúr því einsog þegar við krakkarnir vorum alltaf að slökkva og kveikja ljósin : "Ekki vera að þessu, þú sprengir perurnar" sem er gömul mýta og er algjört kjaftæði.
Jæja, best að hætta þessu áður en ég fer útí eitthvað meira nöldur sem tengist fréttinni ekkert.
Sjónvarp ógnar geðheilsu barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tólin eru ekki skaðvaldurinn þau eru bara einkenni. Þoli ekki þegar þessu er snúið svona í fjölmiðlum.
Geiri 11.10.2010 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.