9.9.2010 | 13:59
Varð var við truflanir hérna í Hafnarfirðinum
Ljósin blikkuðu, routerinn datt úr sambandi, heyrðist svona spennuklikk í hátalarakerfinu og frystikistan þagnaði hérna í Hafnarfirðinum.
Sem betur fer þá lifði tölvan af og frystirinn fór að skrölta aftur eftir að ég sparkaði í hann.
Eitt sem sparperur mega eiga að þær fara ekki við svona rafmagnsvesen, en síðustu glóperurnar mínar dóu í rafmagnsveseninu um daginn og þarf ég nú að punga út nokkrum þúsundköllum í sparperur til að skipta þeim út.
Spurning hvort að orkuveitan eða Landsnet sé skaðabótaskyld ef eitthvað rafmagnstæki deyr hjá manni útaf svona truflun á kerfinu og hvort maður fær það bætt. Ísskápar, Frystikistur, Sjónvörp, Hátalarakerfi og Aflgjafar í tölvum til að nefna sem dæmi eru ekki ódýrir hlutir.
Víðtækar rafmagnstruflanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.