Mismunun eftir búsetu ?

  Er ekki verið að mismuna eftir búsetu með því að banna fyrirtækjum utan Evrópu að fjárfesta hérna á meðan fyrirtæki innan Evrópu mega það?.  Væri þetta svona mikið vesen ef þetta hefði verið Sænskt orkufyrirtæki eða Norskt sem hefði keypt HS Orku.

  En neii..  af því að Kanadískt orkufyrirtæki langaði að fjárfesta hérna en mátti það ekki beint og ákvaðu að nýta sér það að mega fjárfesta í gegnum Evrópskt fyrirtæki sem þeir stofnuðu til þess þá verða allir brjálaðir.  Ekkert sem segir að fyrirtækið í Svíþjóð þurfi að vera með einhverja starfsemi,  frekar en hellingur af fyrirtækjum hérna á klakanum sem eiga hitt og þetta en hafa enga starfssemi fyrir utan að fanga ryk í skúffu á einhverri lögfræðistofu.  Á að fara að skammast yfir þeim næst?

Hefði þetta verið svona mikið mál ef Magma hefði leigt sér kjallaraholu í einhverju iðnaðarhverfi og ráðið til sín ritara á grunnlaunum bara til þess eins að hafa "starfssemi" í Svíþjóð?.


mbl.is Íhugar að kæra málið til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Èg ætla að fara að selja pulsur fyrir Magma á Kungsgatan i Gautaborg, og koma svo einu sinni í viku og ryksuga skúffuna.

þá hljóta allir að verða ánægðir.

Ragnar Thorisson 13.7.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað? Andþjóðernissynni á ferð

Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 01:36

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

  Lífið er ekki svart og hvítt Sigurður,  fólk getur alveg verið þjóðernissinnað og viljað erlendar fjárfestingar.  Enda hafa erlendar fjárfestingar hér á landi styrkt hagkerfið okkar síðustu ár.  Ég er líka á því að ef það á að gera eitthvað á annað borð þá skal gera það almennilega,  annaðhvort skal banna öllum löndum að fjárfesta hérna eða leyfa þær þeim öllum.

 Að vera með einhvern svona sýndargjörning um að leyfa bara sumum löndum að fjárfesta en ekki öðrum,  sérstaklega þá löndum sem vilja fjárfesta, býður bara uppá rugl og sýnir í raun einfeldni þeirra sem settu þessi lög og vankunnáttu þeirra á hvernig hlutirnir virka í vestrænum hagkerfum og ef það er markmiðið með lögunum þá þarf nú heldur betur að endurskoða lögin og skilgreina þetta aðeins betur.

Frjáls markaður gerir fyrirtækjum kleyft að stofna dótturfyrirtæki eða útibú í langflestum ríkjum í heiminum svo það er ekkert til fyrirstöðu að fyrirtæki sem "á heima" í bönnuðu landi stofni dóttur- eða systur-félag í leyfðu landi einsog Magma gerði og er slíkur gjörningur fyllilega löglegur og þeir voru í raun ekkert að fela þetta og það vissu langflestir sem fylgjast með því sem er að gerast hvernig þessu var háttað,  svo alltíeinu koma einhverjir 2 bloggarar og "uppljóstra" því að Magma Sweden er skúffufyrirtæki (*gasp*) og þá alltíeinu verða allir brjálaðir yfir einhverju sem flestir (nema nokkrir þingmenn greinilega) vissu.

 Persónulega er mér sama þótt Magma kaupi HS ef Sveitarfélagið fær einhverjar aura til að geta borgað inná skuldaklyfjarnar sem hreinn meirihluti Samfylkingar er búinn að koma á sveitafélagið á síðustu kjörtímabilum,  í raun átti að vera löngu búið að selja HS til að greiða niður skuldirnar.

 Bendi fólki á að Rafmagnsmarkaður var gefinn frjáls 2006 ( http://www.idnadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/1759 ) svo ef fólk er óánægt þá getur það bara farið annað með sín viðskipti.

 Fyrir alla dómsdagsspámennina sem segja að þetta erlenda fyrirtæki muna okra á neytendum vil ég bara segja að frjáls samkeppni kemur í veg fyrir það,  ef þeir byrja að okra á fólki þá tekur bara markaðslögmálin við og fólkið fer einhvert annað.

Jóhannes H. Laxdal, 13.7.2010 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband