1999 voru að hringja, þeir vilja fá tæknimanninn sinn aftur.

"Gæða" þýðing á þessari sorp WSJ frétt. En fyrst þá skulum við koma að einu mikilvægara en sorp fréttum enskra blaða.

"Major websites such as MSN.com and Hulu.com have been tracking people's online activities [...]"

Þýðir ekki 

" Stóru vefsíðufyrirtækin MSN.com og Hulu.com nota nýja tækni til að fylgjast með fólki á netinu. [...]"

Takið eftir "Such As"

Þessi þýðing fengi svona 3 eða 4 í 8. bekkjar enskutíma.  Réttari þýðing væri :

"Stórar vefsíður einsog MSN.com og Hulu.com hafa verið að nota nýja tækni til að fylgjast með fólki á netinu [...]".

Því það eru ekki bara MSN og Hulu sem nota þetta,  heldur er aragrúi vefsíðna sem notar supercookies.

Og af hverju sorp frétt? og af hverju er ég að tala um 1999 í titlinum á þessu bloggi..  Jú,  því þessi "nýja" tækni sem er verið að tala um í þessari WSJ frétt hefur verið til staðar í 12 ár ef ekki lengur og á rætur sínar að rekja til HTTP 1.1 staðalsins sem kom einmitt 1999 ef minnið bregst mér ekki.  Þessi ofurkaka byggist á því að geyma gögn í Flash skrám,  ofurkakan er ekki bara notuð til að geyma persónuupplýsingar heldur er hellingur af öðrum venjulegum ástæðum (semsagt ekki vondum persónunjósna ástæðum) til þess að nota þetta, sem dæmi eru vefleikir sem þurfa að geyma upplýsingar í vafranum.  Ofurkökur eru betri en venjulegar kökur að því leiti að það er hægt að geyma meiri gögn í þessum ofurkökum heldur en venjulegum kökum.  Það er líka auðvelt að komast hjá eða loka á ofurkökurnar,  í Firefox er hægt að setja upp viðbætur sem heita NoScript og FlashBlock til að loka á scriptur og flash :)

 

Upprunalega fréttin,  ef þeir skyldu nú breyta þessu :)

Stóru vefsíðufyrirtækin MSN.com og Hulu.com nota nýja tækni til að fylgjast með fólki á netinu. Það er nánast ómögulegt fyrir netnotendur að vita að fylgst sé með þeim.

Þessi nýja tækni er lögleg en er margslungnari og margþættari en tæknin sem liggur bakvið hinna hefðbundna skráa „cookies“ sem vefsíður koma fyrir á tölvum notenda til að rekja virkni þeirra á netinu. 

Hulu.com og MSN.com eru að koma fyrir svokölluðum ofurskráum „supercookies“ í tölvum notenda sem geta endurskapað netsögu fólks eftir að það hefur eytt hinum venjulegum skrám „cookies“ samkvæmt upplýsingum frá rannsakendum  Stanford háskóla og Kaliforníu háskóla í Berkeley.

 


mbl.is Ný tækni til að fylgjast með fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband