Ræður þá ekki þingmeirihlutinn?

Það er vitað mál að hvalir éta fisk.

Skrifaði eftirfarandi sem comment við eitthvað blogg hérna fyrir einhverjum vikum, finnst fínt að koma þessu á framfæri :

 Hrefnustofninn telur um 100 þúsund dýr í norðurhöfum, og um 600-650 þúsund í suðurhöfum.  

Talið er að karlkyns Hrefna éti um það bil 200Kg af fæðu, og kvenkyns hrefna um  280 Kg af fæði á dag.   já,  þetta er á dag.

100 þúsund hrefnur éta þá hvað,  24.000.000 Kg af fæðu á dag.  (ég tók bara avg á milli kk og kvk og setti 240kg á hvert dýr). 

Hrefnur éta aðallega á 5 mánaða tímabili og liggja svo nokkurnveginn á meltunni restina af tímanum, svo hrefnustofninn hérna í norðurhafi er að éta um  3.600.000.000 Kg af fæðu á þessu tímabili.,  þetta eru 3.6 Milljón tonn.

Hrefnur éta bæði Fisk og önnur sjávardýr einsog rækju og svif, og talið er að það sé nokkuð jöfn skipting þar á milli,  svo þetta er  1.800.000.000 Kg af Fiski sem þær éta.

Til samanburðar, þá er heildarkvóti allra fiskitegunda (ýsu, loðnu, þorsks, síld, karfa etc ) íslendinga um 1.4 Milljón tonn.

Svo Hrefnan er með stærri "sjávarútveg" en við.

talið er að hver kvenkyns hrefna fæði kálf á ca 2-5 ára fresti.  ef við gefum okkur að helmingurinn af stofninum er kvenkyns, þá erum við að tala um 50 þúsund dýr,  segjum að einungis 5% þeirra fæði kálf á ári, það er 2500 nýjir kálfar árlega.

Og þetta er bara hrefnustofninn í norðurhöfum,  í suðurhöfum þá eru hrefnur að éta um 10.8 Milljón tonn af fiski á ári.  Til samanburðar þá er það töluvert Meira magn en Heildarafli Noregs, Íslands, Kanada, Danmerkur, Færeyja og Bretlands samanlagður.

Þessar skepnur éta fisk, staðreynd.

Það eru til áætlanir yfir stærð stofnana,  staðreynd.

Restin er bara einföld stærðfræði.

Á endanum, þá verður ekki nægur fiskur eftir til að svala þörfum bæði mannfólks og hvala ef hvalir (þá sérstaklega hrefnur) fá að fjölga sér ótakmarkað.


mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þær eru svona margar, og éta svona mikið þá held ég að það sé voðalega lítið hægt að gera í þessu. Það að veiða nokkra tugi er ekki að fara að bjarga stórum hluta af fiskafla.

Viktor 11.2.2009 kl. 17:15

2 identicon

Þessi dýr eru búin að lifa saman í sjónum í margar milljónir ára. Heldur fólk virkilega að við séum að fara bjarga einhverju með því að veiða nokkra hvali?

Aftur 11.2.2009 kl. 17:20

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Skemmtilegt að þið komið inná þetta.  Þá þurfum við bara að veiða meiri hvali.

Fyrir nokkrum milljónum ára þá voru ekki mannverur í milljarðatali að veiða milljónir tonna af fiski úr hafinu árlega, við erum þegar búin að raska jafnvæginu í hafinu.  Okkur miðar nú þegar ágætlega við að reyna að koma jafnvægi á okkar veiðar og halda fiskistofnum á borð við þorsk í jafnvægi en það er nú komin samkeppni um fiskinn með vaxandi stærð hrefnustofnsins.

Vissulega eru sumar hvaltegundir í útrýmingarhættu, og vissulega á að reyna að vernda  þá stofna.  En hrefnan er ekki í sérstakri útrýmingarhættu með sinn ~700 þúsund dýra stofna.

Manneskjan fjölgar sér ört, og því fleiri manneskjur sem eru á hnettinum því meiri mat þurfa þær.

Hrefnuveiðar ættu ekki að vera þetta fáranlega taboo sem það er í dag, Bláhvalir, langreyðir og búrhvalir sem dæmi .. neinei, ekki veiða þá.  Hrefnur..  af hverju ekki,  stofninn er nógu stór.

Jóhannes H. Laxdal, 11.2.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jóhannes, hvernig hugnast þér mannát? Ertu búinn að reikna það út hvað mannskepnan borðar mörg tonn?

Sigurður Hrellir, 11.2.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Hvað kemur mannát þessu við ?  Annars myndi ég alveg éta mannakjöt ef ég væri fastur í flugvél einhverstaðar í himalaya fjöllunum og eina aðra leiðin væri að deyja úr hungri hægt á 2-6 vikum .. (það er víst nóg af snjó til að drekka þarna upp), ég hef heyrt að mannakjöt bragðast einsog kjúklingur en það er allt annað mál.

En það er erfitt að segja nákvæmlega hvað manneskjan borðar mikið, yfirleitt er bara talið hvað við þurfum margar kaloríur : 2000-2500 kaloríur á dag.

Ef við breytum kaloríum í eitthvað sem við þekkjum og getum tengt við, þá myndi það þýða að við þurfum (þ.e. ef við borðum þetta bara eintómt) ~1 Kg af grillaðri steik á dag eða 1Kg af steiktri ýsu eða 2Kg af bakaðri ýsu eða 1Kg af reyktum lax.

Þetta myndi þýða, að á dag þá þarf manneskjan að éta um það bil 6.8 Milljón tonn af grillaðri steik á dag, eða, streiktri ýsu eða reyktum laxi eða 13,6 Milljón tonn af bakaðri ýsu.

En sem betur fer þá þurfum við ekki að borða svona eintómt, og við höfum helling af öðru fæði til að éta líka, t.d. ávexti, grænmeti, brauð, súpur og helling af öðru.

 Manneskjunni fjölgar um 80 Milljónir á ári.  Það er ágætur slatti af mat sem þau þurfa. Svo það sem við þurfum síst er samkeppni um fisk við einhverja hvalategund sem er ekki í útrýmingarhættu.

Það sem það er ekki "politically correct" eða "politically Accepted" (víst lögbröt allstaðar nema í sumum löndum afríku, kallast morð eða þjóðarmorð ef það er gert á stórum skala) að grisja manneskjur þá þarf að grisja eitthvað annað sem er að éta matinn okkar.

Við getum auðvitað haldið áfram að erfðabreyta húsdýrum og grænmeti, eða stækka við ræktun á húsdýrum til manneldis. En er ekki verið að reyna að banna erfðabreytt matvæli allstaðar,  og takmarka beljuræktun útaf "gróðurhúsalofttegundum" sem koma frá beljum?  Ein belja blæs út meiri "gróðurhúsalofti" en meðal stór jeppi.

Við getum ekki haft allt,  einhversstaðar þarf að fórna einhverju.

Jóhannes H. Laxdal, 12.2.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband