11.5.2010 | 14:38
Þetta "kostar" þá ekki neitt ..
Það er munur á
"Ólögleg dreifing hugbúnaðar kostar tæknifyrirtæki rúmlega 50 Milljarða $"
og
"Tæknifyrirtæki verða hugsanlega af 50 Milljarða $ í tekjur"
Þeir eru ekki að greiða neitt fyrir ólögleglega dreyfingu og því er ekki um beinan "kostnað" að ræða, þeir hinsvegar "verða af" hugsanlegum tekjum. Þetta tvennt er ólíkt en það virðist hljóma betur að segja að þetta kosti þá. Ég segi hugsanlegum tekjum af því að þetta er alveg það sama og með Tónlist og Kvikmyndir, það er ekkert öruggt að sá sem notar eða nær í ólöglegt efni á internetinu hefði keypt sér efnið.
Ólögleg dreifing kostar 50 milljarða dala árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes H. Laxdal
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsíðan Mín Vefsíðan Mín
- Olíuverð á Íslandi Vefsíða sem tekur saman helstu upplýsingar er viðkemur olíuverði á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo gleymist það alveg í umræðunni að fólk velur þessar vörur af því þær eru ókeypis. Það myndi alls ekkert endilega kaupa sér sömu vörur ef það þyrfti að borga.
Ef við tökum t.d. Windows og Office pakkann sem eru inn á flestum tölvum. Þetta fylgir að vísu mörgum tölvum núorðið en ef fólk hefði ekki verið að nota "stolnar" útgáfur af þessu í gegnum tíðina þá væri það líklega flest að nota ókeypis hugbúnað í staðinn núna, t.d. Linux stýrikerfi og Open Office skrifstofupakkann.
Eins eru til ókeypis forrit í stað flestra forritanna sem eru mest notuð.
bb 11.5.2010 kl. 15:12
Það þyrfti nú bara að koma því í gegn hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi hvað þau geta sparað mikið með því að skipta yfir. Þegar allir eru komnir yfir þá er þetta ekkert mál... það er erfiðast núna að vera með forrit sem býr til skjöl sem virka kannski ekki eins í tölvunni hjá nágrannanum (eða þeim sem maður þarf að deila skjölunum með).
bb 11.5.2010 kl. 15:18
Svona fréttir eru nátturulega bara brandari, þetta og fréttin af Bjarnfreðarson þar sem Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Saga Film lét þetta frá sér.
Salan hefur minnkað gríðarlega. Þetta er sambærilegt við það að 2000 manns fari út í búð og steli DVD-diskum með myndinni.
Með hliðsjón af því að hver diskur kostar 2700 krónur nemur þjófnaðurinn um helgina um 5,5 milljónum króna – sé ágiskun Kjartans Þórs rétt.
Að maðurinn skuli vera svona klikkaður að líkja þessu saman við það að einhver fari út í búð og taki DVD disk er óskiljanlegt, það hvarflar nátturulega ekki að manninum að það séu flestir búnir að kaupa diskinn sem hafa áhuga á því.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.5.2010 kl. 22:05
Svo er auðvitað búið að stimpla alla tölvueigendur sem þjófa af STEF, SmáÍs og þessum meintum höfundarréttarfélögum. Við borgum þessum félögum 1-4% af vélbúnaði "sem hugsanlega gæti verið notaður til að afrita efni og/eða geyma það". Í þessu eru harðir diskar, tómir DVD diskar, DVD skrifarar, osfrv.
Það segir mér að það sé EKKERT verið að vernda neinn höfundarrétt með því heldur dreifingarrétt verslana (fyrirtækin eru sett á hærri stall en höfundarnir).
Svo má ekki gleyma verðlagi - hátt verð spilar inn í og þess vegna þýðir lítið að hækka verðið á hlutunum. Það væri frekar að lækka það og auðvelda aðgengi.
Spekingur 12.5.2010 kl. 08:56
Ég bý í Danmörku og það er nokkuð stórt úrval af bæði Dönskum og Hollywood kvikmyndum sem hægt er að fá fyrir 20kr, sem er á við 3-4 lítra af mjólk.
En varðandi þetta tap sem þeir eru alltaf að hakkast á vegna downloads, þá vill ég benda á að heildar hópur þeirra sem taka afrit af höfundavörðu efni er mjög lítill miðað við þann hóp sem kaupir allt á diskum.
Í þessari grein er talað um piracy á iPhone http://blog.wolfire.com/2010/05/Another-view-of-game-piracy
Þaðer talað um að 5% notenda iPhone í bandaríkjunum séu pirates, og þeir séu ábyrgir fyrir því að 90% af öllum forritum á iPhone séu stolnar útgáfur.
Það er náttúrulega ekki hægt að segja að framleiðendur sé að verða af 90% allra salna, þar sem að lang stærsti hópurinn stelur ekki og kaupir heldur ekki hugbúnaðinn.
Þetta leiðir okkur að öðru efni, sem er það að lang stærsti viðskiptahópur hugbúnaðs eru fyrirtæki.
Tökum Photoshp sem dæmi, venjulegt heimili með 2 tölvur fer ekki að eyða tugum ef ekki hundruðum þúsunda í að kaupa 2 myndvinnsluforrit.
Og í lokin þá er ég með yfirlit af verðlista Microsoft frá opnum kerfum (www.okbeint.is)
Til einstaklinga:
Office 2007 Home og stúdenta útgáfa: 23.972 kr. kr. m/vsk
Windows 7 Home Premium 35.391 kr. m/vsk
Lyklapétur Vírusvörn: 5.900 kr. m/vsk
Með því að nota Ubuntu+OpenOffice má einstaklingur spara 65.000 krónur
Til fyrirtækja:
Office 2007 fyritækjaútgáfa: 113.465 kr. m/vsk PER TÖLVU!!!!
Windows 7 Ulti - 57.287 kr. m/vsk
Lyklapétur vírusvörn: 5.900 kr. m/vsk
Hér mætti spara 176 þúsund krónur, takk fyrir!
Pétur Ingi 13.5.2010 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.