Gaman þegar Alþingismenn eru að alhæfa svona vitleysu

"hafi hún sagt að nektarstaðir brytu gegn siðferðiskennd hennar og allra."

 Þótt að hún og nokkrir aðrir einstaklingar sem hún veit um séu á móti "klámi" þ.e. nektarstöðum þá gefur það henni varla rétt til að segja að það séu allir sömu skoðunar.  Ég veit ekki betur en að þetta bann hafi verið naumlega samþykkt á Alþingi.

 Fyrir mitt leiti þá brýtur starfsemi nektarstaða ekki gegn minni siðferðiskennd,  ég hef ekkert útá þá að setja og ég veit um marga sem eru sammála (það er nú búið að stofna enn einn facebook hóp um að leyfa starfssemina.)  Þar með fellur þessi alhæfing um sjálfa sig.

 Svo kemur Ólafur með ágætt dæmi um hluti sem brýtur gegn siðferðiskennd sumra alveg eins og nekt gerir við aðra :

"Ólafur hafi í  þættinum  sagt, að sumir (ekki endilega hann) myndu telja að klæðnaður á Gay Pride sé ósiðlegur og brjóti gegn siðferðiskennd ákveðina  aðila. Hann hafi spurt í kjölfarið hvort banna ætti Gay Pride á þeim forsendum."

En þá fer hún bara að væla á Alþingi um fordóma gagnvar samkynhneigðum.. :

 "Steinunn Valdís lét ummælin falla á Alþingi eftir að hún sagði að útrýma þyrfti fordómum í garð samkynhneigðra.  Sagði hún að verkefnið nú væri að breyta fordómum og viðhorfum í garð samkynhneigðra."

 Má ekki alveg eins snúa þessu við og fara að útrýma fordómum og viðhorfum sumra í garð nektar.  Hræðsla og feimni sumra gagnvart nekt er alveg svakaleg.


mbl.is Kvarta yfir ummælum þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það virðist sem Steinunn sé ekki sjálfri sér samkvæm í malflutningi sínum.

Landfari, 26.3.2010 kl. 13:42

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Steinun er bara Steinun.

Eyjólfur G Svavarsson, 26.3.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Steinunn talar EKKI fyrir mig - það er á hreinu -

Steinunn vill útrýma fordómum í garð samkynhneigðra - samála - en af hverju bara samkynhneigðra.  Hversvegna ekki fordómum almennt.

Sendum Steinunni e mail á Alþingi - krefjumst þess að hún dragi til baka -orðið - ALLRA - hún talar fyrir sífellt rýrnandi fjölda -

Krefjumst þess að hún tali fyrir útrýmingu fordóma gagnvart öllum hópum sem eiga undir högg að sækja -og sýni þá baráttu í verki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.3.2010 kl. 13:56

4 Smámynd: The Critic

Þetta er bara dæmi um þegar löggjafinn misnotar lagasetningarvald alþingis til að koma eigin hugsjónum í lög

The Critic, 8.4.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband