Leikur með tölum og mín túlkun á þessum úrslitum...

Sjálfstæðisflokkurinn stóð sig betur en verstu skoðanakannanirnar höfðu sýnt og missir 7.2% fylgi frá kosningunum 2006, frá 42.9% niður í  35,7%, og fara úr 7 mönnum niður í 5. Ef litið er á mismunni á atkvæðum 2006 og 2010 þá er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa minnstu hlutfallslega séð eða rúm 28.1% .  ( reiknað þannig að lækkun = 1 - (<Atkvæði 2006> / <Atkvæði 2010>) eða 1 - (20006 /  27823) = 0,2809... )

Samfylkingin fær svipað úr þessu og skoðanakannanir höfðu spáð og missir hún svipað fylgi frá 2006 og Sjálfstæðisflokkurinn eða um 7.1%,  úr 27,4% í 20.3%, og fara úr 4 mönnum niður í 3. Samfylkingin er hinsvegar að tapa hlutfallslega fleiri atkvæðum en Sjálfstæðisflokkurinn eða rúm ~36.1%.

Vinstri Grænir fara verr útúr þessum kosningum heldur en skoðanakannanirnar sýndu og missa þeir 5,9% fylgi, úr 13.5% niður í 7.6% , og missa 1 mann eða fara úr 2 niður í 1. Þegar litið er á fækkun atkvæða hjá Vinstri Grænum kemur í ljós að þeir eru að tapa rúmum helmingi fylgisins sem þeir höfðu 2006 eða rúm~51.3%.

Framsókn missir gífurlegt fylgi og missti sinn eina mann.  missa 3,4% fylgi eða fara úr 6,3% niður í 3.9% og missa sinn mann. Framsókn slær svo VG út hvað varðar hlutfallslega fækkun atkvæða því þeir eru að missa ~59.8% atkvæðanna sinna.

Sömu sögu má segja um Frjálslynda sem í raun þurrkuðust út,  misstu 9,6% fylgi eða úr 10.1% niður í 0.5%, og missa sinn eina mann.  Frjálslyndir koma verst út úr þessum kosningum, missa rúm ~95.8% af fjölda atkvæða sem þeir fengu 2006 eða úr 6527 atkvæðum niður í 274.

Það eru að koma inn 3 ný framboð,  H-listinn sem Ólafur F fer fyrir og að mínu mati átti aldrei séns að koma inn manni,  E-listinn sem Baldvin Jónsson fer fyrir og ég vissi ekki einu sinni að væri í framboði fyrr en í fyrradag þegar ég skoðaði kosningar.is vefinn og svo hinn sívinsæli Æ-listi sem Jón Gnarr stendur fyrir og er óumræddur sigurvegari kosninganna í ár með heil 36,9% atkvæði á kostnað allra hinna flokkanna.

Þegar horft er á hlutfallslegt tap atkvæða frá síðustu kosningu þá er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa minnstu af flokkunum í Reykjavík sem kemur mörgu Vinstrisinnuðu fólki á óvart einsog kom svo vel í ljós núna í nótt þegar rætt var við einhverja sem ég er búinn að gleyma hvað heita í kosningavökunni þegar þeir lýstu furðu sinni á því hvað Sjálfstæðisflokkinum virtist ganga vel í þessum kosningum því að þeirra mati á að banna flokkinn,  ekki að þau sögðu það beint út en það var hægt að lesa það á milli orðanna.  En af hverju er þá VG og Samfylkingunni að missa svona mörg atkvæði fyrst að "vondi" flokkurinn stendur sig betur en þau hvað það varðar?.   Ég tel skýringuna bara vera mjög einfalda,  fólk er ósátt við hvernig Ríkisstjórnin hefur staðið að málum í viðreisninni/uppbyggingunni og fólk er leitt á að velja "lesser of two(three/four) evils" og hefur núna valkost um eitthvað nýtt og óháð og það sé rótin að velgengni þessara óháðu (non-fjórflokks) framboða.

En hvað sem því varðar þá verða gaman að fylgjast með fréttum á næstunni um hvernig meirihluti verður stofnaður í Reykjavík og ég held að flestir krossleggi fingur um að það verði ekki svona bölvað kjaftæði einsog var á fyrri hluta síðusta kjörtímabils....  og spurning hvernig 4ja flokka meirihlutinn í Kópavogi á eftir að standa sig,  ég spái því að hann endist í 6-8 mánuði áður en eitthvað rifrildi kemur upp og hann springi.

edit: leiðrétti stafsetningarvillur og málfræðivillur


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góð færsla Jóhannes, en ég tel skýringar á miklu fylgi Sjálfstæðisflokks miðað við aðstæður tengjast meira afar öflugum áróðurstækjum í fjölmiðlum. Samfylkingin fann loksins málefni sem hægt var að byggja á: atvinnumálin, og notaði vefmiðla vel til áróðurs. VG hafði komið illa út úr prófkjöri og reyndar kom mér á óvart að þeir komu inn manni.

Kjósendur virðast ekki enn vera búnir að átta sig á fjórflokkaveldinu, hvernig það er uppbyggt, enda er frekar erfitt að sjá það. Þetta eru eins og keppnislið sem fólk heldur með eða ekki. Þetta eru skotgrafir sem þú nærð ekki upp úr nema með mikilli áreynslu.

Borgarahreyfingin var fyrsta merkið um að fólk væri að átta sig, og nú er Besti flokkurinn annað merkið. Það er vonandi að fólk verði búið að átta sig fyrir næstu alþingiskosningar.

Hrannar Baldursson, 30.5.2010 kl. 08:27

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jóhannes góð umfjöllun og nauðsynleg.

Jón Magnússon, 30.5.2010 kl. 09:32

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hrannar ég er löngu búin að átta mig á því og þorri landsmanna einnig það eru bara strútar fjórflokksins sem ekki kunna að taka skilaboðum stinga hausnum í sandinn og reka við!

Sigurður Haraldsson, 30.5.2010 kl. 10:28

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakka þér Jóhannes - þótt það sé ekki hluti af útreikningum þá er ein tala sem vekur athygli mína

Atkvæðafjöldi esta flokksina - 20.666 ----    þetta með 666 er áhugavekjandi hjá mér.

Hrannar - Hanna Birna tók strax upp þau vinnubrögð að fá alla að borðinu við stjórn borgarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.5.2010 kl. 10:39

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Já auðvitað hlýtur Jón Gnarr og hans fólk að vera DJÖFULLINN SJÁLFUR og ætti að vera BRENNDUR Á BÁLI.

Kræst, reyndu að vakna.

Tómas Waagfjörð, 30.5.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes H. Laxdal

Hr. Laxdal

Jóhannes H. Laxdal
Jóhannes H. Laxdal

Ég segi það bara beint út og ekkert "Political correctness" vesen.

Ekki vera neitt hrædd við að hafa rangt fyrir ykkur í lífinu, ég er það ekki og þannig á það að vera.
"The only stupid question is the one not asked"

Enginn er fullkominn,  svo sannarlega ekki ég.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband